Aldrei fleiri mörk í framlengingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2020 23:00 Morata fagnar marki sínu í gær á meðan Llorente er á fleygiferð framhjá honum. Simon Stacpoole/Offside/Getty Images Atletico Madrid vann ótrúlegan 3-2 sigur á Liverpool á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í framlengingu í Meistaradeild Evrópu. Alls voru þau fjögur talsins. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-0 fyrir Liverpool og því þurfti að framlengja. Eftir að liðin höfðu leikið tvo leiki eða rétt yfir 180 mínútur og skorað aðeins tvö mörk þá komu fjögur á þeim 30 mínútum sem framlengingin var. Liverpool v Atletico Madrid was the first ever Champions League game to see four goals scored in extra time pic.twitter.com/YLJhSzmoif— Goal (@goal) March 12, 2020 Atletico hefur áður tekið þátt í framlengingu þar sem skoruð voru þrjú mörk. Því miður fyrir þá voru það erkifjendur þeirra í Real Madrid sem skoruðu öll þrjú mörkin. Var það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2014 en þá hafði Sergio Ramos jafnaði metin í 1-1 á 93. mínútu leiksins og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni skoruðu þeir Gareth Bale, Marcelo og Cristiano Ronaldo fyrir Real sem vann leikinn 4-1. Það virtist sem að Atletico hefði aftur dregið styttra stráið en strax á 4. mínútu framlengingar kom Roberto Firmino Liverpool í 2-0. Var þetta hans fyrsta mark á Anfield í 20 leikjum en Firmino skoraði síðast gegn Porto í apríl 2019. Alls fór hann 337 daga án þess að skora á heimavelli. Eftir markið var komið að þætti Marcos Llorente sem hafði komið inn af varamannabekk gestanna á 56. mínútu leiksins. Þremur mínútum eftir mark Firmino átti Adrián, markvörður Liverpool, skelfilega hreinsun frá marki sem endaði með því að Llorente skoraði og staðan orðin 2-1 sem þýddi að Atletico var á leiðinni áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var svo nokkrum sekúndum áður en fyrri hálfleik framlengingar lauk sem Llorente skoraði aftur, nú með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Óverjandi fyrir Adrián í markinu. Alvaro Morata, annar varamaður, gulltryggði sigur Atletico með marki á 120. mínútu leiksins. Lokatölur 3-2 gestunum í vil og alls komu fjögur af fimm mörkum leiksins í framlengingu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Atletico Madrid vann ótrúlegan 3-2 sigur á Liverpool á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í framlengingu í Meistaradeild Evrópu. Alls voru þau fjögur talsins. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-0 fyrir Liverpool og því þurfti að framlengja. Eftir að liðin höfðu leikið tvo leiki eða rétt yfir 180 mínútur og skorað aðeins tvö mörk þá komu fjögur á þeim 30 mínútum sem framlengingin var. Liverpool v Atletico Madrid was the first ever Champions League game to see four goals scored in extra time pic.twitter.com/YLJhSzmoif— Goal (@goal) March 12, 2020 Atletico hefur áður tekið þátt í framlengingu þar sem skoruð voru þrjú mörk. Því miður fyrir þá voru það erkifjendur þeirra í Real Madrid sem skoruðu öll þrjú mörkin. Var það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2014 en þá hafði Sergio Ramos jafnaði metin í 1-1 á 93. mínútu leiksins og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni skoruðu þeir Gareth Bale, Marcelo og Cristiano Ronaldo fyrir Real sem vann leikinn 4-1. Það virtist sem að Atletico hefði aftur dregið styttra stráið en strax á 4. mínútu framlengingar kom Roberto Firmino Liverpool í 2-0. Var þetta hans fyrsta mark á Anfield í 20 leikjum en Firmino skoraði síðast gegn Porto í apríl 2019. Alls fór hann 337 daga án þess að skora á heimavelli. Eftir markið var komið að þætti Marcos Llorente sem hafði komið inn af varamannabekk gestanna á 56. mínútu leiksins. Þremur mínútum eftir mark Firmino átti Adrián, markvörður Liverpool, skelfilega hreinsun frá marki sem endaði með því að Llorente skoraði og staðan orðin 2-1 sem þýddi að Atletico var á leiðinni áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var svo nokkrum sekúndum áður en fyrri hálfleik framlengingar lauk sem Llorente skoraði aftur, nú með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Óverjandi fyrir Adrián í markinu. Alvaro Morata, annar varamaður, gulltryggði sigur Atletico með marki á 120. mínútu leiksins. Lokatölur 3-2 gestunum í vil og alls komu fjögur af fimm mörkum leiksins í framlengingu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Diego Costa var ekki vinsæll meðal fjölmiðlamanna eftir leik Atletico Madrid á móti Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 12. mars 2020 09:30
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30