Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 14:40 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs þegar hann svaraði spurningu um hvað honum fyndist um slíka gagnrýni. Þannig gagnrýndi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. „Það er algjörlega ljóst að það eru margir ekki sáttir og nákvæmlega eins og margir voru ekki sáttir hvernig við stóðum að því að eiga við þennan faraldur í upphafi, jafnt læknar sem aðrir. Þannig að ég held að það lýsi bara því að fólk hefur áhyggjur af þessum faraldri og hvernig hann muni verða,“ sagði Þórólfur sem bætti við að læknum sem og öðrum væri frjálst að vera ósáttir áður en hann fór yfir því hvaða rök lægu að baki því að opna landamærin aftur. „Menn hafa fullan rétt á því að hafa skoðanir á þessu en ég held að læknar og aðrir þurfi líka að taka tillit til þess að það þarf á einhverjum tímapunkti að opna þetta land og eins og ég hef svo sem lýst áður, hvort sem það verður núna, eftir sex mánuði eða eitt ár, þá stöndum við frammi fyrir þessari spurningu hvernig ætlum við að gera þetta,“ sagði Þórólfur. Betra væri að nýta tækifæri nú á meðan eftirspurn eftir því að koma til Íslands væri lítil. „Ég held að það sé betra að gera þetta núna á meðan það er lítil ásókn í því að komast hingað inn þannig að við fáum þjálfun og reynslu í því hvernig eigi að eiga við þetta þannig að ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta með mál,“ sagði Þórólfur. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var vísað í viðtal við Má Kristjánsson og sagt að það hafi verið í Morgunútvarpi Rásar 2, hið rétta er að það var á Morgunvaktinni á Rás 1, það hefur nú verið lagað. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs þegar hann svaraði spurningu um hvað honum fyndist um slíka gagnrýni. Þannig gagnrýndi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. „Það er algjörlega ljóst að það eru margir ekki sáttir og nákvæmlega eins og margir voru ekki sáttir hvernig við stóðum að því að eiga við þennan faraldur í upphafi, jafnt læknar sem aðrir. Þannig að ég held að það lýsi bara því að fólk hefur áhyggjur af þessum faraldri og hvernig hann muni verða,“ sagði Þórólfur sem bætti við að læknum sem og öðrum væri frjálst að vera ósáttir áður en hann fór yfir því hvaða rök lægu að baki því að opna landamærin aftur. „Menn hafa fullan rétt á því að hafa skoðanir á þessu en ég held að læknar og aðrir þurfi líka að taka tillit til þess að það þarf á einhverjum tímapunkti að opna þetta land og eins og ég hef svo sem lýst áður, hvort sem það verður núna, eftir sex mánuði eða eitt ár, þá stöndum við frammi fyrir þessari spurningu hvernig ætlum við að gera þetta,“ sagði Þórólfur. Betra væri að nýta tækifæri nú á meðan eftirspurn eftir því að koma til Íslands væri lítil. „Ég held að það sé betra að gera þetta núna á meðan það er lítil ásókn í því að komast hingað inn þannig að við fáum þjálfun og reynslu í því hvernig eigi að eiga við þetta þannig að ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta með mál,“ sagði Þórólfur. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var vísað í viðtal við Má Kristjánsson og sagt að það hafi verið í Morgunútvarpi Rásar 2, hið rétta er að það var á Morgunvaktinni á Rás 1, það hefur nú verið lagað.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira