Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 11:15 Kári Stefánsson á fundi almannavarna í gær. Vísir/Vilhelm Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti eru Bandaríkin betur í stakk búin til að skima fyrir veirunni en Íslendingar, þrátt fyrir að þar búi þúsundfalt fleiri en hér á landi. Það sem meira er; aðferðafræði Íslendinga fæddist í Bandaríkjunum og því sé sorglegt að henni skuli ekki fylgt vestanhafs. Árangur Íslendinga í baráttunni við veiruna hefur verið vinsælt umfjöllunarefni hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur bandaríski miðilinn CNN þannig að umheimurinn geti dregið margvíslegan lærdóm af íslensku nálguninni, rétt eins og CNBC sem ræddi við Kára Stefánsson í gær. Þar var áhersla lögð á hina umfangsmiklu skimun sem Íslensk erfðagreining og veirufræðideild Landspítalans hrintu í framkvæmd strax frá fyrstu stigum faraldursins. Er nú svo komið að næstum 38 þúsund sýni hafa verið tekin, sem samsvarar um 11 prósent landsmanna og er það eitt hæsta hlutfall í heiminum. Þáttastjórnendum CNBC lék forvitni á að vita hvort Kári teldi sennilegt að Bandaríkin gætu leikið sama leik, þó svo að þar búi um þúsundfalt fleiri en á Íslandi. Kári sagði það enga hindrun, það ætti jafnvel að vera auðveldara. Bandaríkin búi að gríðarlegum mannauði og öðrum mikilvægum aðföngum sem ættu að gera víðtæka skimun fýsilegan kost í baráttunni við veiruna. „Ef þið mynduð leggja áherslu á þetta þá mynduð þið ekki eiga í vandræðum með að leika sama leik og við,“ segir Kári. Nefnir hann í því samhengi að í fjölmörgum háskólum vestanhafs sé að finna búnað sem hægleika megi sníða að yfirstandandi faraldri. „Þið getið látið háskólana sjá um skimunina, þið getið látið háskólana sjá um að greina gögnin og koma að skipulagningu viðbragða,“ segir Kári. „Já, mannfjöldi Bandaríkjanna er þúsund sinnum meiri en Íslands en þið eruð líklega með fimmþúsundfalt fleiri aðföng en við.“ Það þurfi hins vegar vilja og ákveðni til að framfylgja stefnu sem þessari af alvöru og telur Kári því líklegt að Bandaríkin þurfi að koma sér upp sameiginlegri aðgerðastjórn til að halda utan um baráttuna. Kári segir jafnframt mikilvægt að hafa í huga að aðferðafræði Íslendinga, víðtæk skimun, öflug smitrakning og rík áhersla á sóttkví og einangrun, hafi orðið til í Bandaríkjunum. „Þið kennduð okkur að gera þetta, en hafið ekki verið að styðjast við þetta sjálf,“ segir Kári. „Og það er frekar sorglegt.“ Viðtal Kára við CNBC má sjá í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti eru Bandaríkin betur í stakk búin til að skima fyrir veirunni en Íslendingar, þrátt fyrir að þar búi þúsundfalt fleiri en hér á landi. Það sem meira er; aðferðafræði Íslendinga fæddist í Bandaríkjunum og því sé sorglegt að henni skuli ekki fylgt vestanhafs. Árangur Íslendinga í baráttunni við veiruna hefur verið vinsælt umfjöllunarefni hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur bandaríski miðilinn CNN þannig að umheimurinn geti dregið margvíslegan lærdóm af íslensku nálguninni, rétt eins og CNBC sem ræddi við Kára Stefánsson í gær. Þar var áhersla lögð á hina umfangsmiklu skimun sem Íslensk erfðagreining og veirufræðideild Landspítalans hrintu í framkvæmd strax frá fyrstu stigum faraldursins. Er nú svo komið að næstum 38 þúsund sýni hafa verið tekin, sem samsvarar um 11 prósent landsmanna og er það eitt hæsta hlutfall í heiminum. Þáttastjórnendum CNBC lék forvitni á að vita hvort Kári teldi sennilegt að Bandaríkin gætu leikið sama leik, þó svo að þar búi um þúsundfalt fleiri en á Íslandi. Kári sagði það enga hindrun, það ætti jafnvel að vera auðveldara. Bandaríkin búi að gríðarlegum mannauði og öðrum mikilvægum aðföngum sem ættu að gera víðtæka skimun fýsilegan kost í baráttunni við veiruna. „Ef þið mynduð leggja áherslu á þetta þá mynduð þið ekki eiga í vandræðum með að leika sama leik og við,“ segir Kári. Nefnir hann í því samhengi að í fjölmörgum háskólum vestanhafs sé að finna búnað sem hægleika megi sníða að yfirstandandi faraldri. „Þið getið látið háskólana sjá um skimunina, þið getið látið háskólana sjá um að greina gögnin og koma að skipulagningu viðbragða,“ segir Kári. „Já, mannfjöldi Bandaríkjanna er þúsund sinnum meiri en Íslands en þið eruð líklega með fimmþúsundfalt fleiri aðföng en við.“ Það þurfi hins vegar vilja og ákveðni til að framfylgja stefnu sem þessari af alvöru og telur Kári því líklegt að Bandaríkin þurfi að koma sér upp sameiginlegri aðgerðastjórn til að halda utan um baráttuna. Kári segir jafnframt mikilvægt að hafa í huga að aðferðafræði Íslendinga, víðtæk skimun, öflug smitrakning og rík áhersla á sóttkví og einangrun, hafi orðið til í Bandaríkjunum. „Þið kennduð okkur að gera þetta, en hafið ekki verið að styðjast við þetta sjálf,“ segir Kári. „Og það er frekar sorglegt.“ Viðtal Kára við CNBC má sjá í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49
CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56