Handbolti

Seinni bylgjan: Dómarnir gerðu bæði lið brjáluð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dómgæslan í leiks Vals og HK fór illa ofan í bæði lið.
Dómgæslan í leiks Vals og HK fór illa ofan í bæði lið. Seinni bylgjan/Skjáskot

Valur sá til þess að HK féll úr Olís deild karla á dögunum með öruggum sjö marka sigri. Dómararnir stálu þó sviðsljósinu í leiknum sjálfum. 

Hér að neðan má sjá innslag Seinni bylgjunnar um ótrúlega dómgæslu leiksins sem Valur vann á endanum örugglega 33-26 eftir að staðan var 13-13 í hálfleik.

Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi þáttarins, átti varla orð til að lýsa yfir undrun sinni yfir dómgæslu þeirra Bóas Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. Í atvikinu sem skjáskotið hér að ofan sýnir þá var boltinn dæmdur af Valsmönnum eftir að brotið var á leikmanni þeirra en ekkert dæmt.

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, passaði að tala ekki af sér að leik loknum en Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, var allt annað en sáttur.

Sjá einnig:  Elías Már: Ef það væri ein­hver deild í dómara­stéttinni þá væru þeir lík­lega að falla líka

Sigur Vals þýðir að HK er fallið niður í næst efstu deild en liðið er með aðeins sex stig þegar 20 umferðum af 22 er lokið. 

Klippa: Ótrúleg dómgæsla

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×