Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 11:00 Maguire er ángæður með að æfingar séu farnar aftur af stað. Laurence Griffiths/Getty Images Ensk yfirvöld hafa slakað á fjöldatakmörkunum þar í landi undanfarna daga og þýðir það að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar mega nú æfa í litlum hópum. Sky Sports ræddi við Harry Maguire um endurkomuna en hann segir að sér hafi liðið mjög vel en leikmenn voru skimaðir fyrir veirunni þegar þeir snéru aftur. Eru liðin í „fasa eitt“ og ef allt gengur að óskum geta þau hafið æfingar í stærri hópum innan tíðar. Alls greindust sex með kórónuveiruna af þeim 747 sem voru skimaðir. Ekki er endilega um að ræða leikmenn en þjálfarar og starfsfólk var einnig skimað. Leikmenn Man Utd snéru aftur á Carrington, æfingasvæði félagsins, í gær – tveimur mánuðum eftir að liðið lék síðast leik – og þó æfingin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði þá var Maguire sáttur með að vera kominn aftur á grasið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar í dag en það virðist allt vera mjög öruggt og allir eru að fara eftir fyrirmælum, svo lengi sem það heldur áfram þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Maguire meðal annars. Þá segir hann að það sé mun minna af fólki á æfingavæðinu en venjulega og liðið æfi í fjögurra manna hópum með einn þjálfara. Enjoy seeing today's training pics? @HarryMaguire93 lifts the lid on #MUFC's first day back — Manchester United (@ManUtd) May 20, 2020 Troy Deeney, fyrirliði Watford, mætti ekki til æfinga í gær en hann á ungan son sem hefur glímt við öndunarörðugleika. Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sagðist skilja ákvörðun Deeney er hann ræddi við Sky í gær. Einn leikmaður Watford greindist með kórónuveiruna á dögunum sem og tveir starfsmenn félagsins. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og starfsmaður Sky í dag, er ekki á þeim buxunum og gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga í gær. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Ensk yfirvöld hafa slakað á fjöldatakmörkunum þar í landi undanfarna daga og þýðir það að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar mega nú æfa í litlum hópum. Sky Sports ræddi við Harry Maguire um endurkomuna en hann segir að sér hafi liðið mjög vel en leikmenn voru skimaðir fyrir veirunni þegar þeir snéru aftur. Eru liðin í „fasa eitt“ og ef allt gengur að óskum geta þau hafið æfingar í stærri hópum innan tíðar. Alls greindust sex með kórónuveiruna af þeim 747 sem voru skimaðir. Ekki er endilega um að ræða leikmenn en þjálfarar og starfsfólk var einnig skimað. Leikmenn Man Utd snéru aftur á Carrington, æfingasvæði félagsins, í gær – tveimur mánuðum eftir að liðið lék síðast leik – og þó æfingin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði þá var Maguire sáttur með að vera kominn aftur á grasið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar í dag en það virðist allt vera mjög öruggt og allir eru að fara eftir fyrirmælum, svo lengi sem það heldur áfram þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Maguire meðal annars. Þá segir hann að það sé mun minna af fólki á æfingavæðinu en venjulega og liðið æfi í fjögurra manna hópum með einn þjálfara. Enjoy seeing today's training pics? @HarryMaguire93 lifts the lid on #MUFC's first day back — Manchester United (@ManUtd) May 20, 2020 Troy Deeney, fyrirliði Watford, mætti ekki til æfinga í gær en hann á ungan son sem hefur glímt við öndunarörðugleika. Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sagðist skilja ákvörðun Deeney er hann ræddi við Sky í gær. Einn leikmaður Watford greindist með kórónuveiruna á dögunum sem og tveir starfsmenn félagsins. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og starfsmaður Sky í dag, er ekki á þeim buxunum og gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga í gær.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu