Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. maí 2020 21:31 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. Gjöfin muni ekki síst gagnast til þess að fólkið í landinu og fyrirtækin í greininni kynnist betur. „Það hefur orðið gríðarleg uppbygging í ferðaþjónustu á undanförnum fimm, sex árum og þeir sem ekki hafa ferðast mikið úti á landi eða nýtt sér það framboð þeir kannski eiga eftir að verða undrandi, það er að segja mun kannski koma þeim skemmtilega á óvart hvað gæðin eru orðin mikil og fjölbreytnin í því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann einnig mjög gott fyrir fyrirtækin að fara í gegnum það hvernig vöruframboðið þarf að vera. Það þurfi kannski að vera á einhvern hátt öðruvísi en fyrir erlenda markaðinn. „Sameiginlega held ég að þetta geti eflt innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Á fundinum var greint frá könnun meðal almennings þar sem fram kom að stór hluti landsmanna áætli að ferðast innanlands í sumar og verja til þess um 70.000 krónum. Spurður um mat sitt á þeirri tölu, sem er ekki mjög há fjárhæð, segir Jóhannes: „Við þekkjum það þegar við förum erlendis þá erum við gjarnan búin að ákveða einhverja summu sem við erum tilbúin að eyða. Það er nú gjarnan þannig virðist vera þegar við ferðumst innanlands þá erum við kannski ekki alveg tilbúin að eyða sömu summunum í það. Ég held að það sé almennt viðhorf oft á tíðum alveg hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég held hins vegar að þegar þetta leggst saman þá verði það til þess að fyrirtækin muni fá inn einhverja innkomu. Fólk mun fá sjá það að fyrir þessa peninga er hægt að fá fjöldann allan af góðri þjónustu á Íslandi og þannig held ég að þetta muni efla innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir aðgerðina fyrst og fremst táknræna. „Það er enginn að halda því fram að þetta sé sú aðgerð sem bjargi íslenskri ferðaþjónustu, ég hef engan heyrt halda því fram en þetta er til þess að örva eftirspurn og þetta er líka táknræn aðgerð. Mér finnst við, Íslendingar almennt, hafa tekið því þannig og tekið því vel og mér finnst greinin líka hafa þakkað fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. Gjöfin muni ekki síst gagnast til þess að fólkið í landinu og fyrirtækin í greininni kynnist betur. „Það hefur orðið gríðarleg uppbygging í ferðaþjónustu á undanförnum fimm, sex árum og þeir sem ekki hafa ferðast mikið úti á landi eða nýtt sér það framboð þeir kannski eiga eftir að verða undrandi, það er að segja mun kannski koma þeim skemmtilega á óvart hvað gæðin eru orðin mikil og fjölbreytnin í því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann einnig mjög gott fyrir fyrirtækin að fara í gegnum það hvernig vöruframboðið þarf að vera. Það þurfi kannski að vera á einhvern hátt öðruvísi en fyrir erlenda markaðinn. „Sameiginlega held ég að þetta geti eflt innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Á fundinum var greint frá könnun meðal almennings þar sem fram kom að stór hluti landsmanna áætli að ferðast innanlands í sumar og verja til þess um 70.000 krónum. Spurður um mat sitt á þeirri tölu, sem er ekki mjög há fjárhæð, segir Jóhannes: „Við þekkjum það þegar við förum erlendis þá erum við gjarnan búin að ákveða einhverja summu sem við erum tilbúin að eyða. Það er nú gjarnan þannig virðist vera þegar við ferðumst innanlands þá erum við kannski ekki alveg tilbúin að eyða sömu summunum í það. Ég held að það sé almennt viðhorf oft á tíðum alveg hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég held hins vegar að þegar þetta leggst saman þá verði það til þess að fyrirtækin muni fá inn einhverja innkomu. Fólk mun fá sjá það að fyrir þessa peninga er hægt að fá fjöldann allan af góðri þjónustu á Íslandi og þannig held ég að þetta muni efla innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir aðgerðina fyrst og fremst táknræna. „Það er enginn að halda því fram að þetta sé sú aðgerð sem bjargi íslenskri ferðaþjónustu, ég hef engan heyrt halda því fram en þetta er til þess að örva eftirspurn og þetta er líka táknræn aðgerð. Mér finnst við, Íslendingar almennt, hafa tekið því þannig og tekið því vel og mér finnst greinin líka hafa þakkað fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira