Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Tryggvi Páll Tryggvason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 16. apríl 2020 11:12 Frá Alþingi í dag. Jón Þór taldi 26 manns en hér má sjá átján þingmenn. Vísir/Egill Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. Áður en fyrsta mál á dagskrá, óundirbúnar fyrirspurnir, hófst óskaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta. Jón Þór benti á að saman komnir í þingsalnum væru að minnsta kosti 26 þingmenn sem stangaðist á við tilmæli sóttvarnarlæknis um að ekki skuli koma saman fleiri en tuttugu í einu. Á dagskrá þingfundarins í dag voru nokkur mál sem átti að taka til fyrstu umræðu sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ hóf Jón Þór að telja og taldi hann alls 26 í salnum. „Og það eru bara þeir sem ég sé“. „Við þurfum að koma hingað og benda þingforseta á að hann er ekki að fara í samræmi við það að sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samræmi við það sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samfélaginu um að virða þetta samkomubann,“ sagði Jón Þór. „Hann veit það að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu að halda þingfundinn svona og halda dagskránni svona,“ sagði Jón Þór. Að lokinni ræðu Jóns Þórs sleit forseti þingfundi. „Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið,“ sagði Steingrímur og heyrðist þá Jón Þór kalla „gott“. Nánar verður rætt við Steingrím og Jón Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar en myndband af ræðu Jóns Þórs má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. Áður en fyrsta mál á dagskrá, óundirbúnar fyrirspurnir, hófst óskaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta. Jón Þór benti á að saman komnir í þingsalnum væru að minnsta kosti 26 þingmenn sem stangaðist á við tilmæli sóttvarnarlæknis um að ekki skuli koma saman fleiri en tuttugu í einu. Á dagskrá þingfundarins í dag voru nokkur mál sem átti að taka til fyrstu umræðu sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ hóf Jón Þór að telja og taldi hann alls 26 í salnum. „Og það eru bara þeir sem ég sé“. „Við þurfum að koma hingað og benda þingforseta á að hann er ekki að fara í samræmi við það að sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samræmi við það sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samfélaginu um að virða þetta samkomubann,“ sagði Jón Þór. „Hann veit það að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu að halda þingfundinn svona og halda dagskránni svona,“ sagði Jón Þór. Að lokinni ræðu Jóns Þórs sleit forseti þingfundi. „Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið,“ sagði Steingrímur og heyrðist þá Jón Þór kalla „gott“. Nánar verður rætt við Steingrím og Jón Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar en myndband af ræðu Jóns Þórs má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira