Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 18:06 Margeir Pétur Jóhannsson var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í máli þremenninganna í desember. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Alvar Óskarsson var dæmdur í sjö ára fangelsi og Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði í desember. Þeir hafa allir áfrýjað til Landsréttar og bíða þess að málið verði tekið til meðferðar þar. Sjá einnig: Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Ákæruvaldið krafðist þess að þeir sættu gæsluvarðhaldi á meðan. Því mótmæltu þremenningarnir, meðal annars með vísan til sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Landsréttur hafnaði þeim rökum og taldi ekki séð að áhrif þess ástands og smitvarnarráðstafanir á borð við takmarkanir á heimsóknum til sakborninganna væru þeim þungbærari en vænta mætti að aðrir í samfélaginu þyrftu að þola við þessar aðstæður. Þá hafi ekkert komið fram um að ekki sé hægt að tryggja öryggi mannanna eða að heilsu þeirra sé stefnt í hættu með gæsluvarðhaldinu. Staðfesti Landsréttur því gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir mönnum. Þeir þurfa því að sæta varðhaldi á meðan málið er til meðferðar en þó ekki lengur en til 7. september. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Alvar Óskarsson var dæmdur í sjö ára fangelsi og Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði í desember. Þeir hafa allir áfrýjað til Landsréttar og bíða þess að málið verði tekið til meðferðar þar. Sjá einnig: Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Ákæruvaldið krafðist þess að þeir sættu gæsluvarðhaldi á meðan. Því mótmæltu þremenningarnir, meðal annars með vísan til sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Landsréttur hafnaði þeim rökum og taldi ekki séð að áhrif þess ástands og smitvarnarráðstafanir á borð við takmarkanir á heimsóknum til sakborninganna væru þeim þungbærari en vænta mætti að aðrir í samfélaginu þyrftu að þola við þessar aðstæður. Þá hafi ekkert komið fram um að ekki sé hægt að tryggja öryggi mannanna eða að heilsu þeirra sé stefnt í hættu með gæsluvarðhaldinu. Staðfesti Landsréttur því gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir mönnum. Þeir þurfa því að sæta varðhaldi á meðan málið er til meðferðar en þó ekki lengur en til 7. september.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira