Boðað hefur verið til formlegs fundar í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag.
Óformlegum fundi deiluaðila lauk laust fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var þá einhver gangur kominn í viðræðurnar.
Hluthafafundur er hjá Icelandair á föstudag. Allt kapp er lagt á að ná kjarasamningum við fagstéttir félagsins áður en fundarins kemur en félagið hefur náð samningum við flugmenn og flugvirkja.
Síðasti formlegi fundur í deilu flugfreyja og Icelandair var á miðvikudaginn í síðustu viku. Honum var slitið þegar samninganefnd flugfélagsins þótti einsýnt að samningar myndu ekki nást.