Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar

Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að fimmtíu manns mættu koma saman frá og með fjórða maí í stað tuttugu, þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Þá verður grunn- og leikskólastarf með eðlilegum hætti frá byrjun maí en gera má ráð fyrir að fjölmennum samkomum í sumar verði frestað. Fjallað verður nánar um þetta og leitað viðbragða úr ýmsum áttum, í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar minnumst við líka eldgossins í Eyjafjallajökli, en tíu ár eru í dag síðan gos hófst í toppgíg jökulsins. Gosið olli miklum búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Þá urðu umtalsverðar breytingar á landslagi sem hafa komið æ betur í ljós með tímanum.

Þetta og fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30, í opinni dagskrá að vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×