Föstudagsplaylisti Skoffíns Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 22. maí 2020 14:32 Bjarni Daníel, Jóhannes Bjarki Bjarkason, Sævar Andri Sigurðarson og Auðunn Orri Sigurvinsson mynda Skoffín. Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Til að byrja með var Jóhannes Bjarki Bjarkason Skoffín en það hefur vaxið umtalsvert síðan þá. Nú er sólóverkefnið orðið að fullskipaðri hljómsveit og í dag kemur út önnur breiðskífa verkefnisins. Platan heitir Skoffín hentar íslenskum aðstæðum en lagalistann sem Jói setti saman fyrir Vísi er titlaður Skoffín hefur það náðugt heima hjá sér. Breiðskífan var tekin upp í London af bróður Jóa, Árna Hjörvari, sem er þekktur fyrir aðild sína að verkefninu The Vaccines. „Platan reynir að draga fram og skapa andrúmsloft Íslands í Kalda stríðinu og er fagurfræðin byggð á hversdagslegum veruleika íslenskrar menningar. Ekki kaffi og kleinur heldur krosssaumur og steinsteypa,“ segir Jói um hugmyndafræðina á bak við útgáfuna nýju. Textarnir séu fjölbreyttir en eigi það sameiginlegt að „reyna að draga fram kvíða hversdagsins í gegnum aþýðlegar vísanir.“ Lagalisti Skoffíns er fjölbreytilegur en friðsæll. Jói hafði eftirfarandi um listann að segja. „Föstudagsplaylistinn minn að þessu sinni er mikil blanda hvaðanæva að. Upphaflega lagði ég upp með það að stilla inn lögum sem ég set á þegar ég býð fólki í heimsókn á föstudagskvöldum eða þegar ég geri mig til fyrir partý. Þegar listinn var tilbúinn, fullkominn, sniðinn í rétta stærð, rann upp fyrir mér að ég hafði ekki farið í partý í margar vikur. Því setti ég hann aftur upp með það fyrir augum að þetta væru lögin sem ég hlustaði á þegar ég undirbý kvöldmat með ástkonu minni. „Skoffín hefur það náðugt heima hjá sér“ hefur að geyma margvíslega strauma og stefnur. Mörg lög eru þau sem mótuðu mig sem tónlistarmann, önnur eftir góða vini og að lokum lög sem mér finnst eiga rétt á sterkara sæti í kanónu danstónlistar. Sömuleiðis hafa mörg laganna haft áhrif og verið innblástur fyrir nýjustu plötu Skoffíns sem kemur út í dag og eru í miklu uppáhaldi hjá okkur í hljómsveitinni.“ Til að fræðast frekar um plötuna má hér hlýða á útvarpsþáttinn Straum frá því fyrr í vikunni, en þar sat gítartvíeyki sveitarinnar, Jói ásamt Bjarna Daníel, fyrir svörum. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Til að byrja með var Jóhannes Bjarki Bjarkason Skoffín en það hefur vaxið umtalsvert síðan þá. Nú er sólóverkefnið orðið að fullskipaðri hljómsveit og í dag kemur út önnur breiðskífa verkefnisins. Platan heitir Skoffín hentar íslenskum aðstæðum en lagalistann sem Jói setti saman fyrir Vísi er titlaður Skoffín hefur það náðugt heima hjá sér. Breiðskífan var tekin upp í London af bróður Jóa, Árna Hjörvari, sem er þekktur fyrir aðild sína að verkefninu The Vaccines. „Platan reynir að draga fram og skapa andrúmsloft Íslands í Kalda stríðinu og er fagurfræðin byggð á hversdagslegum veruleika íslenskrar menningar. Ekki kaffi og kleinur heldur krosssaumur og steinsteypa,“ segir Jói um hugmyndafræðina á bak við útgáfuna nýju. Textarnir séu fjölbreyttir en eigi það sameiginlegt að „reyna að draga fram kvíða hversdagsins í gegnum aþýðlegar vísanir.“ Lagalisti Skoffíns er fjölbreytilegur en friðsæll. Jói hafði eftirfarandi um listann að segja. „Föstudagsplaylistinn minn að þessu sinni er mikil blanda hvaðanæva að. Upphaflega lagði ég upp með það að stilla inn lögum sem ég set á þegar ég býð fólki í heimsókn á föstudagskvöldum eða þegar ég geri mig til fyrir partý. Þegar listinn var tilbúinn, fullkominn, sniðinn í rétta stærð, rann upp fyrir mér að ég hafði ekki farið í partý í margar vikur. Því setti ég hann aftur upp með það fyrir augum að þetta væru lögin sem ég hlustaði á þegar ég undirbý kvöldmat með ástkonu minni. „Skoffín hefur það náðugt heima hjá sér“ hefur að geyma margvíslega strauma og stefnur. Mörg lög eru þau sem mótuðu mig sem tónlistarmann, önnur eftir góða vini og að lokum lög sem mér finnst eiga rétt á sterkara sæti í kanónu danstónlistar. Sömuleiðis hafa mörg laganna haft áhrif og verið innblástur fyrir nýjustu plötu Skoffíns sem kemur út í dag og eru í miklu uppáhaldi hjá okkur í hljómsveitinni.“ Til að fræðast frekar um plötuna má hér hlýða á útvarpsþáttinn Straum frá því fyrr í vikunni, en þar sat gítartvíeyki sveitarinnar, Jói ásamt Bjarna Daníel, fyrir svörum.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira