Krakkamótin gætu farið fram með breyttu sniði í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2020 10:45 Frá leik á Símamótinu í fyrra. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekki loku fyrir það skotið að stóru fótboltamótin fyrir yngri flokka gætu farið fram í sumar þrátt fyrir samkomubannið. Því verður aflétt í áföngum á næstu mánuðum. Þó hefur sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, mælst til þess að ekki komi fleiri en tvöþúsund manns saman á þessu ári. „Ég held að það sé alveg möguleiki að þetta geti orðið en væntanlega með breyttu sniði. Við áttum fund með yfirvöldum hverjar horfurnar væru og um frekari skýringar á reglunum,“ sagði Guðni í morgunþætti Rásar 1 og 2. „Ég held að þetta snúist allt um að vera með sóttvarnaúrræði, hólfa niður fjölda iðkenda og áhorfenda, og gæta þess að smithætta verði ekki of mikil. Vonandi eru einhverjar leiðir til að koma til móts við þau sjónarmið. Vonandi verður hægt að framkvæma mótin með þeim hætti að það verði ásættanlegt miðað við þau úrræði sem eru í gangi.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22. apríl.vísir/vilhelm Guðni ræddi einnig um Íslandsmótið í fótbolta og hvernig það yrði útfært. Hann segir mögulegt að Íslandsmótið hefjist síðari hluta júní. Eitt af því sem hefur komið til tals er að hefja mótið þá, þ.e. þeir leikir sem eru á dagskrá síðari hluta júní verði fyrstu leikir mótsins en leikirnir sem áttu að vera búnir verði færðir annað. „Við byrjum væntanlega mótið eins og dagskráin var en setjum þá leikina sem ekki hafði náðst að spila aftan við eða komum þeim fyrir inn í mótinu. EM karla fer ekki fram í sumar og það gefur okkur svigrúm,“ sagði Guðni. „Við eigum að koma þessu fyrir og gerum það. En að öllum líkindum þurfum við að spila aðeins lengur en annars. Það er eitthvað sem við getum vel tekist á við.“ Viðtalið við Guðna má sjá með því að smella hér. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekki loku fyrir það skotið að stóru fótboltamótin fyrir yngri flokka gætu farið fram í sumar þrátt fyrir samkomubannið. Því verður aflétt í áföngum á næstu mánuðum. Þó hefur sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, mælst til þess að ekki komi fleiri en tvöþúsund manns saman á þessu ári. „Ég held að það sé alveg möguleiki að þetta geti orðið en væntanlega með breyttu sniði. Við áttum fund með yfirvöldum hverjar horfurnar væru og um frekari skýringar á reglunum,“ sagði Guðni í morgunþætti Rásar 1 og 2. „Ég held að þetta snúist allt um að vera með sóttvarnaúrræði, hólfa niður fjölda iðkenda og áhorfenda, og gæta þess að smithætta verði ekki of mikil. Vonandi eru einhverjar leiðir til að koma til móts við þau sjónarmið. Vonandi verður hægt að framkvæma mótin með þeim hætti að það verði ásættanlegt miðað við þau úrræði sem eru í gangi.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22. apríl.vísir/vilhelm Guðni ræddi einnig um Íslandsmótið í fótbolta og hvernig það yrði útfært. Hann segir mögulegt að Íslandsmótið hefjist síðari hluta júní. Eitt af því sem hefur komið til tals er að hefja mótið þá, þ.e. þeir leikir sem eru á dagskrá síðari hluta júní verði fyrstu leikir mótsins en leikirnir sem áttu að vera búnir verði færðir annað. „Við byrjum væntanlega mótið eins og dagskráin var en setjum þá leikina sem ekki hafði náðst að spila aftan við eða komum þeim fyrir inn í mótinu. EM karla fer ekki fram í sumar og það gefur okkur svigrúm,“ sagði Guðni. „Við eigum að koma þessu fyrir og gerum það. En að öllum líkindum þurfum við að spila aðeins lengur en annars. Það er eitthvað sem við getum vel tekist á við.“ Viðtalið við Guðna má sjá með því að smella hér.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30
Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30