Fyrrum þjálfari Håland segir Liverpool passa fullkomlega fyrir hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 09:00 Leikstíll Liverpool á að henta Erling Braut Håland einstaklega vel samkvæmt fyrrum þjálfara hans. Hér fagnar Norðmaðurinn marki með Borussia Dortmund í Meistaradeildinni. Getty/Erwin Spek Margar af eftirsóttustu framherjum heims hafa sagðir vera á innkaupalista Jürgen Klopp en að þessu sinni er það fyrrum þjálfari Erling Braut Håland sem hallast að því að strákurinn ætti að enda hjá Liverpool. Jesse Marsch vann með Erling Braut Håland hjá Red Bull Salzburg og sá því með uppkomu Erling Braut Håland með eigin augum. Erling Braut Håland breyttist þar í einn eftirsóttasta framherja heims. Hann var búinn að skora 28 mörk í 22 leikjum á tímabilinu þegar Borussia Dortmund keypti hann og Håland hefur skorað 13 mörk í 14 leikjum með Dortmund. Liverpool tipped to make Erling Haaland transfer by starlet's former coachhttps://t.co/1NQrsCX0Rj pic.twitter.com/rz2fCLi2h3— Mirror Football (@MirrorFootball) May 27, 2020 „Hann er einstaklega hæfileikaríkur og þar getum við tekið fyrir hraða hans, sprengikraft, stærði, kraft, tækni eða það hvernig hann klárar en þetta allt saman eitt og sér kæmi honum í efsta hóp knattspyrnumanna heimsins,“ sagði Jesse Marsch við Liverpool Echo. „Svo þegar þú skoðar betur hversu vel hann er inn í taktík, hversu staðráðinn hann er, aga hans og hans ástríðu fyrir því að bæta sig þá sérðu að með allt þetta saman í sama leikmanni þá veistu að þú sér með eitthvað einstakt í höndunum. Við erum aðeins að sjá smá af því sem Erling getur gert í framtíðinni,“ sagði Jesse Marsch. Erling Braut Håland átti ekki góðan dag í gær því hann meiddist í leiknum á móti Bayern München og fór af velli. Dortmund tapaði leiknum 1-0. [Media: Liverpool Echo] EXCLUSIVE: Jesse Marsch on Haaland and three others Liverpool will target https://t.co/qBWiwLiCfL pic.twitter.com/fZpA5GNGuE— LFCMAGAZINE (@LFCMAGAZINE) May 26, 2020 Håland hefur verið orðaður mikið við bæði Manchester United og Real Madrid en Marsch vill sjá hann hjá Liverpool. „Hann mun halda áfram að standa sig vel hjá Dortmund en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hversu lengi hann verður þar. Hann hefur hæfileikana til að verða einn besti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Jesse Marsch. „Þetta er annar leikmaður sem Liverpool yrði mjög heppið að fá. Hann mun samt ekki koma ódýrt. Málið er að hann myndi elska leikstíl Liverpool liðsins og myndi passa ótrúlega vel inn í leik liðsins,“ sagði Jesse Marsch. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira
Margar af eftirsóttustu framherjum heims hafa sagðir vera á innkaupalista Jürgen Klopp en að þessu sinni er það fyrrum þjálfari Erling Braut Håland sem hallast að því að strákurinn ætti að enda hjá Liverpool. Jesse Marsch vann með Erling Braut Håland hjá Red Bull Salzburg og sá því með uppkomu Erling Braut Håland með eigin augum. Erling Braut Håland breyttist þar í einn eftirsóttasta framherja heims. Hann var búinn að skora 28 mörk í 22 leikjum á tímabilinu þegar Borussia Dortmund keypti hann og Håland hefur skorað 13 mörk í 14 leikjum með Dortmund. Liverpool tipped to make Erling Haaland transfer by starlet's former coachhttps://t.co/1NQrsCX0Rj pic.twitter.com/rz2fCLi2h3— Mirror Football (@MirrorFootball) May 27, 2020 „Hann er einstaklega hæfileikaríkur og þar getum við tekið fyrir hraða hans, sprengikraft, stærði, kraft, tækni eða það hvernig hann klárar en þetta allt saman eitt og sér kæmi honum í efsta hóp knattspyrnumanna heimsins,“ sagði Jesse Marsch við Liverpool Echo. „Svo þegar þú skoðar betur hversu vel hann er inn í taktík, hversu staðráðinn hann er, aga hans og hans ástríðu fyrir því að bæta sig þá sérðu að með allt þetta saman í sama leikmanni þá veistu að þú sér með eitthvað einstakt í höndunum. Við erum aðeins að sjá smá af því sem Erling getur gert í framtíðinni,“ sagði Jesse Marsch. Erling Braut Håland átti ekki góðan dag í gær því hann meiddist í leiknum á móti Bayern München og fór af velli. Dortmund tapaði leiknum 1-0. [Media: Liverpool Echo] EXCLUSIVE: Jesse Marsch on Haaland and three others Liverpool will target https://t.co/qBWiwLiCfL pic.twitter.com/fZpA5GNGuE— LFCMAGAZINE (@LFCMAGAZINE) May 26, 2020 Håland hefur verið orðaður mikið við bæði Manchester United og Real Madrid en Marsch vill sjá hann hjá Liverpool. „Hann mun halda áfram að standa sig vel hjá Dortmund en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hversu lengi hann verður þar. Hann hefur hæfileikana til að verða einn besti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Jesse Marsch. „Þetta er annar leikmaður sem Liverpool yrði mjög heppið að fá. Hann mun samt ekki koma ódýrt. Málið er að hann myndi elska leikstíl Liverpool liðsins og myndi passa ótrúlega vel inn í leik liðsins,“ sagði Jesse Marsch.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira