„Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Sylvía Hall skrifar 23. maí 2020 19:11 Piers Morgan er verulega ósáttur við hegðun ráðgjafa forsætisráðherrans. Vísir/Getty Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. Ráðgjafinn, Dominic Cummings, er sakaður um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði 400 kílómetra leið til foreldra sinna. „Ef Boris rekur ekki Cummings í dag, þá mun ég lýsa því yfir að útgöngubanninu sé lokið og keyra til þess að hitta foreldra mína (í tveggja metra fjarlægð) í fyrsta skiptið í 12 vikur,“ skrifaði Piers á Twitter-síðu sína, greinilega ósáttur við stöðu mála. „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin.“ If Boris doesn’t fire Cummings today, then I will deem the Lockdown over & drive down to see my parents (from a 2m distance) for the first time in 12 weeks. I’m not having one rule for these clowns & another for the rest of us. pic.twitter.com/EMGb9ETTVf— Piers Morgan (@piersmorgan) May 23, 2020 Kallað hefur verið eftir afsögn Cummings en breskir fjölmiðlar sátu fyrir honum fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag. Aðspurður sagðist honum vera sama um hvernig þetta liti út, þetta væri spurning um að gera það rétta í stöðunni. „Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Downingstræti 10 sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn hjá foreldrum sínum, þar sem hann hafði haft grun um að bæði hann sjálfur og eiginkona sín væru smituð af kórónuveirunni. „Fjölskylda hans hafði boðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni meðan þau sinntu honum.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. 17. maí 2020 11:38 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. Ráðgjafinn, Dominic Cummings, er sakaður um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði 400 kílómetra leið til foreldra sinna. „Ef Boris rekur ekki Cummings í dag, þá mun ég lýsa því yfir að útgöngubanninu sé lokið og keyra til þess að hitta foreldra mína (í tveggja metra fjarlægð) í fyrsta skiptið í 12 vikur,“ skrifaði Piers á Twitter-síðu sína, greinilega ósáttur við stöðu mála. „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin.“ If Boris doesn’t fire Cummings today, then I will deem the Lockdown over & drive down to see my parents (from a 2m distance) for the first time in 12 weeks. I’m not having one rule for these clowns & another for the rest of us. pic.twitter.com/EMGb9ETTVf— Piers Morgan (@piersmorgan) May 23, 2020 Kallað hefur verið eftir afsögn Cummings en breskir fjölmiðlar sátu fyrir honum fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag. Aðspurður sagðist honum vera sama um hvernig þetta liti út, þetta væri spurning um að gera það rétta í stöðunni. „Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Downingstræti 10 sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn hjá foreldrum sínum, þar sem hann hafði haft grun um að bæði hann sjálfur og eiginkona sín væru smituð af kórónuveirunni. „Fjölskylda hans hafði boðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni meðan þau sinntu honum.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. 17. maí 2020 11:38 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41
Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. 17. maí 2020 11:38