Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Andri Eysteinsson skrifar 24. maí 2020 13:50 Lyfið Hydroxychloroquine hefur verið lofað af Bandaríkjaforseta en er lastað í nýrri rannsókn. Getty/NurPhoto Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. Rannsóknin hefur verið birt á vef læknisfræðitímaritsins Lancet. Rannsóknin er samantekt á gögnum frá 671 sjúkrahúsi um víða veröld og var heilsa 96.000 sjúklinga skoðuð. Í niðurstöðum kemur fram að dánarhlutfall á meðal sjúklinga sem var gefið malaríulyfið hydroxychloroquine eða chloroquine var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfin. Guardian greinir frá. Í hópi þeirra sem fengu annað lyfið var dánarhlutfallið 1/6. Einn af hverjum fimm sjúklingum sem tóku inn chloroquine ásamt sýklalyfi lést en einn af hverjum fjórum sem tók hydroxychloroquine og sýklalyf lést vegna veirunnar. Á meðal þeirra sjúklinga sem fengu lyfin ekki var dánarhlutfallið 1/11. Þó er sá fyrirvari settur að ekki er um fullkomna rannsókn að ræða, breytur voru margar og er þar nefnt aldur, kyn, almenn heilsa og stig sýkingarinnar. Höfundar rannsóknarinnar segja þó að dauðsfallið sé enn hærra þegar búið er að gera ráð fyrir breytunum. „Þetta er fyrsta stóra rannsóknin sem sýnir fram á sönnunargögn þess efnis að chloroquine eða hydroxychloroquine meðferð gegn Covid-19 sýkingu gerir sjúklingum ekki gott,“ sagði Mandeep R. Mehra prófessor við hjartasjúkdómadeild Brigham og Women‘s spítalans í Boston. „Niðurstöður okkar gefa til kynna að notkun lyfsins gæti orðið til þess að auka líkur á alvarlegum hjartavandamálum og auknum líkum á dauða. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar en þangað til mælum við gegn því að lyfið sé notað við Covid-19 sýkingum,“ sagði Mehra. Bandaríkjastjórn og þá sérstaklega forsetinn sjálfur, Donald Trump, hefur lofað virkni lyfsins gegn veirunni og viðurkenndi forsetinn það á dögunum að hann taki lyfið sjálfur inn til verndar gegn mögulegu smiti. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. Rannsóknin hefur verið birt á vef læknisfræðitímaritsins Lancet. Rannsóknin er samantekt á gögnum frá 671 sjúkrahúsi um víða veröld og var heilsa 96.000 sjúklinga skoðuð. Í niðurstöðum kemur fram að dánarhlutfall á meðal sjúklinga sem var gefið malaríulyfið hydroxychloroquine eða chloroquine var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfin. Guardian greinir frá. Í hópi þeirra sem fengu annað lyfið var dánarhlutfallið 1/6. Einn af hverjum fimm sjúklingum sem tóku inn chloroquine ásamt sýklalyfi lést en einn af hverjum fjórum sem tók hydroxychloroquine og sýklalyf lést vegna veirunnar. Á meðal þeirra sjúklinga sem fengu lyfin ekki var dánarhlutfallið 1/11. Þó er sá fyrirvari settur að ekki er um fullkomna rannsókn að ræða, breytur voru margar og er þar nefnt aldur, kyn, almenn heilsa og stig sýkingarinnar. Höfundar rannsóknarinnar segja þó að dauðsfallið sé enn hærra þegar búið er að gera ráð fyrir breytunum. „Þetta er fyrsta stóra rannsóknin sem sýnir fram á sönnunargögn þess efnis að chloroquine eða hydroxychloroquine meðferð gegn Covid-19 sýkingu gerir sjúklingum ekki gott,“ sagði Mandeep R. Mehra prófessor við hjartasjúkdómadeild Brigham og Women‘s spítalans í Boston. „Niðurstöður okkar gefa til kynna að notkun lyfsins gæti orðið til þess að auka líkur á alvarlegum hjartavandamálum og auknum líkum á dauða. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar en þangað til mælum við gegn því að lyfið sé notað við Covid-19 sýkingum,“ sagði Mehra. Bandaríkjastjórn og þá sérstaklega forsetinn sjálfur, Donald Trump, hefur lofað virkni lyfsins gegn veirunni og viðurkenndi forsetinn það á dögunum að hann taki lyfið sjálfur inn til verndar gegn mögulegu smiti.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25