Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 17:35 Frá vettvangi í Úlfarsárdal. Myndin er úr safni. Atvikið átti sér stað 8. desember. Vísir/Friðrik Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Rannsókn málsins er lokið og bíður niðurstöðu héraðssaksóknara um saksókn. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir eftir að karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum. Einn mannanna sat í gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en var úrskurðaður í farbann í janúar. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og hafi óveruleg tengsl við landið og enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar með öðrum hætti. Mennirnir höfðu verið við drykkju þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan segir að maðurinn sem nú sætir farbanni hafi verið mjög ölvaður og með nýlega áverka þegar hann var handtekinn. Skýrslatökur hafi leitt í ljós að ólæti og rifrildi hefðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en maðurinn sem lést féll fram af svölunum. Réttarmeinafræðingur telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hafi annað hvort hoppað fram af svölunum eða annar maður hafi átt hlut að fallinu. Þá hafi verið áverkar á látna manninum sem yrðu líklega ekki raktir til fallsins heldur mögulega höggs annars manns með sljóu áhaldi. Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið dauða hans þarf að sæta farbanni til 3. júní. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Rannsókn málsins er lokið og bíður niðurstöðu héraðssaksóknara um saksókn. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir eftir að karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum. Einn mannanna sat í gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en var úrskurðaður í farbann í janúar. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og hafi óveruleg tengsl við landið og enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar með öðrum hætti. Mennirnir höfðu verið við drykkju þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan segir að maðurinn sem nú sætir farbanni hafi verið mjög ölvaður og með nýlega áverka þegar hann var handtekinn. Skýrslatökur hafi leitt í ljós að ólæti og rifrildi hefðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en maðurinn sem lést féll fram af svölunum. Réttarmeinafræðingur telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hafi annað hvort hoppað fram af svölunum eða annar maður hafi átt hlut að fallinu. Þá hafi verið áverkar á látna manninum sem yrðu líklega ekki raktir til fallsins heldur mögulega höggs annars manns með sljóu áhaldi. Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið dauða hans þarf að sæta farbanni til 3. júní. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira