Hægt verður að taka á móti 10 til 15 flugvélum á dag í Keflavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2020 20:00 Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fóru allt að fjörtíu þúsund manns um Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Nú er reiknað með að hægt verði að hleypa þúsund manns inn í landið á dag fyrstu vikurnar eftir að landamærin verða opnuð. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að hægt verði að afgreiða allt að fimmtán flugvélar á dag til að byrja með á Keflavíkurflugvelli eftir opnun landamæranna. Flugfélög eru áhugasöm um flug hingað til lands en eru varkár í yfirlýsingum. Icelandair er eina flugfélagið sem lýst hefur yfir að það muni hefja áætlunarflug í einhverri mynd um leið og landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Ísavía segir að enn ríki mikil óvissa um hve margir farþegar muni koma til landsins. Nú sé gengið út frá að hægt verði að taka 500 til þúsund veirusýni á dag á flugvellinum. Ísavía reiknar með að hægt verði að taka á móti tíu til fimmtán flugvélum á dag á Keflavíkurflugvelli fyrstu vikurnar eftir að landið verður opnað.Stöð 2/Arnar „En ef við horfum til dæmis á síðasta ár þá vorum við með í kringum 160 farþega í hverri flugvél. Þannig að við erum að tala um á bilinu tíu til fimmtán flugvélar á dag,“ segir Guðmundur Daði. Það er ekki stór dagur í venjulegu árferði á Keflavíkurflugvelli en vissulega betra ástand en verið hefur undanfarnar vikur. „Tvö þúsund og átján á stærstu dögum ársins voru í kringum fjörtíu þúsund farþegar að koma um flugvöllinn. Þannig að jú, þetta er tiltölulega lítið miðað við hvernig umferðin var áður á flugvellinum,“ segir Guðmundur Daði. Ísavía bíði enn eftir ítarlegri tillögum frá sóttvarnalækni í tengslum við ákvörðun yfirvalda til að hægt verði að útfæra eftirlitið á Keflavíkurflugvelli. „En við erum í mjög nánu sambandi við flugfélögin. Erum að reyna að átta okkur á því hvenær geti farið að rofa til,“ segir Guðmundur Daði. Engu að síður er ljóst að komur ferðamanna á þessu ári verða ekki svipur hjá sjón miðað við þær tvær milljónir ferðamanna sem komið hafa árlega til landsins undanfarin nokkur ár. En áætlanir gerðu ráð fyrir að 26 flugfélög flygju hingað í sumar. „Við verðum vör við að það er áhugi á landinu og það er áhugi á ferðum. En hvort það leiði til þess að hér verði mikið af flugfélögum að fljúga á næstu mánuðum er ómögulegt að segja á þessum tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Bandarísku flugfélögin American Airlines, Delta og United og kanadíska flugfélagið Air Canada hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki fljúga til Íslands í sumar. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39 Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Reiknað er með að hægt verði að afgreiða allt að fimmtán flugvélar á dag til að byrja með á Keflavíkurflugvelli eftir opnun landamæranna. Flugfélög eru áhugasöm um flug hingað til lands en eru varkár í yfirlýsingum. Icelandair er eina flugfélagið sem lýst hefur yfir að það muni hefja áætlunarflug í einhverri mynd um leið og landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Ísavía segir að enn ríki mikil óvissa um hve margir farþegar muni koma til landsins. Nú sé gengið út frá að hægt verði að taka 500 til þúsund veirusýni á dag á flugvellinum. Ísavía reiknar með að hægt verði að taka á móti tíu til fimmtán flugvélum á dag á Keflavíkurflugvelli fyrstu vikurnar eftir að landið verður opnað.Stöð 2/Arnar „En ef við horfum til dæmis á síðasta ár þá vorum við með í kringum 160 farþega í hverri flugvél. Þannig að við erum að tala um á bilinu tíu til fimmtán flugvélar á dag,“ segir Guðmundur Daði. Það er ekki stór dagur í venjulegu árferði á Keflavíkurflugvelli en vissulega betra ástand en verið hefur undanfarnar vikur. „Tvö þúsund og átján á stærstu dögum ársins voru í kringum fjörtíu þúsund farþegar að koma um flugvöllinn. Þannig að jú, þetta er tiltölulega lítið miðað við hvernig umferðin var áður á flugvellinum,“ segir Guðmundur Daði. Ísavía bíði enn eftir ítarlegri tillögum frá sóttvarnalækni í tengslum við ákvörðun yfirvalda til að hægt verði að útfæra eftirlitið á Keflavíkurflugvelli. „En við erum í mjög nánu sambandi við flugfélögin. Erum að reyna að átta okkur á því hvenær geti farið að rofa til,“ segir Guðmundur Daði. Engu að síður er ljóst að komur ferðamanna á þessu ári verða ekki svipur hjá sjón miðað við þær tvær milljónir ferðamanna sem komið hafa árlega til landsins undanfarin nokkur ár. En áætlanir gerðu ráð fyrir að 26 flugfélög flygju hingað í sumar. „Við verðum vör við að það er áhugi á landinu og það er áhugi á ferðum. En hvort það leiði til þess að hér verði mikið af flugfélögum að fljúga á næstu mánuðum er ómögulegt að segja á þessum tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Bandarísku flugfélögin American Airlines, Delta og United og kanadíska flugfélagið Air Canada hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki fljúga til Íslands í sumar.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39 Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39
Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56
Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44