Annar maðurinn sem læknaðist af HIV vill verða sendiherra vonar Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 13:57 Aðeins tveir menn hafa verið læknaðir af HIV. Vísir/Getty Aðeins tveir menn hafa læknast af HIV veirunni svo vitað sé. Sá fyrsti gerði það árið 2011 en Adam Castillejo hefur ekki tekið lyf við HIV í rúma 30 mánuði eftir að hann læknaðist. Hann læknaðist þó ekki af lyfjum við HIV heldur í gegnum krabbameinsmeðferð. Castillejo gekkst undir beinmergsskipti sem læknuðu hann bæði af krabbamein og eyðni. Sá sem gaf beinmerginn bjó yfir sjaldgæfu geni sem veitir viðkomandi, og nú Castillejo, vörn gegn HIV. Árið 2011 var því lýst yfir að Timothy Brown væri sá fyrsti sem læknaðist hefði af HIV. Hann hafði þá gengið í gegnum svipaða meðferð og Castillejo. Lesa má ítarlega grein um lækningu Castillejo hér að neðan. Sjá einnig: Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Í viðtali við New York Times segir Castillejo að hann vilji vera sendiherra vonar og því hafi hann ákveðið að stíga fram. Hann greindist með HIV árið 2003, þegar hann var einungis 23 ára gamall. Með lyfjum tókst honum að halda sjúkdóminum í skefjum, þar til árið 2011 þegar hann greindist með fjórða stigs krabbamein. Castillejo segir frá því að hann hafi tekið greiningunni sem dauðadómi, þó lyf hafi skánað til muna, og það hafi verið gífurlega erfið lífsreynsla. Þá reynslu hafi hann þó endurlifað 2011 þegar hann greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Annan dauðadóm. Við tók löng lyfjameðferð þar til Castillejo var tilkynnt um vorið 2015 að hann myndi ekki lifa fram að jólum. Vinur Castillejo leitaði lausna á netinu og fann lækninn Ian Gabriel, sem sérhæfir sig í beinmergsskiptum á krabbameinssjúklingum og sömuleiðis fólki með eyðni. Castillejo er upprunalega frá Venesúela en faðir hans var af spænskum og hollenskum uppruna. Sem virðist hafa verið til happs, því leit að merggjafa gekk tiltölulega fljótt fyrir sig. Strax um haustið 2015 tilkynnti Gabriel að merggjafi hefði fundist. Aðgerðin sjálf fór svo fram í maí 2016 en raunum Castillejo var þó ekki lokið. Hann misst tugi kílóa og var í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þar fékk hann ýmsar sýkingar og gekkst undir fleiri aðgerðir. Allt fór þó á besta veg og þegar Castillejo var búinn að ná sér og kominn aftur í þokkalegt form, tók hann þá ákvörðun að hætta að taka HIV lyfin sín. Þannig gæti hann séð hvort hann væri laus við veiruna. Hann tók síðasta lyfjaskammtinn í október 2017 og sautján mánuðum síðar tilkynntu læknar hans að Castillejo væri læknaður af eyðni. Mjög ólíklegt er að þessi aðgerð gæti nýst fjölda fólks. Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Bretland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Aðeins tveir menn hafa læknast af HIV veirunni svo vitað sé. Sá fyrsti gerði það árið 2011 en Adam Castillejo hefur ekki tekið lyf við HIV í rúma 30 mánuði eftir að hann læknaðist. Hann læknaðist þó ekki af lyfjum við HIV heldur í gegnum krabbameinsmeðferð. Castillejo gekkst undir beinmergsskipti sem læknuðu hann bæði af krabbamein og eyðni. Sá sem gaf beinmerginn bjó yfir sjaldgæfu geni sem veitir viðkomandi, og nú Castillejo, vörn gegn HIV. Árið 2011 var því lýst yfir að Timothy Brown væri sá fyrsti sem læknaðist hefði af HIV. Hann hafði þá gengið í gegnum svipaða meðferð og Castillejo. Lesa má ítarlega grein um lækningu Castillejo hér að neðan. Sjá einnig: Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Í viðtali við New York Times segir Castillejo að hann vilji vera sendiherra vonar og því hafi hann ákveðið að stíga fram. Hann greindist með HIV árið 2003, þegar hann var einungis 23 ára gamall. Með lyfjum tókst honum að halda sjúkdóminum í skefjum, þar til árið 2011 þegar hann greindist með fjórða stigs krabbamein. Castillejo segir frá því að hann hafi tekið greiningunni sem dauðadómi, þó lyf hafi skánað til muna, og það hafi verið gífurlega erfið lífsreynsla. Þá reynslu hafi hann þó endurlifað 2011 þegar hann greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Annan dauðadóm. Við tók löng lyfjameðferð þar til Castillejo var tilkynnt um vorið 2015 að hann myndi ekki lifa fram að jólum. Vinur Castillejo leitaði lausna á netinu og fann lækninn Ian Gabriel, sem sérhæfir sig í beinmergsskiptum á krabbameinssjúklingum og sömuleiðis fólki með eyðni. Castillejo er upprunalega frá Venesúela en faðir hans var af spænskum og hollenskum uppruna. Sem virðist hafa verið til happs, því leit að merggjafa gekk tiltölulega fljótt fyrir sig. Strax um haustið 2015 tilkynnti Gabriel að merggjafi hefði fundist. Aðgerðin sjálf fór svo fram í maí 2016 en raunum Castillejo var þó ekki lokið. Hann misst tugi kílóa og var í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þar fékk hann ýmsar sýkingar og gekkst undir fleiri aðgerðir. Allt fór þó á besta veg og þegar Castillejo var búinn að ná sér og kominn aftur í þokkalegt form, tók hann þá ákvörðun að hætta að taka HIV lyfin sín. Þannig gæti hann séð hvort hann væri laus við veiruna. Hann tók síðasta lyfjaskammtinn í október 2017 og sautján mánuðum síðar tilkynntu læknar hans að Castillejo væri læknaður af eyðni. Mjög ólíklegt er að þessi aðgerð gæti nýst fjölda fólks.
Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Bretland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira