Oliver Giroud, framherji Chelsea, er talinn vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til þess að geta farið til draumafélagsins, Inter Milan, en þetta er eitt af því sem kemur fram í pakkanum sem BBC tók saman í morgun.
Giroud var mikið orðaður við ítalska félagið í janúarglugganum en allt kom fyrir ekki og ekkert varð úr félagaskiptunum. Hann fékk svo langþráð tækifæri með Chelsea og stóð sig ansi vel þangað til deildin var sett á ís vega kórónuveirufaraldursins.
Chelsea striker Olivier Giroud is believed to be willing to take a pay cut to secure a dream move to Inter Milan this summer.
— BBC Sport (@BBCSport) April 16, 2020
Football gossip https://t.co/T2MqPcuiPl #bbcfootball pic.twitter.com/HGEgcT1saB
Giroud lék undir stjórn Antonio Conte hjá Chelsea og hann er greinilega ólmur í að spila fyrir hann aftur því hann er tilbúinn að taka á sig myndarlega launalækkun til að semja við ítalska félagið í sumar. Núverandi samningur Giroud hjá Chelsea hljómar upp á tæpar sex milljónir punda á ári en hann fær ekki þann samning hjá Inter.
Franski heimsmeistarinn rennur út af samningi hjá Chelsea í sumar en reiknað er að hann semji við Inter til tveggja ára í sumar, með möguleika á þriðja árinu. Hann er hugsaður sem varaskeifa fyrir Belgann Romelu Lukaku en Lautaro Martinez mun líklega færa sig um set í sumar.