Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 09:30 Diego Costa sýndi mönnum í gær hvað hann hefur svartan húmor. Getty/ DeFodi Images Diego Costa og félagar í Atletico Madrid slógu Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi og eftir leik ákvað Diego Costa að grínast í blaðamönnum. Diego Costa var mjög pirraður þegar hann var tekinn af velli í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool en það var síðan varamaður hans, Marcos Llorente, sem gerði tryggði Atletico sigurinn. Diego Costa er þekktur fyrir hafa mjög gaman að því að pirra menn og skiptir þar engu hvort um er að ræða andstæðingana inn á vellinum eða stuðningsmenn mótherjann. Nú ákvað hann að grínast í fjölmiðlamönnum í viðtalsherberginu eftir leikinn. Hann eignaðist ekki margra aðdáendur í blaðamannastéttinni með því. 'Nothing like humour and that was nothing like humour from Diego Costa' 'Not particularly funny or appropriate' 'Not nice. Not funny either'What is this guy like? https://t.co/L02HrxjgXE— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 12, 2020 Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico ferðuðust með spænska liðinu til Liverpool þrátt fyrir að það sé búið að loka öllu í Madrid til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það voru einhverjir tilbúnir að gagnrýna það enda Spánn einn af löndunum í Evrópu þar sem kórónuveiran hefur mesta útbreiðslu. Það er líka út af kórónuveirunni sem framkoma Diego Costa í viðtalsherberginu á Anfield í gær þótti vera mjög ósmekklega. Diego Costa labbaði framhjá öllum blaðamönnum án þess að gefa viðtal en bauð aftur á móti upp á þykistu hósta svona eins og að hann gæti mögulega verið með kórónuveiruna. Dominic King á Daily Mail, Carl Markham hjá Press Association og ítalski blaðamaðurinn Antonello Guerrera sögðu allir frá þessum ósmekklegu látalátum Diego Costa þegar hann gekk fram hjá fjölmiðlamönnum. „Þetta var ekkert eins og húmor og hvað þá eins og húmor frá Diego Costa. Hann var samt sá eini sem hló,“ skrifaði Dominic King á Twitter. „Ekkert sérstaklega fyndið eða við hæfi,“ skrifaði Carl Markham á Twitter. „Ekki fallegt og heldur ekki fyndið,“ skrifaði Antonello Guerrera á Twitter. Meistaradeild Evrópu Wuhan-veiran Spænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira
Diego Costa og félagar í Atletico Madrid slógu Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi og eftir leik ákvað Diego Costa að grínast í blaðamönnum. Diego Costa var mjög pirraður þegar hann var tekinn af velli í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool en það var síðan varamaður hans, Marcos Llorente, sem gerði tryggði Atletico sigurinn. Diego Costa er þekktur fyrir hafa mjög gaman að því að pirra menn og skiptir þar engu hvort um er að ræða andstæðingana inn á vellinum eða stuðningsmenn mótherjann. Nú ákvað hann að grínast í fjölmiðlamönnum í viðtalsherberginu eftir leikinn. Hann eignaðist ekki margra aðdáendur í blaðamannastéttinni með því. 'Nothing like humour and that was nothing like humour from Diego Costa' 'Not particularly funny or appropriate' 'Not nice. Not funny either'What is this guy like? https://t.co/L02HrxjgXE— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 12, 2020 Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico ferðuðust með spænska liðinu til Liverpool þrátt fyrir að það sé búið að loka öllu í Madrid til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það voru einhverjir tilbúnir að gagnrýna það enda Spánn einn af löndunum í Evrópu þar sem kórónuveiran hefur mesta útbreiðslu. Það er líka út af kórónuveirunni sem framkoma Diego Costa í viðtalsherberginu á Anfield í gær þótti vera mjög ósmekklega. Diego Costa labbaði framhjá öllum blaðamönnum án þess að gefa viðtal en bauð aftur á móti upp á þykistu hósta svona eins og að hann gæti mögulega verið með kórónuveiruna. Dominic King á Daily Mail, Carl Markham hjá Press Association og ítalski blaðamaðurinn Antonello Guerrera sögðu allir frá þessum ósmekklegu látalátum Diego Costa þegar hann gekk fram hjá fjölmiðlamönnum. „Þetta var ekkert eins og húmor og hvað þá eins og húmor frá Diego Costa. Hann var samt sá eini sem hló,“ skrifaði Dominic King á Twitter. „Ekkert sérstaklega fyndið eða við hæfi,“ skrifaði Carl Markham á Twitter. „Ekki fallegt og heldur ekki fyndið,“ skrifaði Antonello Guerrera á Twitter.
Meistaradeild Evrópu Wuhan-veiran Spænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira