Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 18:03 Keflavíkurflugvöllur á tímum kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Niðurfelling gjaldanna varir á meðan ferðabann Bandaríkjaforseta er í gildi, sem komið var á vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Katrín Óskar eftir símafundi með Trump Í tilkynningu segir að með þessu styðji Isavia við viðskiptavini sína á fordæmalausum óvissutímum með það að markmiði að auðvelda flugfélögum að taka ákvarðanir um áframhaldandi flug til Íslands þrátt fyrir lakari sætanýtingu. Undir notendagjöld á Keflavíkurflugvelli falla m.a. lendingargjöld, farþegagjöld, stæðisgjöld og flugleiðsögugjöld og flugverndargjöld. Þessi ákvörðun Isavia mun gilda á meðan núverandi ferðabann borgara innan Schengen-svæðisins til Bandaríkjanna varir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fagnar þessari ákvörðun, að því er haft er eftir henni í tilkynningu. „Með ákvörðun sinni leggur Isavia sitt lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til að styðja við íslenska ferðaþjónustu á krefjandi tímum. Mikilvægt er að viðhalda öflugri flugstarfsemi sem er lykilþáttur í íslenskri ferðaþjónustu og efnahagslífi.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í vikunni um ferðabann frá landa innan Schengen-svæðisins í Evrópu til Bandaríkjanna. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanninu en bandarískir ferðamenn hafa þannig verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Keflavíkurflugvöll frá því árið 2016. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Flugfarþegar eiga rétt á fullri endurgreiðslu farmiða falli flugferðir niður hætti flugrekandi við flugferðir. 13. mars 2020 13:30 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Niðurfelling gjaldanna varir á meðan ferðabann Bandaríkjaforseta er í gildi, sem komið var á vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Katrín Óskar eftir símafundi með Trump Í tilkynningu segir að með þessu styðji Isavia við viðskiptavini sína á fordæmalausum óvissutímum með það að markmiði að auðvelda flugfélögum að taka ákvarðanir um áframhaldandi flug til Íslands þrátt fyrir lakari sætanýtingu. Undir notendagjöld á Keflavíkurflugvelli falla m.a. lendingargjöld, farþegagjöld, stæðisgjöld og flugleiðsögugjöld og flugverndargjöld. Þessi ákvörðun Isavia mun gilda á meðan núverandi ferðabann borgara innan Schengen-svæðisins til Bandaríkjanna varir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fagnar þessari ákvörðun, að því er haft er eftir henni í tilkynningu. „Með ákvörðun sinni leggur Isavia sitt lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til að styðja við íslenska ferðaþjónustu á krefjandi tímum. Mikilvægt er að viðhalda öflugri flugstarfsemi sem er lykilþáttur í íslenskri ferðaþjónustu og efnahagslífi.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í vikunni um ferðabann frá landa innan Schengen-svæðisins í Evrópu til Bandaríkjanna. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanninu en bandarískir ferðamenn hafa þannig verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Keflavíkurflugvöll frá því árið 2016.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Flugfarþegar eiga rétt á fullri endurgreiðslu farmiða falli flugferðir niður hætti flugrekandi við flugferðir. 13. mars 2020 13:30 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17
Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Flugfarþegar eiga rétt á fullri endurgreiðslu farmiða falli flugferðir niður hætti flugrekandi við flugferðir. 13. mars 2020 13:30
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52