Starfsstöðvum Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs fyrir fólk í viðkvæmri stöðu lokað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2020 11:36 Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær hafa lokað starfsstöðvum sínum sem þjónusta viðkvæma hópa og fólk með undirliggjandi sjúkdóma vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að loka starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því að neyðarstigi almannavarna hafi verið lýst yfir hjá ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni vegna kórónuveirunnar. Þá tilkynnti Kópavogsbær einnig að starfsstöðvum sveitarfélagsins fyrir sama hóp yrði lokað vegna kórónuveirunnar. Þeim verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum. Eftirfarandi starfstöðvum í Hafnarfjarðarbæ hefur verið lokað: Hraunseli að Flatahrauni 3 Hjallabraut 33 Sólvangsvegi 1 Læki, Hörðuvöllum 1 Mötuneytum á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 hefur einnig verið lokað. Hæfingarmiðstöðin að Bæjarhrauni Geitungar, atvinnuþjálfun Vinaskjóli, lengdri viðveru Skammtímadvöl í Hnotubergi. Öll önnur þjónusta í Hafnarfirði helst órofin, það er, öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Þá verður unnið eftir skýrum verkferlum og í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir. Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Dagdvölinni á Sólvangi hefur einnig verið lokað. Dagdvöl á Hrafnistu er opin og í Drafnarhúsi. Sjá einnig: Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi. Þær starfsstöðvar sem lokað hefur verið í Kópavogsbæ er eftirfarandi: Gjábakki Gullsmári Boðinn Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða Hæfingarstöðinni Dalvegi Vinnustaðnum Örvi Hrauntunga Þá mun Neyðarstjórn Kópavogs halda áfram að fylgjast náið með þróun mála í útbreiðslu kórónuveirunnar og er í daglegum samskiptum við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næsti fundur Neyðarstjórnar Kópavogs hefur verið boðaður síðdegis í dag. Garðarbær mun einnig loka starfsstöðvum sínum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu og eru það eftirfarandi starfsstöðvar sem lokað hefur verið: Jónshúsi, félagsmiðstöð, Strikinu 6 Smiðjunni, Kirkjuhvoli Litlakoti, Álftanesi Skammtímavistun í Móaflöt Öllu skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi fyrir eldri borgara á vegum Garðarbæjar, s.s. í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði hefur verið fellt niður tímabundið. Wuhan-veiran Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55 Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30 Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að loka starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því að neyðarstigi almannavarna hafi verið lýst yfir hjá ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni vegna kórónuveirunnar. Þá tilkynnti Kópavogsbær einnig að starfsstöðvum sveitarfélagsins fyrir sama hóp yrði lokað vegna kórónuveirunnar. Þeim verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum. Eftirfarandi starfstöðvum í Hafnarfjarðarbæ hefur verið lokað: Hraunseli að Flatahrauni 3 Hjallabraut 33 Sólvangsvegi 1 Læki, Hörðuvöllum 1 Mötuneytum á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 hefur einnig verið lokað. Hæfingarmiðstöðin að Bæjarhrauni Geitungar, atvinnuþjálfun Vinaskjóli, lengdri viðveru Skammtímadvöl í Hnotubergi. Öll önnur þjónusta í Hafnarfirði helst órofin, það er, öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Þá verður unnið eftir skýrum verkferlum og í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir. Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Dagdvölinni á Sólvangi hefur einnig verið lokað. Dagdvöl á Hrafnistu er opin og í Drafnarhúsi. Sjá einnig: Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi. Þær starfsstöðvar sem lokað hefur verið í Kópavogsbæ er eftirfarandi: Gjábakki Gullsmári Boðinn Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða Hæfingarstöðinni Dalvegi Vinnustaðnum Örvi Hrauntunga Þá mun Neyðarstjórn Kópavogs halda áfram að fylgjast náið með þróun mála í útbreiðslu kórónuveirunnar og er í daglegum samskiptum við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næsti fundur Neyðarstjórnar Kópavogs hefur verið boðaður síðdegis í dag. Garðarbær mun einnig loka starfsstöðvum sínum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu og eru það eftirfarandi starfsstöðvar sem lokað hefur verið: Jónshúsi, félagsmiðstöð, Strikinu 6 Smiðjunni, Kirkjuhvoli Litlakoti, Álftanesi Skammtímavistun í Móaflöt Öllu skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi fyrir eldri borgara á vegum Garðarbæjar, s.s. í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði hefur verið fellt niður tímabundið.
Wuhan-veiran Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55 Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30 Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55
Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30
Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15