Þríeykið klökknaði undir ræðu Svandísar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2020 14:41 Þetta var tilfinningaþrungin stund. Vísir//Berghildur „Í dag er mér efst í huga þakklæti og lotning gagnvart þessu fólki hér. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.“ Þetta var á meðal þess sem fram kom í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Í ræðunni fór hún yfir árangur sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn veirunni, ekki síst fyrir tilstillis þríeykisins svokallaða, sem fékk sérstakar þakkir frá Svandísi. Ekki var annað að sjá en að þríeykið hafi klökknað yfir ræðu Svandísar, þar sem ráðherra þakkaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. „Þvílík gæfa að hafa þetta fólk, umhyggja, fagmennska og öryggi. Allt sem við þurftum. Nákvæmlega það sem samfélagið þurfti,“ sagði Svandís sem afhenti Ölmu, Þórólfi og Víði blóm í tilefni þess að búið er að aflétta neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi „Á þessum degi vil ég afhenda ykkur dálítinn þakklætisvott fyrir ykkar einstaka framlag á sannarlega fordæmalausum tímum. Fyrir að mennta okkur, upplýsa okkur og þykja vænt um samfélagið. Takk fyrir ykkur, ég held við verðum að klappa fyrir þeim,“ sagði Svandís. Áður hafði hún stiklað á stóru yfir efni upplýsingafundanna og farið yfir þær áhyggjur sem þar hafi verið viðraðar. „Er hægt að nota þessa veirupinna frá Össuri? Þetta er kannski óvenjulegt en segir manni að maður eigi ekki að fá sér tígrisdýr á þessum tíma. Hvernig ber maður eiginlega fram Ishcgl. Við erum öll almannavarnir.“ Alltaf hafi landsmenn samt sem áður getað sótt öryggistilfinningu í viðmót þríeykisins. „Spenna í loftinu en samt öryggi. Þau brosa til hvers annars, þetta hlýtur að vera í lagi,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
„Í dag er mér efst í huga þakklæti og lotning gagnvart þessu fólki hér. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.“ Þetta var á meðal þess sem fram kom í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Í ræðunni fór hún yfir árangur sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn veirunni, ekki síst fyrir tilstillis þríeykisins svokallaða, sem fékk sérstakar þakkir frá Svandísi. Ekki var annað að sjá en að þríeykið hafi klökknað yfir ræðu Svandísar, þar sem ráðherra þakkaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. „Þvílík gæfa að hafa þetta fólk, umhyggja, fagmennska og öryggi. Allt sem við þurftum. Nákvæmlega það sem samfélagið þurfti,“ sagði Svandís sem afhenti Ölmu, Þórólfi og Víði blóm í tilefni þess að búið er að aflétta neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi „Á þessum degi vil ég afhenda ykkur dálítinn þakklætisvott fyrir ykkar einstaka framlag á sannarlega fordæmalausum tímum. Fyrir að mennta okkur, upplýsa okkur og þykja vænt um samfélagið. Takk fyrir ykkur, ég held við verðum að klappa fyrir þeim,“ sagði Svandís. Áður hafði hún stiklað á stóru yfir efni upplýsingafundanna og farið yfir þær áhyggjur sem þar hafi verið viðraðar. „Er hægt að nota þessa veirupinna frá Össuri? Þetta er kannski óvenjulegt en segir manni að maður eigi ekki að fá sér tígrisdýr á þessum tíma. Hvernig ber maður eiginlega fram Ishcgl. Við erum öll almannavarnir.“ Alltaf hafi landsmenn samt sem áður getað sótt öryggistilfinningu í viðmót þríeykisins. „Spenna í loftinu en samt öryggi. Þau brosa til hvers annars, þetta hlýtur að vera í lagi,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“