Bolsonaro neitar því að hafa greinst með kórónuveiruna Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 15:19 Jair Bolsonaro og Donald Trump í Flórída um helgina. AP/Alex Brandon Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Sonur forsetans segir á Twitter að þessar fregnir séu ekki sannar. Hann staðfestir þær þó í viðtali við Fox og á Twittersíðu forsetans segir að hann sé ekki smitaður. Áður hafði náinn ráðgjafi forsetans greinst með veiruna. Bolsonaro fundaði nýverið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og var Fabio Wajngarten, aðstoðarmaður Bolsonaro, þar einnig. Sá hefur greinst með kórónuveiruna. Eduardo Bolsonaro, sonur forsetans, sagði frá því í gær að faðir sinn hefði farið í rannsókn, þó hann væri ekki að sýna einkenni. Fjölmiðlar í Brasilíu segja þá niðurstöðu liggja fyrir en Eduardo segir það ekki rétt. Í mótsögn við sjálfan sig, staðfesti hann þó niðurstöðuna í samtali við blaðamenn Fox. Edurardo sagði þar að verið væri að gera aðra rannsókn og staðfesta niðurstöður þeirrar fyrri. Á Twittersíðu forsetans segir svo að hann sé ekki með veiruna. - HFA/SABIN atestam negativo para o COVID-19 o Sr. Pres. da República Jair Bolsonaro. pic.twitter.com/iL3YPGPGXA— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) March 13, 2020 Þrátt fyrir að aðstoðarmaður Bolsonaro hafi greinst með veiruna og að báðir hafi verið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída um síðustu helgi, ætlar hvorki Trump né Pence, varaforseti, að gangast undir rannsókn. Francis Suarez, borgarstjóri Miami, var á fundi þeirra Trump og Bolsonaro, og hefur hann opinberað að hann greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Sjá einnig: Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Fabio Wajngarten (wearing hat) has coronavirus. Bolsonaro has coronavirus. Both of these photos were taken last weekend at Mar-a-Lago. Trump refuses to get tested. pic.twitter.com/sY6HwWzPkp— Aaron Rupar (@atrupar) March 13, 2020 Trump hefur nú lýst því yfir að hann muni halda blaðamannafund klukkan sjö að íslenskum tíma. Umræðuefni fundarins er kórónuveiran en enn sem komið er er lítið annað vitað um tilefni fundarins. I will be having a news conference today at 3:00 P.M., The White House. Topic: CoronaVirus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Uppfært: Yfirlýsingu Bolsonaro á Twitter um að hann sé ekki smitaður hefur verið bætt við. Einnig hefur smiti borgarstjóra Miami verið bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bandaríkin Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Sonur forsetans segir á Twitter að þessar fregnir séu ekki sannar. Hann staðfestir þær þó í viðtali við Fox og á Twittersíðu forsetans segir að hann sé ekki smitaður. Áður hafði náinn ráðgjafi forsetans greinst með veiruna. Bolsonaro fundaði nýverið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og var Fabio Wajngarten, aðstoðarmaður Bolsonaro, þar einnig. Sá hefur greinst með kórónuveiruna. Eduardo Bolsonaro, sonur forsetans, sagði frá því í gær að faðir sinn hefði farið í rannsókn, þó hann væri ekki að sýna einkenni. Fjölmiðlar í Brasilíu segja þá niðurstöðu liggja fyrir en Eduardo segir það ekki rétt. Í mótsögn við sjálfan sig, staðfesti hann þó niðurstöðuna í samtali við blaðamenn Fox. Edurardo sagði þar að verið væri að gera aðra rannsókn og staðfesta niðurstöður þeirrar fyrri. Á Twittersíðu forsetans segir svo að hann sé ekki með veiruna. - HFA/SABIN atestam negativo para o COVID-19 o Sr. Pres. da República Jair Bolsonaro. pic.twitter.com/iL3YPGPGXA— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) March 13, 2020 Þrátt fyrir að aðstoðarmaður Bolsonaro hafi greinst með veiruna og að báðir hafi verið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída um síðustu helgi, ætlar hvorki Trump né Pence, varaforseti, að gangast undir rannsókn. Francis Suarez, borgarstjóri Miami, var á fundi þeirra Trump og Bolsonaro, og hefur hann opinberað að hann greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Sjá einnig: Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Fabio Wajngarten (wearing hat) has coronavirus. Bolsonaro has coronavirus. Both of these photos were taken last weekend at Mar-a-Lago. Trump refuses to get tested. pic.twitter.com/sY6HwWzPkp— Aaron Rupar (@atrupar) March 13, 2020 Trump hefur nú lýst því yfir að hann muni halda blaðamannafund klukkan sjö að íslenskum tíma. Umræðuefni fundarins er kórónuveiran en enn sem komið er er lítið annað vitað um tilefni fundarins. I will be having a news conference today at 3:00 P.M., The White House. Topic: CoronaVirus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Uppfært: Yfirlýsingu Bolsonaro á Twitter um að hann sé ekki smitaður hefur verið bætt við. Einnig hefur smiti borgarstjóra Miami verið bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bandaríkin Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira