Framhaldsskóli á krossgötum – þriðji hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 12. mars 2020 08:00 Í fyrsta hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um ýmis almenn atriði sem lúta að nauðsyn þess að menntamálayfirvöld átti sig á nauðsyn breytinga á framhaldsskólastiginu og námskrá þess. Í öðrum hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um hvaða breytingar væri að mínu mati gott að gera á kjarna námsframboðs framhaldsskólastigsins. Í þessum síðasta hluta umfjöllunar minnar mun ég fjalla um þau atriði sem ég tel að hafa þurfi í huga til að auðvelda farsælar breytingar á framhaldsskólunum, auka samkeppni, tryggja framfarir og lækkun rekstrarkostnaðar. Auk þeirra atriða sem ég nefndi í fyrstu og annarri grein um breytingar sem gera þarf á nýrri námskrá, þarf að skilgreina hlutverk og starfskröfur kennara að nýju. Störf kennara verða nú að taka mið af breytingum í starfi sem koma til með tækninýjungum sem sjálfsagt er að taka upp í allri kennslu og felast m.a. í notkun nýjustu kennslustofuforrita. Þessi forrit munu einfalda námsvinnu nemenda, auka afköst þeirra og gera þá sjálfstæðari í vinnubrögðum. Jafnframt einfalda þessi forrit hlutverk kennara. Með nýtingu forritanna er auðveldara en fyrr að fylgjast með framförum hjá nemendum og sjá ef nemendur stranda í námsverkefnum. Þessi nýju forrit draga úr þörf á prófum eða gera þau óþörf með öllu. Jafnframt opna þessi forrit möguleika fyrir duglega nemendur til að auka námsafköst sín með því að ljúka einstökum námsáföngum á mun skemmri tíma en verið hefur. Ég nefndi áður að kröftuga samkeppni á milli framhaldsskóla vantaði. Mikilvægt er að ný námskrá opni betur á samkeppni á milli skóla og hvetji jafnframt til aðkomu nýrra skóla. Nú sjáum við að Hjallastefnan er að hasla sér völl í Skotlandi. Yfirvöld þar virðast ætla að taka vel á móti þessum íslensku víkingum, í það minnsta heyrist ekkert um mótmæli þarlendra vegna „innrásarinnar.“ Með sama hætti eigum við Íslendingar að taka fagnandi á móti nýjum aðilum með nýjar hugmyndir í íslenskan skólarekstur, fari svo að einhverjir sýni skólastarfi hér áhuga. Til þess að opna á möguleika nýrra aðila til að koma að skólarekstri er eðlilegt að byrja á því að bjóða út þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla þ.m.t. Menntaskóla Borgarfjarðar, Tækniskólann, Verzlunarskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og IB námið við Menntaskólann í Hamrahlíð. Fari það þannig að útboð á þessum rekstri verði ekki ofan á er önnur einfaldari leið til sem mun hvetja hratt og örugglega til framfara í öllum framhaldsskólum. Sú leið er að taka upp „ávísanakerfi“ sem felst í því að nemendur velja sér skóla að eigin ósk en ríkið greiðir með þeim eftir fyrir fram ákveðnu módeli sem þegar er til í menntamálaráðuneytinu. Þessi aðferð mun ekki aðeins hvetja til frumkvæðis í skólastarfi með aukinni samkeppni heldur einnig bæta fjárhagslegan rekstur framhaldsskólanna. Til slíks er svigrúm nú. Mér er auðvitað ljóst að hugrenningar mínar hér að framan um nauðsynlegar breytingar á framhaldsskólanum eru ekki öllum að skapi. Hér er ástæða að hafa í huga að allar róttækar breytingar eru umdeildar. Nægir hér að minna á að aðeins eru nokkur ár síðan talið var fráleitt að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum. Síðan gerðist það að einn skóli, að fenginni heimild ráðherra, tók sig til og bauð hnitmiðað nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Fyrir ríkið var námið að auki ódýrara en í öðrum skólum. Eftir að það gekk farsællega varð flestum ljóst að stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var sjálfsögð og í raun mjög einföld breyting. Hið sama mun gerast með þær róttæku breytingar sem nú verða að eiga sér stað á framhaldsskólunum. Fáum árum eftir að gefið verður „grænt ljós“ á að hrinda þeim í framkvæmd verða þær breytingar taldar jafn sjálfsagðar og stytting framhaldsskólans. Framhaldsskólinn er á krossgötum. Breytingar þola ekki bið. Mikilvægt er að yfirvöld sýni framsýni og leiði strax nauðsynlegar kerfisbreytingar til að tryggja framfarir á þessu skólastigi. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Tengdar fréttir Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. 11. mars 2020 08:00 Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. 10. mars 2020 08:00 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í fyrsta hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um ýmis almenn atriði sem lúta að nauðsyn þess að menntamálayfirvöld átti sig á nauðsyn breytinga á framhaldsskólastiginu og námskrá þess. Í öðrum hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um hvaða breytingar væri að mínu mati gott að gera á kjarna námsframboðs framhaldsskólastigsins. Í þessum síðasta hluta umfjöllunar minnar mun ég fjalla um þau atriði sem ég tel að hafa þurfi í huga til að auðvelda farsælar breytingar á framhaldsskólunum, auka samkeppni, tryggja framfarir og lækkun rekstrarkostnaðar. Auk þeirra atriða sem ég nefndi í fyrstu og annarri grein um breytingar sem gera þarf á nýrri námskrá, þarf að skilgreina hlutverk og starfskröfur kennara að nýju. Störf kennara verða nú að taka mið af breytingum í starfi sem koma til með tækninýjungum sem sjálfsagt er að taka upp í allri kennslu og felast m.a. í notkun nýjustu kennslustofuforrita. Þessi forrit munu einfalda námsvinnu nemenda, auka afköst þeirra og gera þá sjálfstæðari í vinnubrögðum. Jafnframt einfalda þessi forrit hlutverk kennara. Með nýtingu forritanna er auðveldara en fyrr að fylgjast með framförum hjá nemendum og sjá ef nemendur stranda í námsverkefnum. Þessi nýju forrit draga úr þörf á prófum eða gera þau óþörf með öllu. Jafnframt opna þessi forrit möguleika fyrir duglega nemendur til að auka námsafköst sín með því að ljúka einstökum námsáföngum á mun skemmri tíma en verið hefur. Ég nefndi áður að kröftuga samkeppni á milli framhaldsskóla vantaði. Mikilvægt er að ný námskrá opni betur á samkeppni á milli skóla og hvetji jafnframt til aðkomu nýrra skóla. Nú sjáum við að Hjallastefnan er að hasla sér völl í Skotlandi. Yfirvöld þar virðast ætla að taka vel á móti þessum íslensku víkingum, í það minnsta heyrist ekkert um mótmæli þarlendra vegna „innrásarinnar.“ Með sama hætti eigum við Íslendingar að taka fagnandi á móti nýjum aðilum með nýjar hugmyndir í íslenskan skólarekstur, fari svo að einhverjir sýni skólastarfi hér áhuga. Til þess að opna á möguleika nýrra aðila til að koma að skólarekstri er eðlilegt að byrja á því að bjóða út þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla þ.m.t. Menntaskóla Borgarfjarðar, Tækniskólann, Verzlunarskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og IB námið við Menntaskólann í Hamrahlíð. Fari það þannig að útboð á þessum rekstri verði ekki ofan á er önnur einfaldari leið til sem mun hvetja hratt og örugglega til framfara í öllum framhaldsskólum. Sú leið er að taka upp „ávísanakerfi“ sem felst í því að nemendur velja sér skóla að eigin ósk en ríkið greiðir með þeim eftir fyrir fram ákveðnu módeli sem þegar er til í menntamálaráðuneytinu. Þessi aðferð mun ekki aðeins hvetja til frumkvæðis í skólastarfi með aukinni samkeppni heldur einnig bæta fjárhagslegan rekstur framhaldsskólanna. Til slíks er svigrúm nú. Mér er auðvitað ljóst að hugrenningar mínar hér að framan um nauðsynlegar breytingar á framhaldsskólanum eru ekki öllum að skapi. Hér er ástæða að hafa í huga að allar róttækar breytingar eru umdeildar. Nægir hér að minna á að aðeins eru nokkur ár síðan talið var fráleitt að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum. Síðan gerðist það að einn skóli, að fenginni heimild ráðherra, tók sig til og bauð hnitmiðað nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Fyrir ríkið var námið að auki ódýrara en í öðrum skólum. Eftir að það gekk farsællega varð flestum ljóst að stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var sjálfsögð og í raun mjög einföld breyting. Hið sama mun gerast með þær róttæku breytingar sem nú verða að eiga sér stað á framhaldsskólunum. Fáum árum eftir að gefið verður „grænt ljós“ á að hrinda þeim í framkvæmd verða þær breytingar taldar jafn sjálfsagðar og stytting framhaldsskólans. Framhaldsskólinn er á krossgötum. Breytingar þola ekki bið. Mikilvægt er að yfirvöld sýni framsýni og leiði strax nauðsynlegar kerfisbreytingar til að tryggja framfarir á þessu skólastigi. Höfundur er skólastjóri.
Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. 11. mars 2020 08:00
Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. 10. mars 2020 08:00
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar