Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2020 21:57 Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. Nokkur sveitarfélög þar sem áfallið er hvað mest munu verða fyrir það miklu tekjufalli að þau munu ekki ráða við þetta. Lágmarks lögbundin þjónusta og launagreiðslur verða erfiðar þegar kemur fram á árið en við erum ekki komin þangað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnarráðherra. Í úttekt Byggðastofnunar kemur fram að níu sveitarfélög verði fyrir þyngsta högginu vegna hruns ferðaþjónustunnar. Líkt og sést á þessari mynd eru áhrifin mikil á Suðurlandi og einnig á Suðurnesjum þar sem stjórnvöld hafa þó samþykkt sértækar aðgerðir sem sveitarfélögin þar munu fjalla um í næstu viku. Útlitið er einna svartast í Skaftárhreppi þar sem gert er ráð fyrir að útsvarsstofn lækki um allt að 29 prósent og atvinnuleysi mælist um þrjátíu prósent. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið gæti verið að horfa upp á að erfitt verði að halda úti þjónustu að óbreyttu. ,,Vandinn er mjög bráður og við erum þegar farin að finna fyrir tekjusamdrætti,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Starfshópur vinnur nú að greiningu á ástandinu. Að sögn ráðherra á hún að liggja fyrir í fyrri hluta næsta mánaðar. Einhver sveitarfélög kvarta undan því að þetta taki of langan tíma, að vandinn sé núna. ,,Já ég er nú bara ekki sammála því. Ég held að samtalið sé í mjög góðum farveg,“ segir Sigurður Ingi ,,Við getum ekki beðið, það er ótækt að missa það að það verði farið í einhverjar aðgerðir, að missa það inn í sumarfrí. Við þurfum að það sé brugðist við strax,“ segir Sandra. Óvissuástandið sé algjört. Þegar tekjurnar dragast svona saman að þá auðvitað minnkar þanþol sveitarfélagsins til lántöku. Á meðan við vitum ekki hvaða aðgerðir ríkið ætlar að ráðast í er erfitt fyrir okkur að bregðast við,“ segir Sandra. Skaftárhreppur Tengdar fréttir Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. Nokkur sveitarfélög þar sem áfallið er hvað mest munu verða fyrir það miklu tekjufalli að þau munu ekki ráða við þetta. Lágmarks lögbundin þjónusta og launagreiðslur verða erfiðar þegar kemur fram á árið en við erum ekki komin þangað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnarráðherra. Í úttekt Byggðastofnunar kemur fram að níu sveitarfélög verði fyrir þyngsta högginu vegna hruns ferðaþjónustunnar. Líkt og sést á þessari mynd eru áhrifin mikil á Suðurlandi og einnig á Suðurnesjum þar sem stjórnvöld hafa þó samþykkt sértækar aðgerðir sem sveitarfélögin þar munu fjalla um í næstu viku. Útlitið er einna svartast í Skaftárhreppi þar sem gert er ráð fyrir að útsvarsstofn lækki um allt að 29 prósent og atvinnuleysi mælist um þrjátíu prósent. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið gæti verið að horfa upp á að erfitt verði að halda úti þjónustu að óbreyttu. ,,Vandinn er mjög bráður og við erum þegar farin að finna fyrir tekjusamdrætti,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Starfshópur vinnur nú að greiningu á ástandinu. Að sögn ráðherra á hún að liggja fyrir í fyrri hluta næsta mánaðar. Einhver sveitarfélög kvarta undan því að þetta taki of langan tíma, að vandinn sé núna. ,,Já ég er nú bara ekki sammála því. Ég held að samtalið sé í mjög góðum farveg,“ segir Sigurður Ingi ,,Við getum ekki beðið, það er ótækt að missa það að það verði farið í einhverjar aðgerðir, að missa það inn í sumarfrí. Við þurfum að það sé brugðist við strax,“ segir Sandra. Óvissuástandið sé algjört. Þegar tekjurnar dragast svona saman að þá auðvitað minnkar þanþol sveitarfélagsins til lántöku. Á meðan við vitum ekki hvaða aðgerðir ríkið ætlar að ráðast í er erfitt fyrir okkur að bregðast við,“ segir Sandra.
Skaftárhreppur Tengdar fréttir Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28