Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 10:59 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. vísir/ktd Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Stefnt sé að því að Íslendingar geti sótt ökuskírteinin í símann sinn í sumar. Frekari stafrænar breytingar á stjórnsýslunni eru jafnframt í pípunum. Vigdís Jóhannesdóttir var á dögunum valin úr hópi 116 umsækjenda um markaðsstjórastöðu hjá Stafrænu Íslandi. Ætlunarverk þess er að koma öllum samskiptum hins opinbera á stafrænt form, í takti við fyrirætlanir stjórnvalda. Sú vinna sé þegar hafin en að mati Vigdísar hefur kórónuveiran ýtt undir þá þróun, eins og á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fjarvinna er víða í fyrirrúmi. Vigdís ræddi nýju stöðuna og vinnuna framundan í Bítinu í morgun. Þar lagði hún ríka áherslu á vefsíðuna Island.is, sem verður þungamiðjan í tæknivæðingunni sem fyrirhuguð er. Þar verði hægt að nálgast hin ýmsu plögg og skjöl, auk þess að framkvæma rafrænar undirskriftir hjá opinberum stofnunum. Aðspurð um hverju standi til að koma yfir á stafrænt form nefnir Vigdís t.a.m. að rafrænar undirskriftir við fasteignaviðskipti séu til skoðunar. Þá sé jafnframt verið að athuga hvernig hægt sé að gera þinglýsingar stafrænni. Margar hverjar séu mjög almennar og þurfi bara undirskrift en aðrar eru flóknari úrlausnar. Sem fyrr segir er þó ætlun stjórnvalda að öll samskipti þess verði stafræn. Þá nefndi Vigdís jafnframt að vinna við stafræn ökuskírteini sé vel á veg komin en dómsmálaráðherra greindi frá því í upphafi árs að þau væru væntanleg. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tilbúið með vorinu en Vigdís segir að nú fari þetta „bara að bresta á.“ Stefnan sé sett á sumarið. Unnið sé hörðum höndum að því að ökuskírteini verði aðgengileg í snjallsímum. Fólk muni nálgast þau inni á Ísland.is og setji ökuskírteinin í „veskið“ í símanum, ekki ósvipað og gert er með greiðslukort og farsíma. Ökuskírteinið sé alþjóðlegt en Vigdís segist þó ekki geta lofað því að öll löggæsluyfirvöld telji það fullgilt. Því sé öruggara að taka hefðbundið ökuskírteini með sér þegar ferðast er um heiminn. Viðtalið við Vigdísi má heyra í spilaranum ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá viðbrögð vegfarenda þegar fréttastofan spurði þá um stafræn ökuskírteini í upphafi árs. Stjórnsýsla Samgöngur Tækni Bítið Tengdar fréttir Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Stefnt sé að því að Íslendingar geti sótt ökuskírteinin í símann sinn í sumar. Frekari stafrænar breytingar á stjórnsýslunni eru jafnframt í pípunum. Vigdís Jóhannesdóttir var á dögunum valin úr hópi 116 umsækjenda um markaðsstjórastöðu hjá Stafrænu Íslandi. Ætlunarverk þess er að koma öllum samskiptum hins opinbera á stafrænt form, í takti við fyrirætlanir stjórnvalda. Sú vinna sé þegar hafin en að mati Vigdísar hefur kórónuveiran ýtt undir þá þróun, eins og á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fjarvinna er víða í fyrirrúmi. Vigdís ræddi nýju stöðuna og vinnuna framundan í Bítinu í morgun. Þar lagði hún ríka áherslu á vefsíðuna Island.is, sem verður þungamiðjan í tæknivæðingunni sem fyrirhuguð er. Þar verði hægt að nálgast hin ýmsu plögg og skjöl, auk þess að framkvæma rafrænar undirskriftir hjá opinberum stofnunum. Aðspurð um hverju standi til að koma yfir á stafrænt form nefnir Vigdís t.a.m. að rafrænar undirskriftir við fasteignaviðskipti séu til skoðunar. Þá sé jafnframt verið að athuga hvernig hægt sé að gera þinglýsingar stafrænni. Margar hverjar séu mjög almennar og þurfi bara undirskrift en aðrar eru flóknari úrlausnar. Sem fyrr segir er þó ætlun stjórnvalda að öll samskipti þess verði stafræn. Þá nefndi Vigdís jafnframt að vinna við stafræn ökuskírteini sé vel á veg komin en dómsmálaráðherra greindi frá því í upphafi árs að þau væru væntanleg. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tilbúið með vorinu en Vigdís segir að nú fari þetta „bara að bresta á.“ Stefnan sé sett á sumarið. Unnið sé hörðum höndum að því að ökuskírteini verði aðgengileg í snjallsímum. Fólk muni nálgast þau inni á Ísland.is og setji ökuskírteinin í „veskið“ í símanum, ekki ósvipað og gert er með greiðslukort og farsíma. Ökuskírteinið sé alþjóðlegt en Vigdís segist þó ekki geta lofað því að öll löggæsluyfirvöld telji það fullgilt. Því sé öruggara að taka hefðbundið ökuskírteini með sér þegar ferðast er um heiminn. Viðtalið við Vigdísi má heyra í spilaranum ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá viðbrögð vegfarenda þegar fréttastofan spurði þá um stafræn ökuskírteini í upphafi árs.
Stjórnsýsla Samgöngur Tækni Bítið Tengdar fréttir Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11
Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00
Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56