Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 13:00 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism. Vísir Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. Embætti héraðssaksóknara hefur haft fjármál Zuism til rannsóknar frá því seint á síðasta ári. Engar upplýsingar hafa þó verið veittar um eðli rannsóknarinnar aðrar en að hún beinist að fjárreiðum trúfélagsins. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir við Vísi að rannsókninni sé lokið og að málinu hafi verið vísað til ákærusviðs embættisins fyrir um tveimur vikum. Þar verður tekin afstaða til þess hvort gefnar verða út ákærur, farið verði fram á frekari rannsókn eða málið fellt niður. Héraðssaksóknari vildi ekki veita frekar upplýsingar um rannsóknina eða eðli málsins. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með störfum trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að Zuism uppfyllti skilyrði laga um trúfélög og að raunveruleg starfsemi færi fram á vegum þess. Leynd hefur ríkt yfir fjármálum Zuism og verulegur vafi leikið á því hvort að raunveruleg starfsemi færi fram á vegum þess auk þess sem félagið virðist hafa verið húsnæðislaust í fleiri ár. Zuism hefur engu að síður þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda eftir að þúsundir manna skráðu sig í félagið þegar það lofaði að endurgreiða félagsmönnum gjöldin sem þeir inna af hendi til ríkisins árið 2106. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, hefur alla tíð neitað að veita upplýsingar um umfang endurgreiðslna sóknargjalda til félagsmanna sem hann fullyrðir að fari fram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru enn fleiri en 1.200 manns skráðir í Zuism. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/Vilhelm Lán til ónefndra tengdra aðila og óútskýrð útgjöld Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfu Zuism vegna sóknargjaldanna í janúar. Í dómnum voru gerðar umtalsverðar athugasemdir við ársreikning sem Ágúst Arnar skrifaði einn undir og sendi sýslumanni í september. Taldi dómari að ársreikningurinn stæðist hvorki reglur um slíka ársreikninga né samþykktir trúfélagsins sjálfs. Sérstakar athugasemdir gerði dómarinn við að engar skýringar voru gefnar á ýmsum dularfullum liðum í ársreikningnum, þar á meðal við níu milljóna króna lán til „tengdra aðila“. Hvorki kom fram hverjir þeir aðilar væru né til hvers lánið hefði verið veitt. Ekki voru heldur gefnar skýringar á 2,4 milljóna króna styrk til „góðs málefnis“, kaupum á aðkeyptri þjónustu fyrir 6,8 milljónir króna og um 1,7 milljónir króna í kostnað sem hafi tengst viðburðum. Engar upplýsingar hafa fundist um viðburði á vegum Zuism. Einstakir viðburðir viðast hvorki hafa verið auglýstir á vefsíðu félagsins né Facebook-síðu þess. Í ársreikningnum kom ennfremur fram að Zuism hefði aðeins endurgreitt innan við 5% af sóknargjöldum sem félagið hafði þegið frá ríkinu til félagsmanna sinna. Ekkert kemur fram um hvaða tengdu aðilar þáðu níu milljón króna lán frá Zuism í ársreikningi sem Ágúst Arnar skrifaði undir fyrir árið 2017.Skjáskot Tug milljóna eignir birtust skyndilega Skýrslur sem Zuism hefur sent sýslumanni um fjárreiður félagsins í gegnum tíðina hafa gefið misvísandi mynd af rekstri þess. Í ársskýrslu fyrir árið 2017 kom þannig fram að félagið hefði haft 35,6 milljónir króna í „óvenjuleg“ útgjöld án þess að þau væru útskýrð frekar. Engar eignir voru skráðar í skýrsluna. Þegar Zuism skilaði næst ársskýrslu fyrir árið 2018 var engan slíkan óvenjulegan lið að finna. Þá skráði félagið hins vegar í fyrsta skipti að eignir á árinu 2017 hefðu numið á fimmta tug milljóna króna og að árið 2018 hefðu þær verið meira en 50 milljónir. Í dómi héraðsdóms í janúar kemur fram að eftir að sýslumaður óskaði svara um fjármál Zuism í fyrra hafi Ágúst Arnar sent leiðrétta skýrslu fyrir árið 2017 í mars þar sem „óvenjulegir liðir“ voru felldir út og eign upp á 46,6 milljónir króna var skráð án frekari skýringa. Fyrir dómi hélt Gunnar Egill, lögmaður Zuism, því fram að félagið væri á barmi þrots vegna ákvörðunar sýslumanns um að láta frysta sóknargjöldin. Engu að síður sagði Ágúst Arnar í viðtali við Mbl.is skömmu síðar að félagið ætti yfir fimmtíu milljónir króna í eignir. Ekki náðist í Ágúst Arnar við vinnslu fréttarinnar. Einar Ágústsson, bróðir Ágústs Arnars, er eini skráði stjórnarmaðurinn í trúfélaginu utan forstöðumannsins. Hann hlaut þungan fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2018. Zuism Trúmál Dómsmál Tengdar fréttir Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. 15. janúar 2020 11:55 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. Embætti héraðssaksóknara hefur haft fjármál Zuism til rannsóknar frá því seint á síðasta ári. Engar upplýsingar hafa þó verið veittar um eðli rannsóknarinnar aðrar en að hún beinist að fjárreiðum trúfélagsins. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir við Vísi að rannsókninni sé lokið og að málinu hafi verið vísað til ákærusviðs embættisins fyrir um tveimur vikum. Þar verður tekin afstaða til þess hvort gefnar verða út ákærur, farið verði fram á frekari rannsókn eða málið fellt niður. Héraðssaksóknari vildi ekki veita frekar upplýsingar um rannsóknina eða eðli málsins. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með störfum trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að Zuism uppfyllti skilyrði laga um trúfélög og að raunveruleg starfsemi færi fram á vegum þess. Leynd hefur ríkt yfir fjármálum Zuism og verulegur vafi leikið á því hvort að raunveruleg starfsemi færi fram á vegum þess auk þess sem félagið virðist hafa verið húsnæðislaust í fleiri ár. Zuism hefur engu að síður þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda eftir að þúsundir manna skráðu sig í félagið þegar það lofaði að endurgreiða félagsmönnum gjöldin sem þeir inna af hendi til ríkisins árið 2106. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, hefur alla tíð neitað að veita upplýsingar um umfang endurgreiðslna sóknargjalda til félagsmanna sem hann fullyrðir að fari fram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru enn fleiri en 1.200 manns skráðir í Zuism. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/Vilhelm Lán til ónefndra tengdra aðila og óútskýrð útgjöld Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfu Zuism vegna sóknargjaldanna í janúar. Í dómnum voru gerðar umtalsverðar athugasemdir við ársreikning sem Ágúst Arnar skrifaði einn undir og sendi sýslumanni í september. Taldi dómari að ársreikningurinn stæðist hvorki reglur um slíka ársreikninga né samþykktir trúfélagsins sjálfs. Sérstakar athugasemdir gerði dómarinn við að engar skýringar voru gefnar á ýmsum dularfullum liðum í ársreikningnum, þar á meðal við níu milljóna króna lán til „tengdra aðila“. Hvorki kom fram hverjir þeir aðilar væru né til hvers lánið hefði verið veitt. Ekki voru heldur gefnar skýringar á 2,4 milljóna króna styrk til „góðs málefnis“, kaupum á aðkeyptri þjónustu fyrir 6,8 milljónir króna og um 1,7 milljónir króna í kostnað sem hafi tengst viðburðum. Engar upplýsingar hafa fundist um viðburði á vegum Zuism. Einstakir viðburðir viðast hvorki hafa verið auglýstir á vefsíðu félagsins né Facebook-síðu þess. Í ársreikningnum kom ennfremur fram að Zuism hefði aðeins endurgreitt innan við 5% af sóknargjöldum sem félagið hafði þegið frá ríkinu til félagsmanna sinna. Ekkert kemur fram um hvaða tengdu aðilar þáðu níu milljón króna lán frá Zuism í ársreikningi sem Ágúst Arnar skrifaði undir fyrir árið 2017.Skjáskot Tug milljóna eignir birtust skyndilega Skýrslur sem Zuism hefur sent sýslumanni um fjárreiður félagsins í gegnum tíðina hafa gefið misvísandi mynd af rekstri þess. Í ársskýrslu fyrir árið 2017 kom þannig fram að félagið hefði haft 35,6 milljónir króna í „óvenjuleg“ útgjöld án þess að þau væru útskýrð frekar. Engar eignir voru skráðar í skýrsluna. Þegar Zuism skilaði næst ársskýrslu fyrir árið 2018 var engan slíkan óvenjulegan lið að finna. Þá skráði félagið hins vegar í fyrsta skipti að eignir á árinu 2017 hefðu numið á fimmta tug milljóna króna og að árið 2018 hefðu þær verið meira en 50 milljónir. Í dómi héraðsdóms í janúar kemur fram að eftir að sýslumaður óskaði svara um fjármál Zuism í fyrra hafi Ágúst Arnar sent leiðrétta skýrslu fyrir árið 2017 í mars þar sem „óvenjulegir liðir“ voru felldir út og eign upp á 46,6 milljónir króna var skráð án frekari skýringa. Fyrir dómi hélt Gunnar Egill, lögmaður Zuism, því fram að félagið væri á barmi þrots vegna ákvörðunar sýslumanns um að láta frysta sóknargjöldin. Engu að síður sagði Ágúst Arnar í viðtali við Mbl.is skömmu síðar að félagið ætti yfir fimmtíu milljónir króna í eignir. Ekki náðist í Ágúst Arnar við vinnslu fréttarinnar. Einar Ágústsson, bróðir Ágústs Arnars, er eini skráði stjórnarmaðurinn í trúfélaginu utan forstöðumannsins. Hann hlaut þungan fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2018.
Zuism Trúmál Dómsmál Tengdar fréttir Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. 15. janúar 2020 11:55 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00
Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15
Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. 15. janúar 2020 11:55