Kársnesskóla lokað vegna verkfalls Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:17 Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, var við þrif á matsal skólans nú í hádeginu. Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björg Baldursdóttir skólastjóri, sendi foreldrum barna í skólanum. Skólaliðar í Eflingu sjá um ræstingu í Kársnesskóla og hefur verkfall þeirra staðið yfir síðan á hádegi á mánudaginn. Segir í tilkynningunni að nú sé svo komið að þrif í skólanum séu að verða ófullnægjandi og því verði að grípa til lokunar. Frístundin og félagsmiðstöðin verða einnig lokaðar meðan á þessu stendur en nemendur í níunda bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun. Í tilkynningunni kemur fram að skólastjóri muni sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftökunnar og þegar náðist í Björgu nú fyrir skömmu var hún einmitt í miðjum þrifum á matsal skólans. "Það er auðvitað óöryggi í öllum" „Fólk er ótrúlega skilningsríkt og veit að við leikum okkur ekki að þessu,“ segir Björg. „Við héldum skólanum opnum og gerum það út daginn í dag en þetta gengur ekki svona lengur. Með kórónuveirufaraldurinn í gangi ofan á allt saman er illmögulegt að halda skólanum opnum lengur. Fólk tekur þessu vel en það er auðvitað óöryggi í öllum vegna faraldursins, ekki bara vegna verkfallanna.“ Björg segir börnin verða send heim með námsgögn og að foreldrar muni fá skilaboð frá kennurum svo hægt verði að halda uppi einhvers konar námi heima við. „Svo börnin geti viðhaldið lestrinum svo dæmi sé tekið,“ segir Björg. Hún minnir á að þegar verkfalli ljúki þurfi að gefa skólaliðum tíma til að ræsta skólann. „Tilkynningar um opnun skólans verða sendar út um leið og samningar nást og við vonum bara að það verði sem fyrst.“ Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: Frá skólastjóra Kársnesskóla til foreldra. Ágætu foreldrar Eins og upplýst hefur verið um sjá skólaliðar í Eflingu um ræstingu í skólanum. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og nú er svo komið að þrif í skólanum eru að verða ófullnægjandi. Því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður kennslu í skólanum á morgun fimmtudag og þar til samningar nást. Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun fimmtudag og mun skólastjóri sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftöku. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt lokuð meðan á þessu stendur. Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst. Frístund verður opin út daginn í dag en ef foreldrar hafa tök á er mælst til þess að foreldrar sæki börnin sín fyrr og láti þá Vinahól vita ef þið sækið þau beint úr skólanum. Svo vonumst við til að verkfall leysist sem allra fyrst. Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björg Baldursdóttir skólastjóri, sendi foreldrum barna í skólanum. Skólaliðar í Eflingu sjá um ræstingu í Kársnesskóla og hefur verkfall þeirra staðið yfir síðan á hádegi á mánudaginn. Segir í tilkynningunni að nú sé svo komið að þrif í skólanum séu að verða ófullnægjandi og því verði að grípa til lokunar. Frístundin og félagsmiðstöðin verða einnig lokaðar meðan á þessu stendur en nemendur í níunda bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun. Í tilkynningunni kemur fram að skólastjóri muni sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftökunnar og þegar náðist í Björgu nú fyrir skömmu var hún einmitt í miðjum þrifum á matsal skólans. "Það er auðvitað óöryggi í öllum" „Fólk er ótrúlega skilningsríkt og veit að við leikum okkur ekki að þessu,“ segir Björg. „Við héldum skólanum opnum og gerum það út daginn í dag en þetta gengur ekki svona lengur. Með kórónuveirufaraldurinn í gangi ofan á allt saman er illmögulegt að halda skólanum opnum lengur. Fólk tekur þessu vel en það er auðvitað óöryggi í öllum vegna faraldursins, ekki bara vegna verkfallanna.“ Björg segir börnin verða send heim með námsgögn og að foreldrar muni fá skilaboð frá kennurum svo hægt verði að halda uppi einhvers konar námi heima við. „Svo börnin geti viðhaldið lestrinum svo dæmi sé tekið,“ segir Björg. Hún minnir á að þegar verkfalli ljúki þurfi að gefa skólaliðum tíma til að ræsta skólann. „Tilkynningar um opnun skólans verða sendar út um leið og samningar nást og við vonum bara að það verði sem fyrst.“ Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: Frá skólastjóra Kársnesskóla til foreldra. Ágætu foreldrar Eins og upplýst hefur verið um sjá skólaliðar í Eflingu um ræstingu í skólanum. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og nú er svo komið að þrif í skólanum eru að verða ófullnægjandi. Því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður kennslu í skólanum á morgun fimmtudag og þar til samningar nást. Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun fimmtudag og mun skólastjóri sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftöku. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt lokuð meðan á þessu stendur. Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst. Frístund verður opin út daginn í dag en ef foreldrar hafa tök á er mælst til þess að foreldrar sæki börnin sín fyrr og láti þá Vinahól vita ef þið sækið þau beint úr skólanum. Svo vonumst við til að verkfall leysist sem allra fyrst.
Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira