Haustþingi sennilega frestað fram í október Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2020 19:00 Alþingi ætti að koma saman hinn 8. september en verður væntanlega frestað fram í október. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að haustþingi verði frestað fram í október og þá verði fjámálaáætlun og jafnvel ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar lagðar fram samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn á hins vegar eftir að ná samkomulagi milli flokka um hvaða mál verði afgreidd í sumar. Farið er að hilla undir þinglok á yfirstandandi vorþingi sem þó mun að minnsta kosti standa út júnímánuð en formenn flokka á þingi funduðu í dag um störf þingsins framundan og í haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram endurskoðaða fjármálastefnu, sem annars er aðeins lögð fram í upphafi kjörtímabils, og fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem hefði átt að leggja fram í apríl, samhliða fjárlagafrumvarpi í haust. Forsætisráðherra segir flokkana á þingi nú í samtali um hvaða mál verða afgreidd og hvenær á Alþingi í sumar og haust.Vísir/Vilhelm „Nú þarf að raða þessu öllu upp. Þannig að Alþingi geti tekið afstöðu til þessarra plagga þegar komin verður mynd á þau. Og það liggur fyrir að það verður með haustinu,“ segir forsætisráðherra. Nú eigi sér stað samtal milli flokkanna um hvaða mál verði afgreidd í júní og hvernig þingi verði háttað, fyrir utan beinar neyðaraðgerðir, í haust. En setningu Alþingis á haustþingi verði að öllum líkindum frestað. „Við höfum verið með til skoðunar í því sömuleiðis hvort þing gæti hugsanlega komið aftur saman í ágúst og september til að fjalla um afmörkuð mál. Jafnvel þá að fresta samkomudegi þingsins fram til 1. október. Því samkvæmt stjórnarskrá eru fjárlög alltaf fyrsta mál hvers þings,“ segir Katrín. Það skipti máli að skýr rammi verði um hvað eigi að afgreiða og Alþingi verði á bakvakt í sumar. „Við sjáum fram á það til að mynda núna vegna þeirra áætlana sem uppi eru um að opna landamærin og taka þar upp skimun um miðjan júní. Þá mun þurfa ákveðnar lagabreytingar til að það sé hægt. Þannig að það eru augljóslega einhver fleiri slík mál framundan,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Útlit er fyrir að haustþingi verði frestað fram í október og þá verði fjámálaáætlun og jafnvel ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar lagðar fram samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn á hins vegar eftir að ná samkomulagi milli flokka um hvaða mál verði afgreidd í sumar. Farið er að hilla undir þinglok á yfirstandandi vorþingi sem þó mun að minnsta kosti standa út júnímánuð en formenn flokka á þingi funduðu í dag um störf þingsins framundan og í haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram endurskoðaða fjármálastefnu, sem annars er aðeins lögð fram í upphafi kjörtímabils, og fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem hefði átt að leggja fram í apríl, samhliða fjárlagafrumvarpi í haust. Forsætisráðherra segir flokkana á þingi nú í samtali um hvaða mál verða afgreidd og hvenær á Alþingi í sumar og haust.Vísir/Vilhelm „Nú þarf að raða þessu öllu upp. Þannig að Alþingi geti tekið afstöðu til þessarra plagga þegar komin verður mynd á þau. Og það liggur fyrir að það verður með haustinu,“ segir forsætisráðherra. Nú eigi sér stað samtal milli flokkanna um hvaða mál verði afgreidd í júní og hvernig þingi verði háttað, fyrir utan beinar neyðaraðgerðir, í haust. En setningu Alþingis á haustþingi verði að öllum líkindum frestað. „Við höfum verið með til skoðunar í því sömuleiðis hvort þing gæti hugsanlega komið aftur saman í ágúst og september til að fjalla um afmörkuð mál. Jafnvel þá að fresta samkomudegi þingsins fram til 1. október. Því samkvæmt stjórnarskrá eru fjárlög alltaf fyrsta mál hvers þings,“ segir Katrín. Það skipti máli að skýr rammi verði um hvað eigi að afgreiða og Alþingi verði á bakvakt í sumar. „Við sjáum fram á það til að mynda núna vegna þeirra áætlana sem uppi eru um að opna landamærin og taka þar upp skimun um miðjan júní. Þá mun þurfa ákveðnar lagabreytingar til að það sé hægt. Þannig að það eru augljóslega einhver fleiri slík mál framundan,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira