Kyle Walker sá eini sem hefur haldið hreinu gegn Atalanta í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2020 11:30 Kyle Walker sýndi góða takta í marki Manchester City gegn Atalanta í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty Kyle Walker, hægri bakvörður Manchester City, er eini markvörðurinn sem hefur ekki fengið á sig mark gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í vetur. Atalanta tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn með 3-4 sigri á Valencia á Mestalla í gær. Ítalska liðið vann einvígið 8-4 samanlagt. Josip Ilicic skoraði öll fjögur mörk Atalanta í leiknum í gær og alls fimm af átta mörkum liðsins í einvíginu gegn Valencia. Atalanta hefur samtals skorað 16 mörk í átta leikjum í Meistaradeildinni í vetur. Ítalska liðið hefur skorað framhjá öllum markvörðum sem það hefur mætt í Meistaradeildinni nema Walker sem er ekki þekktur fyrir hæfileika sína sem markvörður. Walker lék síðustu mínúturnar í marki City í 1-1 jafntefli við Atalanta í fjórðu umferð riðlakeppninnar. Þegar níu mínútur voru eftir af leiknum fékk Claudio Bravo rauða spjaldið fyrir brot á Ilicic. Bravo hafði komið inn á sem varamaður fyrir Ederson þegar sá síðarnefndi fór meiddur af velli í hálfleik. City þurfti því markvörð og Walker var settur í verkið. Hann klæddi sig í markvarðabúning og markmannshanska og stóð á milli stanganna síðustu mínútur leiksins. Walker stóð sig vel í marki City og hélt hreinu. Walker tókst því það sem Ederson, Bravo, Andriy Pyatov, Dominik Livakovic, Jaume Doménech og Jasper Cillesen mistókst; að halda hreinu gegn Atalanta í Meistaradeildinni í vetur. Kyle Walker is the ONLY 'goalkeeper' to prevent Atalanta scoring in the Champions League this season pic.twitter.com/5RoYWG2Tt0— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 10, 2020 Mörkin úr 3-4 sigri Atalanta á Valencia í gær má sjá hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markasúpa fyrir luktum dyrum á Spáni er Atalanta komst áfram Sjö mörk voru skoruð í seinni leik Valencia og Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 10. mars 2020 22:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Kyle Walker, hægri bakvörður Manchester City, er eini markvörðurinn sem hefur ekki fengið á sig mark gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í vetur. Atalanta tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn með 3-4 sigri á Valencia á Mestalla í gær. Ítalska liðið vann einvígið 8-4 samanlagt. Josip Ilicic skoraði öll fjögur mörk Atalanta í leiknum í gær og alls fimm af átta mörkum liðsins í einvíginu gegn Valencia. Atalanta hefur samtals skorað 16 mörk í átta leikjum í Meistaradeildinni í vetur. Ítalska liðið hefur skorað framhjá öllum markvörðum sem það hefur mætt í Meistaradeildinni nema Walker sem er ekki þekktur fyrir hæfileika sína sem markvörður. Walker lék síðustu mínúturnar í marki City í 1-1 jafntefli við Atalanta í fjórðu umferð riðlakeppninnar. Þegar níu mínútur voru eftir af leiknum fékk Claudio Bravo rauða spjaldið fyrir brot á Ilicic. Bravo hafði komið inn á sem varamaður fyrir Ederson þegar sá síðarnefndi fór meiddur af velli í hálfleik. City þurfti því markvörð og Walker var settur í verkið. Hann klæddi sig í markvarðabúning og markmannshanska og stóð á milli stanganna síðustu mínútur leiksins. Walker stóð sig vel í marki City og hélt hreinu. Walker tókst því það sem Ederson, Bravo, Andriy Pyatov, Dominik Livakovic, Jaume Doménech og Jasper Cillesen mistókst; að halda hreinu gegn Atalanta í Meistaradeildinni í vetur. Kyle Walker is the ONLY 'goalkeeper' to prevent Atalanta scoring in the Champions League this season pic.twitter.com/5RoYWG2Tt0— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 10, 2020 Mörkin úr 3-4 sigri Atalanta á Valencia í gær má sjá hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markasúpa fyrir luktum dyrum á Spáni er Atalanta komst áfram Sjö mörk voru skoruð í seinni leik Valencia og Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 10. mars 2020 22:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Markasúpa fyrir luktum dyrum á Spáni er Atalanta komst áfram Sjö mörk voru skoruð í seinni leik Valencia og Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 10. mars 2020 22:00