Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 12:05 Unnur Sverrisdóttir var starfandi hjá Vinnumálastofnun í hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. Vísir/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir landsmenn standa frammi fyrir óþekktu ástandi vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við höfum aldrei verið í þessu áður, ekki svona eins og þetta er.“ Unnur segir að enn sem komið er hafi engin tilkynning borist stofnuninni um hópuppsagnir. Hún bendir þó á að enn sé ekki langur tími liðinn af marsmánuði. Hún segist vona til að aðgerðir yfirvalda sem séu í bígerð og fela í sér að ef atvinnurekendur minnka starfshlutfall starfsfólks í stað þess að segja þeim upp, og starfsfólk fái þá fulla greiðslu á móti launum, muni hafa jákvæð áhrif og milda höggið á atvinnulífið. „Það er í bígerð að koma slíku á tímabundið, svona björgunarreglur til að fá atvinnurekendur til að hugsa sig um áður en þeir segja upp fólki og þeir geti komist upp með að minnka starfshlutfall. Ég er að vona að þetta muni draga úr þessum áhrifum,“ segir Unnur. Kórónuveirufaraldurinn mun bíta ferðaþjónustuna hart, líkt og aðra geira innan atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm Yfirgengilega óvænt Unnur var starfandi hjá Vinnumálastofnun í Hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. „Núna kemur þetta meira utan frá. Þetta er svo yfirgengilega óvænt. Allar þessar afbókanir og ferðaþjónustan er svo viðkvæm fyrir svona, þessari veiru. Þetta er utanaðkomandi ógn sem er líka að skekja alla Evrópu, Bandaríkin og fleiri staði. Þetta eru aðrar aðstæður og meiri óvissa.“ Hún kveðst þó ætla að trúa því að þetta verði djúp lægð sem sem við munu koma okkur fljótt upp úr aftur. „Ég ætla að trúa því þangað til að annað kemur í ljós.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34 Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir landsmenn standa frammi fyrir óþekktu ástandi vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við höfum aldrei verið í þessu áður, ekki svona eins og þetta er.“ Unnur segir að enn sem komið er hafi engin tilkynning borist stofnuninni um hópuppsagnir. Hún bendir þó á að enn sé ekki langur tími liðinn af marsmánuði. Hún segist vona til að aðgerðir yfirvalda sem séu í bígerð og fela í sér að ef atvinnurekendur minnka starfshlutfall starfsfólks í stað þess að segja þeim upp, og starfsfólk fái þá fulla greiðslu á móti launum, muni hafa jákvæð áhrif og milda höggið á atvinnulífið. „Það er í bígerð að koma slíku á tímabundið, svona björgunarreglur til að fá atvinnurekendur til að hugsa sig um áður en þeir segja upp fólki og þeir geti komist upp með að minnka starfshlutfall. Ég er að vona að þetta muni draga úr þessum áhrifum,“ segir Unnur. Kórónuveirufaraldurinn mun bíta ferðaþjónustuna hart, líkt og aðra geira innan atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm Yfirgengilega óvænt Unnur var starfandi hjá Vinnumálastofnun í Hruninu og segir að jafnvel þá hafi ástandið verið allt öðruvísi. „Núna kemur þetta meira utan frá. Þetta er svo yfirgengilega óvænt. Allar þessar afbókanir og ferðaþjónustan er svo viðkvæm fyrir svona, þessari veiru. Þetta er utanaðkomandi ógn sem er líka að skekja alla Evrópu, Bandaríkin og fleiri staði. Þetta eru aðrar aðstæður og meiri óvissa.“ Hún kveðst þó ætla að trúa því að þetta verði djúp lægð sem sem við munu koma okkur fljótt upp úr aftur. „Ég ætla að trúa því þangað til að annað kemur í ljós.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34 Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Yfir 100 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 12. mars 2020 11:34
Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. 12. mars 2020 10:35