Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Andri Eysteinsson skrifar 24. maí 2020 13:50 Lyfið Hydroxychloroquine hefur verið lofað af Bandaríkjaforseta en er lastað í nýrri rannsókn. Getty/NurPhoto Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. Rannsóknin hefur verið birt á vef læknisfræðitímaritsins Lancet. Rannsóknin er samantekt á gögnum frá 671 sjúkrahúsi um víða veröld og var heilsa 96.000 sjúklinga skoðuð. Í niðurstöðum kemur fram að dánarhlutfall á meðal sjúklinga sem var gefið malaríulyfið hydroxychloroquine eða chloroquine var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfin. Guardian greinir frá. Í hópi þeirra sem fengu annað lyfið var dánarhlutfallið 1/6. Einn af hverjum fimm sjúklingum sem tóku inn chloroquine ásamt sýklalyfi lést en einn af hverjum fjórum sem tók hydroxychloroquine og sýklalyf lést vegna veirunnar. Á meðal þeirra sjúklinga sem fengu lyfin ekki var dánarhlutfallið 1/11. Þó er sá fyrirvari settur að ekki er um fullkomna rannsókn að ræða, breytur voru margar og er þar nefnt aldur, kyn, almenn heilsa og stig sýkingarinnar. Höfundar rannsóknarinnar segja þó að dauðsfallið sé enn hærra þegar búið er að gera ráð fyrir breytunum. „Þetta er fyrsta stóra rannsóknin sem sýnir fram á sönnunargögn þess efnis að chloroquine eða hydroxychloroquine meðferð gegn Covid-19 sýkingu gerir sjúklingum ekki gott,“ sagði Mandeep R. Mehra prófessor við hjartasjúkdómadeild Brigham og Women‘s spítalans í Boston. „Niðurstöður okkar gefa til kynna að notkun lyfsins gæti orðið til þess að auka líkur á alvarlegum hjartavandamálum og auknum líkum á dauða. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar en þangað til mælum við gegn því að lyfið sé notað við Covid-19 sýkingum,“ sagði Mehra. Bandaríkjastjórn og þá sérstaklega forsetinn sjálfur, Donald Trump, hefur lofað virkni lyfsins gegn veirunni og viðurkenndi forsetinn það á dögunum að hann taki lyfið sjálfur inn til verndar gegn mögulegu smiti. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. Rannsóknin hefur verið birt á vef læknisfræðitímaritsins Lancet. Rannsóknin er samantekt á gögnum frá 671 sjúkrahúsi um víða veröld og var heilsa 96.000 sjúklinga skoðuð. Í niðurstöðum kemur fram að dánarhlutfall á meðal sjúklinga sem var gefið malaríulyfið hydroxychloroquine eða chloroquine var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfin. Guardian greinir frá. Í hópi þeirra sem fengu annað lyfið var dánarhlutfallið 1/6. Einn af hverjum fimm sjúklingum sem tóku inn chloroquine ásamt sýklalyfi lést en einn af hverjum fjórum sem tók hydroxychloroquine og sýklalyf lést vegna veirunnar. Á meðal þeirra sjúklinga sem fengu lyfin ekki var dánarhlutfallið 1/11. Þó er sá fyrirvari settur að ekki er um fullkomna rannsókn að ræða, breytur voru margar og er þar nefnt aldur, kyn, almenn heilsa og stig sýkingarinnar. Höfundar rannsóknarinnar segja þó að dauðsfallið sé enn hærra þegar búið er að gera ráð fyrir breytunum. „Þetta er fyrsta stóra rannsóknin sem sýnir fram á sönnunargögn þess efnis að chloroquine eða hydroxychloroquine meðferð gegn Covid-19 sýkingu gerir sjúklingum ekki gott,“ sagði Mandeep R. Mehra prófessor við hjartasjúkdómadeild Brigham og Women‘s spítalans í Boston. „Niðurstöður okkar gefa til kynna að notkun lyfsins gæti orðið til þess að auka líkur á alvarlegum hjartavandamálum og auknum líkum á dauða. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar en þangað til mælum við gegn því að lyfið sé notað við Covid-19 sýkingum,“ sagði Mehra. Bandaríkjastjórn og þá sérstaklega forsetinn sjálfur, Donald Trump, hefur lofað virkni lyfsins gegn veirunni og viðurkenndi forsetinn það á dögunum að hann taki lyfið sjálfur inn til verndar gegn mögulegu smiti.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25