„Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. maí 2020 22:00 Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir marga undanfarið hafa haft samband til að ræða fjárhagsáhyggjur. Vísir/Sigurjón Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. Síðan í mars hefur fólki sem sér fram á greiðsluerfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins verið boðið upp á að fresta afborgunum á íbúðalánum frá þremur og upp í sex mánuði. Hátt í sex þúsund hafa óskað eftir því að fresta því tímabundið að greiða af íbúðalánum sínum.Vísir/Hafsteinn Fimm þúsund og sjö hundruð manns hafa nú sótt um að fresta því að greiða af íbúðalánunum sínum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þremur stærstu lífeyrissjóðunum landsins, það er hjá Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Misjafnt er hversu stór hluti lántakenda hefur óskað eftir greiðsluhléi en hjá Arion banka eru rúmlega 11% af lánum bankans til einstaklinga í greiðslufrystingu. Fjölmargir hafa leyst út séreignasparnað Bönkunum og lífeyrissjóðum hafa borist þúsundir beiðna frá fólki sem vill leysa út séreignasparnað. Langflestir hafa viljað leysa út undir einni milljón króna en þó eru dæmi um að fólk hafi beðið um að fá meira en sex milljónir greiddar út. Þá eru líka sífellt fleiri að endurfjármagna lánin sín en allt að þriðjungur lánveitinga hjá einstökum stofnunum eru vegna endurfjármögnunar. Þurfum líka að búast við hinu versta Atvinnuleysi í lok apríl var 17,8% og margir sem sjá fram að fara á atvinnuleysisbætur á næstunni. Fjölmargir hafa því undanfarið sett sig í samband við Umboðsmann skuldara til að ræða hvernig þeir geta staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. „Þetta verður kannski hópur sem hefur aldrei áður verið í fjárhagsvanda og við þurfum að mæta þeim hópi einmitt kannski með ólíkum hætti en áður af því þetta er kreppa sem er allt öðruvísi heldur en bankahrunið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Hún segir marga hafa haft góðar tekjur hingað til og því oft mikil viðbrigði fyrir fólk að fara á atvinnuleysisbætur. „Í raun og veru að fara inn í mikla tekjulækkun og þarf að endurskipuleggja fjárhaginn og er líka búið að skipuleggja sig miðað við þær tekjur sem það hefur verið með.“ Ásta segir það geta reynt á þegar fólk lýkur uppsagnarfresti sínum og hún óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. „Ég er með þá spá að svona síðsumars og í haust að þá gæti farið að kreppa að, auðvitað verður maður alltaf að halda í bjartsýnina, en við þurfum líka að búast við hinu versta.“ Vinnumarkaður Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. Síðan í mars hefur fólki sem sér fram á greiðsluerfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins verið boðið upp á að fresta afborgunum á íbúðalánum frá þremur og upp í sex mánuði. Hátt í sex þúsund hafa óskað eftir því að fresta því tímabundið að greiða af íbúðalánum sínum.Vísir/Hafsteinn Fimm þúsund og sjö hundruð manns hafa nú sótt um að fresta því að greiða af íbúðalánunum sínum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þremur stærstu lífeyrissjóðunum landsins, það er hjá Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Misjafnt er hversu stór hluti lántakenda hefur óskað eftir greiðsluhléi en hjá Arion banka eru rúmlega 11% af lánum bankans til einstaklinga í greiðslufrystingu. Fjölmargir hafa leyst út séreignasparnað Bönkunum og lífeyrissjóðum hafa borist þúsundir beiðna frá fólki sem vill leysa út séreignasparnað. Langflestir hafa viljað leysa út undir einni milljón króna en þó eru dæmi um að fólk hafi beðið um að fá meira en sex milljónir greiddar út. Þá eru líka sífellt fleiri að endurfjármagna lánin sín en allt að þriðjungur lánveitinga hjá einstökum stofnunum eru vegna endurfjármögnunar. Þurfum líka að búast við hinu versta Atvinnuleysi í lok apríl var 17,8% og margir sem sjá fram að fara á atvinnuleysisbætur á næstunni. Fjölmargir hafa því undanfarið sett sig í samband við Umboðsmann skuldara til að ræða hvernig þeir geta staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. „Þetta verður kannski hópur sem hefur aldrei áður verið í fjárhagsvanda og við þurfum að mæta þeim hópi einmitt kannski með ólíkum hætti en áður af því þetta er kreppa sem er allt öðruvísi heldur en bankahrunið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Hún segir marga hafa haft góðar tekjur hingað til og því oft mikil viðbrigði fyrir fólk að fara á atvinnuleysisbætur. „Í raun og veru að fara inn í mikla tekjulækkun og þarf að endurskipuleggja fjárhaginn og er líka búið að skipuleggja sig miðað við þær tekjur sem það hefur verið með.“ Ásta segir það geta reynt á þegar fólk lýkur uppsagnarfresti sínum og hún óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. „Ég er með þá spá að svona síðsumars og í haust að þá gæti farið að kreppa að, auðvitað verður maður alltaf að halda í bjartsýnina, en við þurfum líka að búast við hinu versta.“
Vinnumarkaður Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira