Hvert er planið? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 13. mars 2020 09:00 Undanfarna daga hefur sérfræðingateymi haldið upplýsingafundi um gang mála á blaðamannafundum. Ljóst er að faraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina mun hafa gríðarleg áhrif, bæði til skamms tíma og sennilega til lengri tíma. Allar aðgerðir miða að því að verja þá sem veikastir eru fyrir og að allir sýni ábyrgð í verki svo að það geti orðið. Á blaðamannafundi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar héldu fyrir nokkrum dögum, þar sem kynntar voru aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19, kom fram hjá fjármála- og efnahagsráðherra að fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði svo í sérstöku viðtali að lífvænlegum fyrirtækjum verði bjargað um súrefni svo þau geti starfað áfram, þar sem gert er ráð fyrir að áhrif faraldursins gangi fljótt yfir og við taki á ný eðlilegt starfsumhverfi þessara sömu fyrirtækja. Ég vil leyfa mér að setja þessa áætlun fjármála- og efnahagsráðherra í samhengi við hvernig fyrirtæki hafa á undanförnum misserum tekið á sig hvert áfallið á fætur öðru. Nægir að nefna, loðnubrest, fall WOW, óveður og erfiðleika vegna skorts á nauðsynlegu viðhaldi samgangna. Allt þetta gerir það að verkum að færri og færri fyrirtæki sem voru lífvænleg falla ekki innan skilgreininga ráðherrans. Ekki þarf annað en að líta til fyrirtækja á landsbyggðinni til þess að koma fljótt auga á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar virka ekki eins fyrir landið allt. Hér er ekki einungis um að ræða fyrirtæki á suðvesturhorninu. Í upphafi sátu ekki allir við sama borð. Þeir sem reka fyrirtæki á landsbyggðinni hafa um langt skeið unnið hörðum höndum að því að halda sjó og nú þegar árstími vors og sumars er rétt handan við hornið eygðu margir rekstraraðilar betri tíma en því miður kom einn skellurinn enn. Það er undarlegt að ríkisstjórnin ætli ekki að fara í almennar aðgerðir sem raunverulega gagnast litlu fjölskyldufyrirtækjunum um allt land, lækkun skatta á fyrirtæki ásamt því að virkja bankakerfið til þess að gefa sem flestum tækifæri til að lifa af þennan skell skiptir sköpum. Vandinn varð ekki til í gær, heldur ekki í fyrradag, vandinn hefur verið fyrirsjáanlegur um nokkurt skeið og það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að sýna skýran stuðning með aðgerðum sem virka til framtíðar. Máttleysi og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algert, boðaðar efnahagsaðgerðir hennar munu ekki miða að því að verja þá sem mest þurfa á því að halda einyrkja og minni fyrirtæki. Ríkisstjórnin er ekki að sýna stuðning sinn og ábyrgð í verki. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur sérfræðingateymi haldið upplýsingafundi um gang mála á blaðamannafundum. Ljóst er að faraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina mun hafa gríðarleg áhrif, bæði til skamms tíma og sennilega til lengri tíma. Allar aðgerðir miða að því að verja þá sem veikastir eru fyrir og að allir sýni ábyrgð í verki svo að það geti orðið. Á blaðamannafundi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar héldu fyrir nokkrum dögum, þar sem kynntar voru aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19, kom fram hjá fjármála- og efnahagsráðherra að fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði svo í sérstöku viðtali að lífvænlegum fyrirtækjum verði bjargað um súrefni svo þau geti starfað áfram, þar sem gert er ráð fyrir að áhrif faraldursins gangi fljótt yfir og við taki á ný eðlilegt starfsumhverfi þessara sömu fyrirtækja. Ég vil leyfa mér að setja þessa áætlun fjármála- og efnahagsráðherra í samhengi við hvernig fyrirtæki hafa á undanförnum misserum tekið á sig hvert áfallið á fætur öðru. Nægir að nefna, loðnubrest, fall WOW, óveður og erfiðleika vegna skorts á nauðsynlegu viðhaldi samgangna. Allt þetta gerir það að verkum að færri og færri fyrirtæki sem voru lífvænleg falla ekki innan skilgreininga ráðherrans. Ekki þarf annað en að líta til fyrirtækja á landsbyggðinni til þess að koma fljótt auga á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar virka ekki eins fyrir landið allt. Hér er ekki einungis um að ræða fyrirtæki á suðvesturhorninu. Í upphafi sátu ekki allir við sama borð. Þeir sem reka fyrirtæki á landsbyggðinni hafa um langt skeið unnið hörðum höndum að því að halda sjó og nú þegar árstími vors og sumars er rétt handan við hornið eygðu margir rekstraraðilar betri tíma en því miður kom einn skellurinn enn. Það er undarlegt að ríkisstjórnin ætli ekki að fara í almennar aðgerðir sem raunverulega gagnast litlu fjölskyldufyrirtækjunum um allt land, lækkun skatta á fyrirtæki ásamt því að virkja bankakerfið til þess að gefa sem flestum tækifæri til að lifa af þennan skell skiptir sköpum. Vandinn varð ekki til í gær, heldur ekki í fyrradag, vandinn hefur verið fyrirsjáanlegur um nokkurt skeið og það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að sýna skýran stuðning með aðgerðum sem virka til framtíðar. Máttleysi og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algert, boðaðar efnahagsaðgerðir hennar munu ekki miða að því að verja þá sem mest þurfa á því að halda einyrkja og minni fyrirtæki. Ríkisstjórnin er ekki að sýna stuðning sinn og ábyrgð í verki. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun