Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 24. maí 2020 19:32 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þróun neyslurýma löngu orðna tímabæra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. Endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við staðinn og mun lögreglan hefja skoðun á því í næstu viku. Sveitarfélögum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu að horft væri til miðborgarinnar fyrir fyrsta rýmið. „Boltinn er hjá borginni og ég held að Reykjavíkurborg sé lang best til þess fallin að meta hvernig þjónustu við þessa íbúa verði best háttað,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að árlega noti um 700 einstaklingar vímuefni í æð en gert er ráð fyrir að um 25 til 40 manns muni nota þjónustuna til að byrja með. Í neyslurýminu getur fólk sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Ekki er útfært í frumvarpinu hvernig þjónustan verði fjármögnum og hefur Reykjavíkurborg bent á að heilbrigðisþjónusta eigi að vera á höndum ríkisins. Að sögn Svandísar er gert ráð fyrir fimmtíu milljóna króna árlegu framlagi úr ríkissjóði, eða um helmingi þess sem kostar að halda úti þjónustunni. „Bæði rekstrinum og því sem þarf til til þess að koma þessu á laggirnar. Ég held að heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg séu algjörlega samstíga í því hversu mikilvæg þessi þjónusta er og ég held að við ættum ekki að láta eitthvert tog um milljónir til eða frá hægja á þróun sem er löngu tímabær.“ Í næstu viku hefst vinna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útfærslu, endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við neyslurýmið og einnig þarf að skilgreina leyfilega stærð þeirra. Ráðherra segir heimild til vörslu neysluskammta þurfi að skoða í samhengi við staðsetningu. „Síðan þyrfti að tryggja að þetta snerist um tiltekið svæði í kringum neyslurýmið og svo framvegis þannig það byggir í raun og veru á því hvernig þetta yrði staðsett,“ segir Svandís. Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. Endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við staðinn og mun lögreglan hefja skoðun á því í næstu viku. Sveitarfélögum er nú heimilt að stofna og reka neyslurými samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu að horft væri til miðborgarinnar fyrir fyrsta rýmið. „Boltinn er hjá borginni og ég held að Reykjavíkurborg sé lang best til þess fallin að meta hvernig þjónustu við þessa íbúa verði best háttað,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að árlega noti um 700 einstaklingar vímuefni í æð en gert er ráð fyrir að um 25 til 40 manns muni nota þjónustuna til að byrja með. Í neyslurýminu getur fólk sér að refsilausu neytt vímuefna í æð í öruggu umhverfi undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Ekki er útfært í frumvarpinu hvernig þjónustan verði fjármögnum og hefur Reykjavíkurborg bent á að heilbrigðisþjónusta eigi að vera á höndum ríkisins. Að sögn Svandísar er gert ráð fyrir fimmtíu milljóna króna árlegu framlagi úr ríkissjóði, eða um helmingi þess sem kostar að halda úti þjónustunni. „Bæði rekstrinum og því sem þarf til til þess að koma þessu á laggirnar. Ég held að heilbrigðisráðuneytið og Reykjavíkurborg séu algjörlega samstíga í því hversu mikilvæg þessi þjónusta er og ég held að við ættum ekki að láta eitthvert tog um milljónir til eða frá hægja á þróun sem er löngu tímabær.“ Í næstu viku hefst vinna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útfærslu, endurskoða þarf heimildir til vörslu neysluskammta í grennd við neyslurýmið og einnig þarf að skilgreina leyfilega stærð þeirra. Ráðherra segir heimild til vörslu neysluskammta þurfi að skoða í samhengi við staðsetningu. „Síðan þyrfti að tryggja að þetta snerist um tiltekið svæði í kringum neyslurýmið og svo framvegis þannig það byggir í raun og veru á því hvernig þetta yrði staðsett,“ segir Svandís.
Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21. maí 2020 14:00
„Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“