Tveir í einangrun á Akureyri vegna gruns um smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 20:47 Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir hafa sýnt einkenni sjúkdómsins en uppfylla þó ekki almenn skimunarskilyrði. Þetta staðfesti Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu í samtali við Vísi. „Það er ekki búið að staðfesta neitt smit. Þeir eru með einkenni, en uppfylla ekki skimunarskilyrðin. Hins vegar gátum við ekki fengið mjög ljósa sögu af undanförnum vikum frá sjúklingunum,“ segir Sigurður. Hann segir að í ljósi þessa, og að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. „Við gátum ekki útilokað einhverja samveru við smitaða, þó að hún sé ólíkleg.“ Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstaðna úr þeim er að vænta síðar í kvöld eða á morgun. „Við gripum til þeirra varnaraðgerða sem okkur ber að gera ef grunur er um smit og reyna þá að grípa til þeirra aðgerða að dreifa ekki úr því þangað til við erum búin að fá staðfestingu eða afsönnun. Þetta eru bara sérstakar varúðarráðstafanir sem við erum að gera,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að sinna öllum sjúklingum spítalans áfram og lítil sem engin röskun hafi orðið á starfsemi spítalans. Þá hafi starfsmenn spítalans æft það hvernig taka ætti á móti sjúklingi sýktum af COVID-19. Sú æfing hafi reynst vel í dag. „Við vorum búin að læra heilmikið af þessari æfingu, sem var hluti af þessum viðbúnaði sem við höfum verið að vinna í undanfarnar vikur.“ Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi. Nær öll hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir hafa sýnt einkenni sjúkdómsins en uppfylla þó ekki almenn skimunarskilyrði. Þetta staðfesti Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu í samtali við Vísi. „Það er ekki búið að staðfesta neitt smit. Þeir eru með einkenni, en uppfylla ekki skimunarskilyrðin. Hins vegar gátum við ekki fengið mjög ljósa sögu af undanförnum vikum frá sjúklingunum,“ segir Sigurður. Hann segir að í ljósi þessa, og að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. „Við gátum ekki útilokað einhverja samveru við smitaða, þó að hún sé ólíkleg.“ Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstaðna úr þeim er að vænta síðar í kvöld eða á morgun. „Við gripum til þeirra varnaraðgerða sem okkur ber að gera ef grunur er um smit og reyna þá að grípa til þeirra aðgerða að dreifa ekki úr því þangað til við erum búin að fá staðfestingu eða afsönnun. Þetta eru bara sérstakar varúðarráðstafanir sem við erum að gera,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að sinna öllum sjúklingum spítalans áfram og lítil sem engin röskun hafi orðið á starfsemi spítalans. Þá hafi starfsmenn spítalans æft það hvernig taka ætti á móti sjúklingi sýktum af COVID-19. Sú æfing hafi reynst vel í dag. „Við vorum búin að læra heilmikið af þessari æfingu, sem var hluti af þessum viðbúnaði sem við höfum verið að vinna í undanfarnar vikur.“ Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi. Nær öll hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira