Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Sylvía Hall skrifar 17. maí 2020 11:38 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. Nýjar reglur kveða meðal annars á um að fólk megi ekki bjóða ættingjum og vinum í heimsókn en fasteignasölum sé heimilt að bjóða væntanlegum kaupendum að skoða fasteignir. Á vef Reuters kemur fram að skoðanakönnun dagblaðsins Observer sýndi vaxandi óánægju meðal almennings í landinu út í stjórnvöld og að um 42 prósent væru mótfallin aðgerðum yfirvalda. Johnson sagðist skilja það að sumir yrðu óánægðir með nýju reglurnar. „Við erum að reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður – að færa landið úr samfélagslegum höftum á þann hátt að það sé öruggt og fórni ekki erfiðisvinnu ykkar allra,“ skrifaði Johnson í grein í blaðinu Mail on Sunday. „Ég skil að það sem við erum að biðja um núna er flóknara en að vera einfaldlega heima hjá sér, en þetta er flókið vandamál og við þurfum að treysta á skynsemi fólksins í Bretlandi.“ Breyttar reglur voru kynntar á miðvikudag og má fólk nú snúa til vinnu ef það getur ekki unnið heima hjá sér. Það er þó beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á því. Reglurnar gilda þó ekki um fólk í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þar sem tilslakanir hafa ekki verið kynntar. Fólk í Bretlandi er beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á.Vísir/Getty Vill „næstum eðlilegt“ ástand í júlí Aðgerðir yfirvalda í Bretlandi hafa líkt og annars staðar haft veruleg áhrif á hagkerfi landsins. Tölur í síðustu viku sýndu að það hefði dregist saman um 5,8 prósent og efnahagsumsvif gætu minnkað um 25 prósent frá apríl fram í júní. Væri það mesta minnkun í yfir þrjá áratugi. Ráðherrann Michael Gove sagði ekki hægt að hafa hagkerfið, þjónustu og skóla lokaða mikið lengur því heilsufarsáhrif þess gætu einnig verið neikvæð. Ríkisstjórnin ynni að því að ráða átján þúsund manns í smitrakningareymi til þess að ná tökum á útbreiðslunni. Götublaðið The Sun fullyrti að Johnson hefði lýst því yfir innan Íhaldsflokksins að hann vildi ná „næstum eðlilegu“ ástandi í júlí, en til þess þyrfti almenningur að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Ef við fylgjum öll fyrirmælum, þá getum við hægt og rólega losað okkur við þetta flækjustig og þessar hömlur og gert það auðveldara fyrir fjölskyldur að hittast aftur,“ skrifaði Johnson í Mail on Sunday og bætti við að það þyrfti að gerast hægt og á réttum tíma. Um 240 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna í Bretlandi og tæplega 35 þúsund látist. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. Nýjar reglur kveða meðal annars á um að fólk megi ekki bjóða ættingjum og vinum í heimsókn en fasteignasölum sé heimilt að bjóða væntanlegum kaupendum að skoða fasteignir. Á vef Reuters kemur fram að skoðanakönnun dagblaðsins Observer sýndi vaxandi óánægju meðal almennings í landinu út í stjórnvöld og að um 42 prósent væru mótfallin aðgerðum yfirvalda. Johnson sagðist skilja það að sumir yrðu óánægðir með nýju reglurnar. „Við erum að reyna að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður – að færa landið úr samfélagslegum höftum á þann hátt að það sé öruggt og fórni ekki erfiðisvinnu ykkar allra,“ skrifaði Johnson í grein í blaðinu Mail on Sunday. „Ég skil að það sem við erum að biðja um núna er flóknara en að vera einfaldlega heima hjá sér, en þetta er flókið vandamál og við þurfum að treysta á skynsemi fólksins í Bretlandi.“ Breyttar reglur voru kynntar á miðvikudag og má fólk nú snúa til vinnu ef það getur ekki unnið heima hjá sér. Það er þó beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á því. Reglurnar gilda þó ekki um fólk í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þar sem tilslakanir hafa ekki verið kynntar. Fólk í Bretlandi er beðið um að forðast almenningssamgöngur ef það hefur tök á.Vísir/Getty Vill „næstum eðlilegt“ ástand í júlí Aðgerðir yfirvalda í Bretlandi hafa líkt og annars staðar haft veruleg áhrif á hagkerfi landsins. Tölur í síðustu viku sýndu að það hefði dregist saman um 5,8 prósent og efnahagsumsvif gætu minnkað um 25 prósent frá apríl fram í júní. Væri það mesta minnkun í yfir þrjá áratugi. Ráðherrann Michael Gove sagði ekki hægt að hafa hagkerfið, þjónustu og skóla lokaða mikið lengur því heilsufarsáhrif þess gætu einnig verið neikvæð. Ríkisstjórnin ynni að því að ráða átján þúsund manns í smitrakningareymi til þess að ná tökum á útbreiðslunni. Götublaðið The Sun fullyrti að Johnson hefði lýst því yfir innan Íhaldsflokksins að hann vildi ná „næstum eðlilegu“ ástandi í júlí, en til þess þyrfti almenningur að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Ef við fylgjum öll fyrirmælum, þá getum við hægt og rólega losað okkur við þetta flækjustig og þessar hömlur og gert það auðveldara fyrir fjölskyldur að hittast aftur,“ skrifaði Johnson í Mail on Sunday og bætti við að það þyrfti að gerast hægt og á réttum tíma. Um 240 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna í Bretlandi og tæplega 35 þúsund látist.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42 Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22 Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. 16. maí 2020 15:42
Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. 13. maí 2020 11:22
Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56