Hafþór trylltur vegna myndbandsins hans Eddie Hall og segist vera hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 08:30 Arnold Schwarzenegger afhendir Hafþóri Júlíusi Björnssyni verðlaunin fyrir sigurinn í Arnold Strongman Classic mótinu. Getty/Frank Jansky Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina. Það er óhætt að segja að Hafþór Júlíus hafi verið bálreiður í spjallinu enda þarna í fyrsta sinn að bregðast við útspili Eddie Hall á dögunum. Þeir Hafþór og Eddie Hall eru ekki miklir vinir og ætla að gera út um sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári eins og frægt er. Hafþór hefur alltaf verið mjög ósáttur með það hvernig Eddie Hall tókst að vinna hann með einu stigi í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Hafþór sakaði Eddie Hall og einn dómara keppninnar um svindl. ??? 'That was just the last straw for me, that BS video. Those motherf*****s went too far and I m done with this'Hafthor Bjornsson has seemingly RETIRED from competing at World's Strongest Man! ??https://t.co/7CY6Qt0b90— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 24, 2020 Eddie Hall með hjálp Giants Live svaraði því á dögunum með því að birta myndband unnið af Giants Live þar sem hann taldi sig sanna að það að hann hafi unnið titilinn heiðarlega og ef einhver hafði svindlað þá hafi það verið Hafþór. Yfir þrjár milljónir horfðu á þetta „Exposed!“ myndband Eddie Hall og það var allt annað en gott fyrir málstað Hafþórs Júlíusar sem hafði rétt áður stolið athygli heimsins með því að lyfta 501 kílói í réttstöðulyftu og taka heimsmetið af Eddie Hall. "Those motherf*****s went too far and I'm done with this.'The Mountain' has finally issued an emotional response to Eddie Hall's 'Exposed' video. https://t.co/AWYwNyzhPy pic.twitter.com/saah2mfJ9D— SPORTbible (@sportbible) May 24, 2020 „Ég er alveg búinn að fá nóg,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í netspjalli Twitch. „Ég mun aldrei á ævinni keppa aftur á vegum Giants Live, aldrei. Ég mun líklega aldrei keppa um titilinn Sterkasta mann heims aftur. Ég er líklega hættur,“ sagði Hafþór. „Þetta var síðasta stráið, þetta fáránlega myndband og það að Giants Live birti það á sínum miðlum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Hafþór. „Þessi andskotans vitleysingur fór of langt og ég er hættur þessu,“ sagði Hafþór allt annað en sáttur. „Ég keppi ekki hjá þessum gæjum aftur. Ég mun kannski keppa á Arnold mótinu [Strongman Classic] en aldrei aftur á móti á vegum Giants Live,“ sagði Hafþór. Kraftlyftingar Box Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina. Það er óhætt að segja að Hafþór Júlíus hafi verið bálreiður í spjallinu enda þarna í fyrsta sinn að bregðast við útspili Eddie Hall á dögunum. Þeir Hafþór og Eddie Hall eru ekki miklir vinir og ætla að gera út um sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári eins og frægt er. Hafþór hefur alltaf verið mjög ósáttur með það hvernig Eddie Hall tókst að vinna hann með einu stigi í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Hafþór sakaði Eddie Hall og einn dómara keppninnar um svindl. ??? 'That was just the last straw for me, that BS video. Those motherf*****s went too far and I m done with this'Hafthor Bjornsson has seemingly RETIRED from competing at World's Strongest Man! ??https://t.co/7CY6Qt0b90— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 24, 2020 Eddie Hall með hjálp Giants Live svaraði því á dögunum með því að birta myndband unnið af Giants Live þar sem hann taldi sig sanna að það að hann hafi unnið titilinn heiðarlega og ef einhver hafði svindlað þá hafi það verið Hafþór. Yfir þrjár milljónir horfðu á þetta „Exposed!“ myndband Eddie Hall og það var allt annað en gott fyrir málstað Hafþórs Júlíusar sem hafði rétt áður stolið athygli heimsins með því að lyfta 501 kílói í réttstöðulyftu og taka heimsmetið af Eddie Hall. "Those motherf*****s went too far and I'm done with this.'The Mountain' has finally issued an emotional response to Eddie Hall's 'Exposed' video. https://t.co/AWYwNyzhPy pic.twitter.com/saah2mfJ9D— SPORTbible (@sportbible) May 24, 2020 „Ég er alveg búinn að fá nóg,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í netspjalli Twitch. „Ég mun aldrei á ævinni keppa aftur á vegum Giants Live, aldrei. Ég mun líklega aldrei keppa um titilinn Sterkasta mann heims aftur. Ég er líklega hættur,“ sagði Hafþór. „Þetta var síðasta stráið, þetta fáránlega myndband og það að Giants Live birti það á sínum miðlum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Hafþór. „Þessi andskotans vitleysingur fór of langt og ég er hættur þessu,“ sagði Hafþór allt annað en sáttur. „Ég keppi ekki hjá þessum gæjum aftur. Ég mun kannski keppa á Arnold mótinu [Strongman Classic] en aldrei aftur á móti á vegum Giants Live,“ sagði Hafþór.
Kraftlyftingar Box Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira