Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2020 19:30 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. „Við fáum mjög jákvæða athygli og það er mikill áhugi á Íslandi og ferðalögum til Íslands,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, spurð hvernig viðbrögð hafa verið erlendis við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að ætla að stefna að opnun landsins fyrir ferðamönnum 15. júní næstkomandi. „Bæði eftir tilkynninguna og ekki síður vegna þess að það er búið að fjalla mjög mikið á jákvæðan hátt um hvernig Ísland hefur tekið á Covid-19. Áhuginn er að kvikna aftur,“ segir Birna. Ekki megi þó búast við að ferðamenn muni streyma til landsins strax í júní. „Það er stutt í að landið opni. Það þarf venjulega lengri tími til að fylla vélar og koma ferðamönnum til landsins. En núna snýst þessi slagur um að fá sem flesta hingað síðsumars og inn í veturinn. Þetta mun taka töluverðan tíma að komast aftur af stað. Eftirspurnin er þarna, við þurfum bara að grípa hana,“ segir Birna. Hún segir töluvert marga sem ennþá hafa ekki hug á að ferðast. „Það sem við erum að gera, og höfum verið að gera í gegnum þennan tíma, er að fylgjast með því hvar ferðahugurinn er. Hvar fólk vill fara að gerast. Það sem hefur gerst líka eftir því sem hefur lengst í krísunni er að efnahagsástandið hefur versnað. Fólk hefur ekki jafn mikið fé á milli handanna og getur kannski síður ferðast. Þeir sem vilja ferðast verða að fá að heyra af okkur á Íslandi, hversu vel hefur gengið, hversu hreint landið er og hversu mikið pláss er hérna.“ Mikill ferðahugur sé í Þjóðverjum „Það hefur gengið vel þar og landið virðist vera að opnast. Það er mikill áhugi á Norðurlöndunum. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að íbúarnir fara frekar í frí í ágúst. Þar gætu verið spennandi tækifæri. Svo vonandi förum við að sjá á næstu dögum og vikum fleiri lönd tilkynna fyrirætlanir sínar um opnun. Þá byggist vonandi ofan á þetta, en ég spái því að þetta byrji einhvern veginn svona,“ segir Birna. Austurríki, Sviss og Belgía hafi einnig sýnt ferðalögum til Íslands mikinn áhuga. „Ég held samt að við verðum að gera okkur grein fyrir að það verða engar ferðamannatölur eins og við höfum séð á undanförnum árum, heldur snýst þetta meira um að grípa þá hópa sem eru áhugasamir um landið til að geta byrjað að byggja upp aftur.“ Ferðahugur sé einnig kominn í einhverja Íslendinga. „Við fengum töluvert af símtölum frá Íslendingum eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Það er kominn ferðahugur í marga og spenna fyrir því að eiga kannski eina ferð á planinu seint í sumar eða haust. Það er verið að spyrjast fyrir um hvert væri skynsamlegast að fara ef fólk vildi fara í frí. Íslendingar hafa áhuga að ferðast, spurningin er hvort þeir verða hérna heima eða kíki eitthvað ekkert alltof langt út fyrir landsteinana.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. „Við fáum mjög jákvæða athygli og það er mikill áhugi á Íslandi og ferðalögum til Íslands,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, spurð hvernig viðbrögð hafa verið erlendis við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að ætla að stefna að opnun landsins fyrir ferðamönnum 15. júní næstkomandi. „Bæði eftir tilkynninguna og ekki síður vegna þess að það er búið að fjalla mjög mikið á jákvæðan hátt um hvernig Ísland hefur tekið á Covid-19. Áhuginn er að kvikna aftur,“ segir Birna. Ekki megi þó búast við að ferðamenn muni streyma til landsins strax í júní. „Það er stutt í að landið opni. Það þarf venjulega lengri tími til að fylla vélar og koma ferðamönnum til landsins. En núna snýst þessi slagur um að fá sem flesta hingað síðsumars og inn í veturinn. Þetta mun taka töluverðan tíma að komast aftur af stað. Eftirspurnin er þarna, við þurfum bara að grípa hana,“ segir Birna. Hún segir töluvert marga sem ennþá hafa ekki hug á að ferðast. „Það sem við erum að gera, og höfum verið að gera í gegnum þennan tíma, er að fylgjast með því hvar ferðahugurinn er. Hvar fólk vill fara að gerast. Það sem hefur gerst líka eftir því sem hefur lengst í krísunni er að efnahagsástandið hefur versnað. Fólk hefur ekki jafn mikið fé á milli handanna og getur kannski síður ferðast. Þeir sem vilja ferðast verða að fá að heyra af okkur á Íslandi, hversu vel hefur gengið, hversu hreint landið er og hversu mikið pláss er hérna.“ Mikill ferðahugur sé í Þjóðverjum „Það hefur gengið vel þar og landið virðist vera að opnast. Það er mikill áhugi á Norðurlöndunum. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að íbúarnir fara frekar í frí í ágúst. Þar gætu verið spennandi tækifæri. Svo vonandi förum við að sjá á næstu dögum og vikum fleiri lönd tilkynna fyrirætlanir sínar um opnun. Þá byggist vonandi ofan á þetta, en ég spái því að þetta byrji einhvern veginn svona,“ segir Birna. Austurríki, Sviss og Belgía hafi einnig sýnt ferðalögum til Íslands mikinn áhuga. „Ég held samt að við verðum að gera okkur grein fyrir að það verða engar ferðamannatölur eins og við höfum séð á undanförnum árum, heldur snýst þetta meira um að grípa þá hópa sem eru áhugasamir um landið til að geta byrjað að byggja upp aftur.“ Ferðahugur sé einnig kominn í einhverja Íslendinga. „Við fengum töluvert af símtölum frá Íslendingum eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Það er kominn ferðahugur í marga og spenna fyrir því að eiga kannski eina ferð á planinu seint í sumar eða haust. Það er verið að spyrjast fyrir um hvert væri skynsamlegast að fara ef fólk vildi fara í frí. Íslendingar hafa áhuga að ferðast, spurningin er hvort þeir verða hérna heima eða kíki eitthvað ekkert alltof langt út fyrir landsteinana.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira