Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 11:00 Maguire er ángæður með að æfingar séu farnar aftur af stað. Laurence Griffiths/Getty Images Ensk yfirvöld hafa slakað á fjöldatakmörkunum þar í landi undanfarna daga og þýðir það að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar mega nú æfa í litlum hópum. Sky Sports ræddi við Harry Maguire um endurkomuna en hann segir að sér hafi liðið mjög vel en leikmenn voru skimaðir fyrir veirunni þegar þeir snéru aftur. Eru liðin í „fasa eitt“ og ef allt gengur að óskum geta þau hafið æfingar í stærri hópum innan tíðar. Alls greindust sex með kórónuveiruna af þeim 747 sem voru skimaðir. Ekki er endilega um að ræða leikmenn en þjálfarar og starfsfólk var einnig skimað. Leikmenn Man Utd snéru aftur á Carrington, æfingasvæði félagsins, í gær – tveimur mánuðum eftir að liðið lék síðast leik – og þó æfingin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði þá var Maguire sáttur með að vera kominn aftur á grasið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar í dag en það virðist allt vera mjög öruggt og allir eru að fara eftir fyrirmælum, svo lengi sem það heldur áfram þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Maguire meðal annars. Þá segir hann að það sé mun minna af fólki á æfingavæðinu en venjulega og liðið æfi í fjögurra manna hópum með einn þjálfara. Enjoy seeing today's training pics? @HarryMaguire93 lifts the lid on #MUFC's first day back — Manchester United (@ManUtd) May 20, 2020 Troy Deeney, fyrirliði Watford, mætti ekki til æfinga í gær en hann á ungan son sem hefur glímt við öndunarörðugleika. Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sagðist skilja ákvörðun Deeney er hann ræddi við Sky í gær. Einn leikmaður Watford greindist með kórónuveiruna á dögunum sem og tveir starfsmenn félagsins. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og starfsmaður Sky í dag, er ekki á þeim buxunum og gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga í gær. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Ensk yfirvöld hafa slakað á fjöldatakmörkunum þar í landi undanfarna daga og þýðir það að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar mega nú æfa í litlum hópum. Sky Sports ræddi við Harry Maguire um endurkomuna en hann segir að sér hafi liðið mjög vel en leikmenn voru skimaðir fyrir veirunni þegar þeir snéru aftur. Eru liðin í „fasa eitt“ og ef allt gengur að óskum geta þau hafið æfingar í stærri hópum innan tíðar. Alls greindust sex með kórónuveiruna af þeim 747 sem voru skimaðir. Ekki er endilega um að ræða leikmenn en þjálfarar og starfsfólk var einnig skimað. Leikmenn Man Utd snéru aftur á Carrington, æfingasvæði félagsins, í gær – tveimur mánuðum eftir að liðið lék síðast leik – og þó æfingin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði þá var Maguire sáttur með að vera kominn aftur á grasið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar í dag en það virðist allt vera mjög öruggt og allir eru að fara eftir fyrirmælum, svo lengi sem það heldur áfram þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Maguire meðal annars. Þá segir hann að það sé mun minna af fólki á æfingavæðinu en venjulega og liðið æfi í fjögurra manna hópum með einn þjálfara. Enjoy seeing today's training pics? @HarryMaguire93 lifts the lid on #MUFC's first day back — Manchester United (@ManUtd) May 20, 2020 Troy Deeney, fyrirliði Watford, mætti ekki til æfinga í gær en hann á ungan son sem hefur glímt við öndunarörðugleika. Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sagðist skilja ákvörðun Deeney er hann ræddi við Sky í gær. Einn leikmaður Watford greindist með kórónuveiruna á dögunum sem og tveir starfsmenn félagsins. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og starfsmaður Sky í dag, er ekki á þeim buxunum og gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga í gær.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14