Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2020 18:39 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að vinna þurfi á drjúgum verkefnalista ef áætlun stjórnvalda, um að hleypa ferðamönnum til landsins gegn veiruprófi, eigi að ganga upp. Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar getur veirufræðideild Landspítalans veiruprófað um 500 ferðamenn á dag. Stjórnvöld settu sér hins vegar markmið um að afkastageta væri um eitt þúsund ferðamenn á dag. „Niðurstaða verkefnisstjórnarinnar er að þetta sé gerlegt að þessi leið sé fær,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir að bæta þurfi í með auknum tækjabúnaði og mönnum á veirufræðideildinni. Einnig muni þurfa að brúa bilið með einhverjum hætti ef ferðamennirnir reynast fleiri en forsendurnar gera ráð fyrir. Þar hefur verkefnisstjórnin tiltekið Íslenska erfðagreiningu sem hefur sýnt mikla greiningargetu. „Forsendurnar sem við lögðum upp með til grundvallar fyrir viku eru breyttar núna. Það lítur út fyrir að það séu jafnvel fleiri væntanlegir um miðjan júní en það leit út fyrir viku. Svo geta ríkin í kringum okkur tekið nýjar ákvarðanir sem gefur tilefni til að við endurmetum þetta allt saman. Punkturinn í dag lítur þannig út að við stefnum á að gera þetta og ætlum að gera það sem þarf til að við getum verið stödd þarna 15. Júní,“ segir Svandís. Í dag þurfa ferðamenn að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins vegna sóttvarnaráðstafana. Sóttvarnalæknir mun fara yfir skýrslu verkefnisstjórinnar og áhættumat Landspítalans áður en hann sendir sínar tillögur til heilbrigðisráðherra um næstu skref sem hann telur fært að taka. Svandís á von á þeim tillögum um helgina. Þá eigi einnig eftir að vinna hagræna greiningu sem er á borði fjármálaráðuneytisins. Hún telur að allt ætti að liggja fyrir í næstu viku. Í áhættumati Landspítalans kemur fram að áhættan sé veruleg fyrir spítalann ef ferðamenn bera smit til landsins. Spítalinn færi strax á neyðarstig við fyrstu innlögn sjúklings. Álagið hafi verið gríðarlegt í vetur og verði ekki minna í sumar ef smituðum fer fjölgandi á ný. Þá verði margir starfsmenn spítalans í orlofi í sumar. Svandís segir ljóst að því verði mætt ef álagið eykst í heilbrigðiskerfinu. „Og höfum gert það hingað til. Við höfum haldið til haga þeim kostnaði sem hefur hlotist til við fyrsta kafla faraldursins, sem var umtalsverður. Ef við værum að fara í næstu lotu þar sem við þyrftum að glíma við einhver smit hér, þá auðvitað þarf að fjármagna það. Það gefur augaleið,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að vinna þurfi á drjúgum verkefnalista ef áætlun stjórnvalda, um að hleypa ferðamönnum til landsins gegn veiruprófi, eigi að ganga upp. Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar getur veirufræðideild Landspítalans veiruprófað um 500 ferðamenn á dag. Stjórnvöld settu sér hins vegar markmið um að afkastageta væri um eitt þúsund ferðamenn á dag. „Niðurstaða verkefnisstjórnarinnar er að þetta sé gerlegt að þessi leið sé fær,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir að bæta þurfi í með auknum tækjabúnaði og mönnum á veirufræðideildinni. Einnig muni þurfa að brúa bilið með einhverjum hætti ef ferðamennirnir reynast fleiri en forsendurnar gera ráð fyrir. Þar hefur verkefnisstjórnin tiltekið Íslenska erfðagreiningu sem hefur sýnt mikla greiningargetu. „Forsendurnar sem við lögðum upp með til grundvallar fyrir viku eru breyttar núna. Það lítur út fyrir að það séu jafnvel fleiri væntanlegir um miðjan júní en það leit út fyrir viku. Svo geta ríkin í kringum okkur tekið nýjar ákvarðanir sem gefur tilefni til að við endurmetum þetta allt saman. Punkturinn í dag lítur þannig út að við stefnum á að gera þetta og ætlum að gera það sem þarf til að við getum verið stödd þarna 15. Júní,“ segir Svandís. Í dag þurfa ferðamenn að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins vegna sóttvarnaráðstafana. Sóttvarnalæknir mun fara yfir skýrslu verkefnisstjórinnar og áhættumat Landspítalans áður en hann sendir sínar tillögur til heilbrigðisráðherra um næstu skref sem hann telur fært að taka. Svandís á von á þeim tillögum um helgina. Þá eigi einnig eftir að vinna hagræna greiningu sem er á borði fjármálaráðuneytisins. Hún telur að allt ætti að liggja fyrir í næstu viku. Í áhættumati Landspítalans kemur fram að áhættan sé veruleg fyrir spítalann ef ferðamenn bera smit til landsins. Spítalinn færi strax á neyðarstig við fyrstu innlögn sjúklings. Álagið hafi verið gríðarlegt í vetur og verði ekki minna í sumar ef smituðum fer fjölgandi á ný. Þá verði margir starfsmenn spítalans í orlofi í sumar. Svandís segir ljóst að því verði mætt ef álagið eykst í heilbrigðiskerfinu. „Og höfum gert það hingað til. Við höfum haldið til haga þeim kostnaði sem hefur hlotist til við fyrsta kafla faraldursins, sem var umtalsverður. Ef við værum að fara í næstu lotu þar sem við þyrftum að glíma við einhver smit hér, þá auðvitað þarf að fjármagna það. Það gefur augaleið,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56
Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22
Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43
Geta í mesta lagi prófað 500 ferðamenn á dag Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. 26. maí 2020 14:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent