Lýsir yfir vantrausti á Sigurð Inga og Dag vegna Sundabrautar Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2020 21:24 Vigdís Hauksdóttir var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vigdís sagði ástandið vegna Sundabrautar orðið grafalvarlegt. „Ég fór fyrir helgi upp í Gufunes til að sjá þar framkvæmdir því mér var bent á að þar væri ekki allt með felldu,“ sagði Vigdís og talaði um nýja uppbyggingu umhverfisvænna íbúða á vegum borgarinnar í Gufunesi. „Það má segja að það sé komið alveg upp að legu Sundabrautar eins og hún var skipulögð samkvæmt aðalskipulagi. Nú er Dagur og meirihlutinn í Reykjavík enn á ný að þrengja að Sundabraut þarna megin frá,“ sagði Vigdís. Gert hefur verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Lagning Sundabrautar var talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar uppbygging hófst þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. Borgarfulltrúinn rifjaði upp orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Sundabraut þegar að Kjalarnes sameinaðist Reykjavík á síðustu öld og ummæli borgarstjóra á fundi fyrir kosningar þar sem hann sagði talaði um mikilvægi Sundabrautar. Markviss skemmdarverk gerð vegna ofuráherslu á Borgarlínu „Hún hefur ekki komið. Þvert á móti hefur stefnunni hjá þessu fólki sem stýrir borginni verið breytt og hún slegin út af borðinu í skömmtum, bara hjá Reykjavíkurborg,“ segir Vigdís. „Það eru markviss skemmdarverk gerð á því af hálfu borgarstjóra og meirihlutans í borginni að Sundabraut verði aldrei að veruleika. Ástæðan er þessi ofuráhersla á borgarlínu,“ sagði borgarfulltrúinn. Vigdís sagðist þá ætla að lýsa yfir vantrausti yfir samgönguráðherra og borgarstjóra vegna málsins. Sagði Vigdís að Dagur og Sigurður væru með framgöngu sinni að bregðast þjóðinni. „Sundabraut er fyrst og fremst öryggisventill hér inn og út úr borginni. Ef einhver vá kæmi upp hér í Reykjavík er engin flóttaleið til fyrir okkur sem búum hér vesta Elliðaár. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Vigdís. „Eina vonum sem við höngum í núna er sú að vegamálastjóri sinni sínu hlutverki og grípi inn í,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík síðdegis í dag. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sundabraut Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vigdís sagði ástandið vegna Sundabrautar orðið grafalvarlegt. „Ég fór fyrir helgi upp í Gufunes til að sjá þar framkvæmdir því mér var bent á að þar væri ekki allt með felldu,“ sagði Vigdís og talaði um nýja uppbyggingu umhverfisvænna íbúða á vegum borgarinnar í Gufunesi. „Það má segja að það sé komið alveg upp að legu Sundabrautar eins og hún var skipulögð samkvæmt aðalskipulagi. Nú er Dagur og meirihlutinn í Reykjavík enn á ný að þrengja að Sundabraut þarna megin frá,“ sagði Vigdís. Gert hefur verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Lagning Sundabrautar var talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar uppbygging hófst þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. Borgarfulltrúinn rifjaði upp orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Sundabraut þegar að Kjalarnes sameinaðist Reykjavík á síðustu öld og ummæli borgarstjóra á fundi fyrir kosningar þar sem hann sagði talaði um mikilvægi Sundabrautar. Markviss skemmdarverk gerð vegna ofuráherslu á Borgarlínu „Hún hefur ekki komið. Þvert á móti hefur stefnunni hjá þessu fólki sem stýrir borginni verið breytt og hún slegin út af borðinu í skömmtum, bara hjá Reykjavíkurborg,“ segir Vigdís. „Það eru markviss skemmdarverk gerð á því af hálfu borgarstjóra og meirihlutans í borginni að Sundabraut verði aldrei að veruleika. Ástæðan er þessi ofuráhersla á borgarlínu,“ sagði borgarfulltrúinn. Vigdís sagðist þá ætla að lýsa yfir vantrausti yfir samgönguráðherra og borgarstjóra vegna málsins. Sagði Vigdís að Dagur og Sigurður væru með framgöngu sinni að bregðast þjóðinni. „Sundabraut er fyrst og fremst öryggisventill hér inn og út úr borginni. Ef einhver vá kæmi upp hér í Reykjavík er engin flóttaleið til fyrir okkur sem búum hér vesta Elliðaár. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Vigdís. „Eina vonum sem við höngum í núna er sú að vegamálastjóri sinni sínu hlutverki og grípi inn í,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík síðdegis í dag.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sundabraut Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira