Wenger vill hætta með janúargluggann Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 20:00 Arsene Wenger. Mynd/NordicPhotos/Getty Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar. Wenger ræddi við Mirror um breytingar sem gætu orðið á fótboltanum eftir að heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir róast. Hann segir að ein leiðin væri að hætta með janúarglugann þar sem peningarnir verða væntanlega minni og leikmennirnir gefist allt of fljótt upp. „Ég vil taka út janúargluggann. Stjórarnir geta ekki ráðið vel við hann. Í október þegar leikmaður er ekki að spila, reynir hann að finna eitthvað annað og bíður þangað til í janúar og fer. Hann er ekki tilbúinn í að leggja sig fram og gefst upp,“ sagði Wenger við Mirror. Arsene Wenger calls for the January transfer window to be SCRAPPED because out-of-favour players 'give up' https://t.co/V7H00zHMcp— MailOnline Sport (@MailSport) May 20, 2020 Í viðtalinu ræddi Wenger einnig um laun til umboðsmanna og hann segir að þau hafi rokið upp úr öllu valdi. „Þegar Marc Roger og Jean-Francois Larios tryggðu að Patrick Viera kæmi til Arsenal árið 1996 þegar hann var nálægt því að ganga í raðir Ajax, þá borgaði ég þeim glaður. En þegar ég borga umboðsmanni þegar leikmaður framlengir samning sinn - er ég ekki viss um að hann hafi gert mikið.“ „Það sem truflar mig er að umboðsmaðurinn getur grætt á báðum félögum; liðinu sem selur leikmanninn og kaupir hann,“ sagði Wenger og bætti við því að aftur yrði tekið upp svokallað leyfiskerfi hvað varðar umboðsmenn. Fótbolti FIFA Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar. Wenger ræddi við Mirror um breytingar sem gætu orðið á fótboltanum eftir að heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir róast. Hann segir að ein leiðin væri að hætta með janúarglugann þar sem peningarnir verða væntanlega minni og leikmennirnir gefist allt of fljótt upp. „Ég vil taka út janúargluggann. Stjórarnir geta ekki ráðið vel við hann. Í október þegar leikmaður er ekki að spila, reynir hann að finna eitthvað annað og bíður þangað til í janúar og fer. Hann er ekki tilbúinn í að leggja sig fram og gefst upp,“ sagði Wenger við Mirror. Arsene Wenger calls for the January transfer window to be SCRAPPED because out-of-favour players 'give up' https://t.co/V7H00zHMcp— MailOnline Sport (@MailSport) May 20, 2020 Í viðtalinu ræddi Wenger einnig um laun til umboðsmanna og hann segir að þau hafi rokið upp úr öllu valdi. „Þegar Marc Roger og Jean-Francois Larios tryggðu að Patrick Viera kæmi til Arsenal árið 1996 þegar hann var nálægt því að ganga í raðir Ajax, þá borgaði ég þeim glaður. En þegar ég borga umboðsmanni þegar leikmaður framlengir samning sinn - er ég ekki viss um að hann hafi gert mikið.“ „Það sem truflar mig er að umboðsmaðurinn getur grætt á báðum félögum; liðinu sem selur leikmanninn og kaupir hann,“ sagði Wenger og bætti við því að aftur yrði tekið upp svokallað leyfiskerfi hvað varðar umboðsmenn.
Fótbolti FIFA Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira