Ísland á meðal þjóða sem vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. maí 2020 12:24 Forstjóri Alþjóðaheilsbrigðismálastofnunarinnar hefur hafnað gagnrýni Bandaríkjaforseta um að hafa brugðist of seint við faraldri Kórónuveirunnar. Vísir/Getty Hundrað tuttugu og tvö aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja til að uppruni og viðbrögð ríkja heims við kórónuveirunni verði rannsökuð. Ísland er á meðal þeirra landa sem kalla eftir rannsókn. Rafrænt ársþing stofnunarinnar hófst í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur til máls á þinginu og ræðir um viðbrögð Íslendinga við veirunni. Þingið þykir ekki vanalega mikill fjölmiðlaviðburður, þótt vissulega sé fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims, en í ár er það þrungið spennu og afar pólitískum undirtóni. Frá því farsóttin tók sig upp í kínversku borginni Wuhan í desembermánuði hafa 4,7 milljónir manna sýkst og um 315 þúsund látist. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu, hafa beint spjótum sínum bæði að Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Gagnrýnin felst í því að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við í upphafi, þegar hægt var að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkjaforseti hefur þá sakað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um að hlífa kínverskum stjórnvöldum um of. Upphaflega lögðu áströlsk stjórnvöld til að viðbrögð stjórnvalda í Kína yrðu rannsökuð. Stjórnvöld í Kína brugðust ekki vel við gerðu alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En nú þegar tillagan hefur hlotið aukinn stuðning í Alþjóðasamfélaginu er komið annað hljóð í strokkinn og hafa kínversk stjórnvöld sjálf jafnvel lagt nafn sitt við hana og sagt að tillagan sem 122 ríki heims hafa skrifað undir, sé allt annars eðlis og sú frá Áströlum. Ríkin hundrað tuttugu og tvö vilja hefja, sem allra fyrst, alþjóðlega og óháða rannsókn á viðbrögðum ríkja heims við farsóttinni. Mikilvægt sé að geta borið kennsl á uppruna hennar og mögulegt hlutverk hýsils í stökkbreytingu á veirunni. Utanríkismál Heilbrigðismál Bandaríkin Kína Ástralía Tengdar fréttir Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Hundrað tuttugu og tvö aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja til að uppruni og viðbrögð ríkja heims við kórónuveirunni verði rannsökuð. Ísland er á meðal þeirra landa sem kalla eftir rannsókn. Rafrænt ársþing stofnunarinnar hófst í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur til máls á þinginu og ræðir um viðbrögð Íslendinga við veirunni. Þingið þykir ekki vanalega mikill fjölmiðlaviðburður, þótt vissulega sé fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims, en í ár er það þrungið spennu og afar pólitískum undirtóni. Frá því farsóttin tók sig upp í kínversku borginni Wuhan í desembermánuði hafa 4,7 milljónir manna sýkst og um 315 þúsund látist. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu, hafa beint spjótum sínum bæði að Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Gagnrýnin felst í því að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við í upphafi, þegar hægt var að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkjaforseti hefur þá sakað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um að hlífa kínverskum stjórnvöldum um of. Upphaflega lögðu áströlsk stjórnvöld til að viðbrögð stjórnvalda í Kína yrðu rannsökuð. Stjórnvöld í Kína brugðust ekki vel við gerðu alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En nú þegar tillagan hefur hlotið aukinn stuðning í Alþjóðasamfélaginu er komið annað hljóð í strokkinn og hafa kínversk stjórnvöld sjálf jafnvel lagt nafn sitt við hana og sagt að tillagan sem 122 ríki heims hafa skrifað undir, sé allt annars eðlis og sú frá Áströlum. Ríkin hundrað tuttugu og tvö vilja hefja, sem allra fyrst, alþjóðlega og óháða rannsókn á viðbrögðum ríkja heims við farsóttinni. Mikilvægt sé að geta borið kennsl á uppruna hennar og mögulegt hlutverk hýsils í stökkbreytingu á veirunni.
Utanríkismál Heilbrigðismál Bandaríkin Kína Ástralía Tengdar fréttir Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58
Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57