Miður þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki tiltækur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. maí 2020 20:30 Slökkviliðsmenn í Borgarfirði, Akranesi og Reykjanesbæ stóðu í ströngu í margar klukkustundir þegar eldur kom upp í gróðri í Norðurárdal í vikunni. Vísir/Jóhann K. Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir það áhyggjuefni að mikilvægur slökkvibúnaður sé ekki tiltækur þegar hans er þörf en svokölluð slökkviskjóla, sem notuð eru við gróðurbruna, voru ekki tiltæk þegar stórt og viðkvæmt svæði brann í Norðurárdal í vikunni. Um hundrað manns tóku þátt í slökkvistarfi þegar mikill gróðureldur kviknaði í Norðurárdal í Borgarfirði í síðustu viku. Mikið af kjarri og mosa varð undir í eldinum, á um 15 hektara svæði. Á landinu er til ein svokölluð slökkviskjóla, 2000 lítra poki sem þyrla getur borið og sleppt vatni yfir svæði sem brennur. Skjóðan var keypt í kjölfar Mýrareldanna í Borgarfirði árið 2006, fjármögnuð af opinberum stofnunum en komið fyrir hjá Landhelgisgæslunni sem hefur sinnt þjónustunni. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkvistjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Jóhann K. Afleitt þegar búnaðurinn er ekki tiltækur Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir afleitt þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki til staðar þegar á þarf að halda en skjólan var ekki tiltæk þegar eldurinn kom upp í síðustu viku sem gerði slökkvistarf mun erfiðara. „Án efa hefði þetta hjálpað mikið til og sparað mikið streð hjá slökkviliðsmönnunum og eflaust náð að slökkva eldinn mun fyrr en ella,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hér að neðan má sjá umfang og aðstæður á vettvangi í Norðurárdal í vikunni. Ekki við Landhelgisgæsluna að sakast Pétur segir að þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi verið fengin til sinna þjónustunni sé það ekki skilgreint hlutverk stofnunarinnar að slökkva elda og nota búnaðinn. „Það er hins vegar ekki inni í þeirra verklagi, reglum eða lagaverki að það er ekki þeirra hlutverk að nota hana og gera þá ráð fyrir að hún sé alltaf tiltæk,“ segir Pétur. Pétur segir ekki við Landhelgisgæsluna að sakast og kallar eftir betra regluverki, verklagi og auknu fjármagni því reka þurfi búnaðinn. Ein skjóla sé ekki nóg og er hann kominn vel til ára sinna. „Svo sannalega þyrfti að skrifa þetta inn í regluverk og tryggja þessu sess á réttum stað þannig að hægt sé að nota hana í því umhverfi sem við búum við í dag sem er þá það að gróðureldhætta hefur aukist til muna,“ segir Pétur. Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir það áhyggjuefni að mikilvægur slökkvibúnaður sé ekki tiltækur þegar hans er þörf en svokölluð slökkviskjóla, sem notuð eru við gróðurbruna, voru ekki tiltæk þegar stórt og viðkvæmt svæði brann í Norðurárdal í vikunni. Um hundrað manns tóku þátt í slökkvistarfi þegar mikill gróðureldur kviknaði í Norðurárdal í Borgarfirði í síðustu viku. Mikið af kjarri og mosa varð undir í eldinum, á um 15 hektara svæði. Á landinu er til ein svokölluð slökkviskjóla, 2000 lítra poki sem þyrla getur borið og sleppt vatni yfir svæði sem brennur. Skjóðan var keypt í kjölfar Mýrareldanna í Borgarfirði árið 2006, fjármögnuð af opinberum stofnunum en komið fyrir hjá Landhelgisgæslunni sem hefur sinnt þjónustunni. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkvistjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Jóhann K. Afleitt þegar búnaðurinn er ekki tiltækur Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir afleitt þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki til staðar þegar á þarf að halda en skjólan var ekki tiltæk þegar eldurinn kom upp í síðustu viku sem gerði slökkvistarf mun erfiðara. „Án efa hefði þetta hjálpað mikið til og sparað mikið streð hjá slökkviliðsmönnunum og eflaust náð að slökkva eldinn mun fyrr en ella,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hér að neðan má sjá umfang og aðstæður á vettvangi í Norðurárdal í vikunni. Ekki við Landhelgisgæsluna að sakast Pétur segir að þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi verið fengin til sinna þjónustunni sé það ekki skilgreint hlutverk stofnunarinnar að slökkva elda og nota búnaðinn. „Það er hins vegar ekki inni í þeirra verklagi, reglum eða lagaverki að það er ekki þeirra hlutverk að nota hana og gera þá ráð fyrir að hún sé alltaf tiltæk,“ segir Pétur. Pétur segir ekki við Landhelgisgæsluna að sakast og kallar eftir betra regluverki, verklagi og auknu fjármagni því reka þurfi búnaðinn. Ein skjóla sé ekki nóg og er hann kominn vel til ára sinna. „Svo sannalega þyrfti að skrifa þetta inn í regluverk og tryggja þessu sess á réttum stað þannig að hægt sé að nota hana í því umhverfi sem við búum við í dag sem er þá það að gróðureldhætta hefur aukist til muna,“ segir Pétur.
Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. 19. maí 2020 11:58
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent