Árni Magnússon nýr forstjóri ÍSOR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2020 17:40 Árni Magnússon er nýr forstjóri ÍSOR. Vísir Árni Magnússon, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, hefur verið ráðinn sem fortjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hann mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi af Ólafi G. Flóvenz sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSOR. Staða forstjóra ÍSOR var auglýst í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út þann 30. mars. Árni var metinn hæfasti umsækjandinn af ráðgefandi hæfnisnefnd. „Hann hefur haldgóða reynslu af orkumálum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þá er hann reyndur stjórnandi og hefur viðamikla starfsreynslu bæði innan opinbera og einkageirans. Við teljum hann því rétta einstaklinginn til að leiða ÍSOR til framtíðar“ segir Þórdís Ingadóttir formaður stjórnar ÍSOR. Árni hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, félaga og stofnana innanlands og utan. Meðal annars var hann varaformaður Íslenska orkuklasans, stjórnarmeðlimur Ameríska jarðhitasambandsins og í stjórn Ameríska endurnýjanlega orkuráðsins. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2003-2006 og var félagsmálaráðherra á sama tíma. „Það er með sannri tilhlökkun og ánægju sem ég tek við kefli forstjóra ÍSOR. Í stofnuninni býr bæði mikil þekking og kraftur, sérstaklega í þeim mannauði sem hún hefur á að skipa. Ég er sannfærður um að í framtíðinni felast mikil tækifæri, ekki síst með vaxandi alþjóðlegri áherslu á græna orku, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð,“ segir Árni. Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Árni Magnússon, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, hefur verið ráðinn sem fortjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hann mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi af Ólafi G. Flóvenz sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSOR. Staða forstjóra ÍSOR var auglýst í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út þann 30. mars. Árni var metinn hæfasti umsækjandinn af ráðgefandi hæfnisnefnd. „Hann hefur haldgóða reynslu af orkumálum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þá er hann reyndur stjórnandi og hefur viðamikla starfsreynslu bæði innan opinbera og einkageirans. Við teljum hann því rétta einstaklinginn til að leiða ÍSOR til framtíðar“ segir Þórdís Ingadóttir formaður stjórnar ÍSOR. Árni hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, félaga og stofnana innanlands og utan. Meðal annars var hann varaformaður Íslenska orkuklasans, stjórnarmeðlimur Ameríska jarðhitasambandsins og í stjórn Ameríska endurnýjanlega orkuráðsins. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2003-2006 og var félagsmálaráðherra á sama tíma. „Það er með sannri tilhlökkun og ánægju sem ég tek við kefli forstjóra ÍSOR. Í stofnuninni býr bæði mikil þekking og kraftur, sérstaklega í þeim mannauði sem hún hefur á að skipa. Ég er sannfærður um að í framtíðinni felast mikil tækifæri, ekki síst með vaxandi alþjóðlegri áherslu á græna orku, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð,“ segir Árni.
Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05