Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 11:00 Maguire er ángæður með að æfingar séu farnar aftur af stað. Laurence Griffiths/Getty Images Ensk yfirvöld hafa slakað á fjöldatakmörkunum þar í landi undanfarna daga og þýðir það að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar mega nú æfa í litlum hópum. Sky Sports ræddi við Harry Maguire um endurkomuna en hann segir að sér hafi liðið mjög vel en leikmenn voru skimaðir fyrir veirunni þegar þeir snéru aftur. Eru liðin í „fasa eitt“ og ef allt gengur að óskum geta þau hafið æfingar í stærri hópum innan tíðar. Alls greindust sex með kórónuveiruna af þeim 747 sem voru skimaðir. Ekki er endilega um að ræða leikmenn en þjálfarar og starfsfólk var einnig skimað. Leikmenn Man Utd snéru aftur á Carrington, æfingasvæði félagsins, í gær – tveimur mánuðum eftir að liðið lék síðast leik – og þó æfingin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði þá var Maguire sáttur með að vera kominn aftur á grasið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar í dag en það virðist allt vera mjög öruggt og allir eru að fara eftir fyrirmælum, svo lengi sem það heldur áfram þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Maguire meðal annars. Þá segir hann að það sé mun minna af fólki á æfingavæðinu en venjulega og liðið æfi í fjögurra manna hópum með einn þjálfara. Enjoy seeing today's training pics? @HarryMaguire93 lifts the lid on #MUFC's first day back — Manchester United (@ManUtd) May 20, 2020 Troy Deeney, fyrirliði Watford, mætti ekki til æfinga í gær en hann á ungan son sem hefur glímt við öndunarörðugleika. Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sagðist skilja ákvörðun Deeney er hann ræddi við Sky í gær. Einn leikmaður Watford greindist með kórónuveiruna á dögunum sem og tveir starfsmenn félagsins. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og starfsmaður Sky í dag, er ekki á þeim buxunum og gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga í gær. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Ensk yfirvöld hafa slakað á fjöldatakmörkunum þar í landi undanfarna daga og þýðir það að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar mega nú æfa í litlum hópum. Sky Sports ræddi við Harry Maguire um endurkomuna en hann segir að sér hafi liðið mjög vel en leikmenn voru skimaðir fyrir veirunni þegar þeir snéru aftur. Eru liðin í „fasa eitt“ og ef allt gengur að óskum geta þau hafið æfingar í stærri hópum innan tíðar. Alls greindust sex með kórónuveiruna af þeim 747 sem voru skimaðir. Ekki er endilega um að ræða leikmenn en þjálfarar og starfsfólk var einnig skimað. Leikmenn Man Utd snéru aftur á Carrington, æfingasvæði félagsins, í gær – tveimur mánuðum eftir að liðið lék síðast leik – og þó æfingin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði þá var Maguire sáttur með að vera kominn aftur á grasið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar í dag en það virðist allt vera mjög öruggt og allir eru að fara eftir fyrirmælum, svo lengi sem það heldur áfram þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Maguire meðal annars. Þá segir hann að það sé mun minna af fólki á æfingavæðinu en venjulega og liðið æfi í fjögurra manna hópum með einn þjálfara. Enjoy seeing today's training pics? @HarryMaguire93 lifts the lid on #MUFC's first day back — Manchester United (@ManUtd) May 20, 2020 Troy Deeney, fyrirliði Watford, mætti ekki til æfinga í gær en hann á ungan son sem hefur glímt við öndunarörðugleika. Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sagðist skilja ákvörðun Deeney er hann ræddi við Sky í gær. Einn leikmaður Watford greindist með kórónuveiruna á dögunum sem og tveir starfsmenn félagsins. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og starfsmaður Sky í dag, er ekki á þeim buxunum og gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga í gær.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14