Pogba verður áfram á Old Trafford á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2020 15:00 Pogba og Solskjær á góðri stundu Robbie Jay Barratt/AMA/Getty Images Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, eftir 5-0 sigur Man Utd á austurríska liðinu LASK í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Nafn Pogba hefur verið mikið í umræðunni það sem af er leiktíð, líkt og það alltaf er. Frakkinn hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið. Eftir að hafa spilað meiddur gegn Rochdale í enska deildarbikarnum og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þá þurfti Pogba að gangast undir aðgerð á ökkla og því hefur hann ekki leikið með liðinu það sem af er ári. Talið er að hann sé við það að snúa aftur til æfinga en nú er spurning hvenær hann gæti spilað sinn fyrsta leik þar sem talið er að ensku úrvaldeildinni verði frestað líkt og öðrum deildum Evrópu sökum COVID-19 veirunnar. Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur verið duglegur að láta gamminn geysa í fjölmiðlum. Gagnrýnt bæði félagið og Ole Gunnar Solskjær. Sá hefur þó reynt að grafa stríðsöxina á undanförnum vikum sem þykir benda til þess að Pogba vilji vera áfram á Old Trafford. Í kjölfar 5-0 sigurs Man United á LASK í Evrópudeildinni í gær var Ole Gunnar spurður út í framtíð Pogba. „Paul er leikmaður okkar. Hann á tvö ár eftir á samning ásamt möguleikanum á öðru eftir það. Já þið getið reiknað með því að Paul verði hérna á næstu leiktíð,“ sagði sá norski. "Paul's our player. He has two years left on his contract, a year plus the option of another."Paul Pogba will remain at #MUFC next season — Sky Sports (@SkySports) March 13, 2020 Það verður því áhugavert að sjá hvernig Pogba kemur inn í liðið en miðja liðsins hefur litið einkar vel út síðan Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United frá Sporting Lisbon í janúar á þessu ári. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45 Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður leikmaður Manchester United á næstu leiktíð ef marka má orð Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, eftir 5-0 sigur Man Utd á austurríska liðinu LASK í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Nafn Pogba hefur verið mikið í umræðunni það sem af er leiktíð, líkt og það alltaf er. Frakkinn hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið. Eftir að hafa spilað meiddur gegn Rochdale í enska deildarbikarnum og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þá þurfti Pogba að gangast undir aðgerð á ökkla og því hefur hann ekki leikið með liðinu það sem af er ári. Talið er að hann sé við það að snúa aftur til æfinga en nú er spurning hvenær hann gæti spilað sinn fyrsta leik þar sem talið er að ensku úrvaldeildinni verði frestað líkt og öðrum deildum Evrópu sökum COVID-19 veirunnar. Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur verið duglegur að láta gamminn geysa í fjölmiðlum. Gagnrýnt bæði félagið og Ole Gunnar Solskjær. Sá hefur þó reynt að grafa stríðsöxina á undanförnum vikum sem þykir benda til þess að Pogba vilji vera áfram á Old Trafford. Í kjölfar 5-0 sigurs Man United á LASK í Evrópudeildinni í gær var Ole Gunnar spurður út í framtíð Pogba. „Paul er leikmaður okkar. Hann á tvö ár eftir á samning ásamt möguleikanum á öðru eftir það. Já þið getið reiknað með því að Paul verði hérna á næstu leiktíð,“ sagði sá norski. "Paul's our player. He has two years left on his contract, a year plus the option of another."Paul Pogba will remain at #MUFC next season — Sky Sports (@SkySports) March 13, 2020 Það verður því áhugavert að sjá hvernig Pogba kemur inn í liðið en miðja liðsins hefur litið einkar vel út síðan Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United frá Sporting Lisbon í janúar á þessu ári.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45 Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47 Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30 Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Engir áhorfendur voru á fyrri leik LASK Linz og Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 12. mars 2020 19:45
Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum. 10. mars 2020 13:47
Rio segir að United verði að fara taka ákvörðun varðandi Pogba Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki. 6. mars 2020 12:30
Styttist í það að Pogba komi til baka Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið frá keppni síðan í desember vegna meiðsla á ökkla. Hann nálgast nú endurkomu sína. 5. mars 2020 16:00