Einar sakar Hjálmar um öfund og gamalkunnan æsing Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2020 12:22 Einar hefur svarað kallinu og gefur sannast sagna ekki mikið fyrir skrif Hjálmars, segir hann gleyma því að rithöfundar eru ekki fastráðnir hjá ýmsum listastofnunum eins og eigi til að mynda við um leikara og tónlistarfólk. visir/vilhelm/LHÍ Einar Kárason rithöfundur telur skrif Hjálmars H. Ragnarssonar, sem snúa að misskiptingu aukalistamannalauna, einkennast af öfund. Vísir greindi frá því í morgun að Hjálmar H. Ragnarsson, fyrrverandi rektor Listaháskólans með meiru, hafi birt grein þar sem hann gagnrýnir það harðlega að rithöfundar fái stærri sneið af þeirri köku sem er að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar til listamanna eða 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Þetta sé ekki í nokkru samræmi við það á hverjum samkomubann vegna Covid-19 hefur helst bitnað en það eru sviðslistamenn, að sögn Hjálmars. Hjálmar kom að því að útfæra starfslaunakerfið Ríkisstjórnin úthlutaði aukalega 250 milljónum til listamanna sem útdeilt er í gegnum ríkjandi listamannalaunakerfi. Hjálmar vekur einmitt athygli á því í grein sinni að hann hafi komið að því á sínum tíma að skrúfa það saman. „Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust.“ Hjálmar bendir á að fáir hafi þorað öðru en tuða vegna ofríkis rithöfunda, enda hver vilji eiga reiði pennafærra rithöfunda yfir höfði sér? En Einar, sem sjaldan lætur menn eiga nokkuð inni hjá sér, hefur nú svarað kallinu og skrifar snarpa málsgrein á sína Facebooksíðu þar sem hann fer háðuglegum orðum um skrif Hjálmars. Margugginn pirringur um meint forréttindi „Hjálmar H. Ragnarsson, sá ágæti maður og fyrrum forseti Bandalags ísl listamanna, skrifar hér langhund með gamalkunnum æsingi yfir því að fleiri mánaðarlaunum sé úthlutað úr starfslaunasjóðum til rithöfunda en til dæmis tónlistar- og sviðslistafólks,“ segir Einar. Einar gefur ekki mikið fyrir greinina, segir Hjálmar gleyma því „eins og siðvenjan er, að taka með í reikninginn að enginn rithöfundur er á föstum launum hjá opinberum menningarstofnunum, með tilheyrandi atvinnu- og tekjuöryggi, á meðan fastlaunað sviðslista- og tónlistarfólk skiptir hundruðum, hjá leikhúsum, synfó, óperu, osfrv. Þessi öfund og margtuggna pirring út í einhver forréttindi rithöfunda stenst bara enga skoðun.“ Listamannalaun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur telur skrif Hjálmars H. Ragnarssonar, sem snúa að misskiptingu aukalistamannalauna, einkennast af öfund. Vísir greindi frá því í morgun að Hjálmar H. Ragnarsson, fyrrverandi rektor Listaháskólans með meiru, hafi birt grein þar sem hann gagnrýnir það harðlega að rithöfundar fái stærri sneið af þeirri köku sem er að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar til listamanna eða 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Þetta sé ekki í nokkru samræmi við það á hverjum samkomubann vegna Covid-19 hefur helst bitnað en það eru sviðslistamenn, að sögn Hjálmars. Hjálmar kom að því að útfæra starfslaunakerfið Ríkisstjórnin úthlutaði aukalega 250 milljónum til listamanna sem útdeilt er í gegnum ríkjandi listamannalaunakerfi. Hjálmar vekur einmitt athygli á því í grein sinni að hann hafi komið að því á sínum tíma að skrúfa það saman. „Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust.“ Hjálmar bendir á að fáir hafi þorað öðru en tuða vegna ofríkis rithöfunda, enda hver vilji eiga reiði pennafærra rithöfunda yfir höfði sér? En Einar, sem sjaldan lætur menn eiga nokkuð inni hjá sér, hefur nú svarað kallinu og skrifar snarpa málsgrein á sína Facebooksíðu þar sem hann fer háðuglegum orðum um skrif Hjálmars. Margugginn pirringur um meint forréttindi „Hjálmar H. Ragnarsson, sá ágæti maður og fyrrum forseti Bandalags ísl listamanna, skrifar hér langhund með gamalkunnum æsingi yfir því að fleiri mánaðarlaunum sé úthlutað úr starfslaunasjóðum til rithöfunda en til dæmis tónlistar- og sviðslistafólks,“ segir Einar. Einar gefur ekki mikið fyrir greinina, segir Hjálmar gleyma því „eins og siðvenjan er, að taka með í reikninginn að enginn rithöfundur er á föstum launum hjá opinberum menningarstofnunum, með tilheyrandi atvinnu- og tekjuöryggi, á meðan fastlaunað sviðslista- og tónlistarfólk skiptir hundruðum, hjá leikhúsum, synfó, óperu, osfrv. Þessi öfund og margtuggna pirring út í einhver forréttindi rithöfunda stenst bara enga skoðun.“
Listamannalaun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira