Íslenskir rapparar prýða snakkpoka Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 14:20 Fulltrúar Rappsnakksins ræddu frumkvöðlastarfið á útvarpi 101. 101 Ungir frumkvöðlar hafa ráðist í framleiðslu á svokölluðu Rappsnakki en umbúðir þess skarta tveimur íslenskum röppurum. Snakkið er aðeins fáanlegt í gegnum Instagram, sem kom þó ekki í veg fyrir að fyrsta sendingin seldist upp. Von er á fleiri bragðtegundum og um leið fleiri röppurum á snakkpokum. Rappsnakkið er með sýrðurjómabragði og er keilulaga, ekki ósvipað hinu gamalkunna Bugles-snakki. Iðnmark hefur veg og vanda af framleiðslunni en innblástur er sóttur að utan, ekki síst til Rap Snacks sem skartar rappstjörnum á borð við Cardi B og Migos. Tveir talsmenn Rappsnakksins segja í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman að hugmyndin hafi kviknað í frumkvöðlaáfanga í FG. Eftir að áfanganum sleppti hafi þeir ákveðið að halda áfram að vinna að vörunni. Afraksturinn leit svo formlega dagsins ljós í vikunni þegar fyrstu pokarnir af Rappsnakki fóru í dreifingu. Aðspurðir um það hvers vegna sýrðarjómabragðið hafi orðið fyrir valinu segja talsmennirnir að fyrirsæturnar á pokunum, rappararnir Yung Nico Drippin og 24/7, hafi einfaldlega þótt það best. Þeir hafi smakkað nokkrar útgáfur og þótt þessi standa upp úr. Fleiri bragðtegundir séu þó á leiðinni og fleiri rappfyrirsætur sömuleiðis. Þeir segja töluvert vesen að framleiða snakk, svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem aðstandendur Rappsnakksins segjast hafa greitt úr eigin vasa. Sem stendur sé rappsnakkið aðeins fáanlegt á Instagram og er hægt að senda pantanir á @rappsnakk. Spjall Tala saman við fulltrúa Rappsnakksins má heyra hér að neðan. Neytendur Tónlist Nýsköpun Matur Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ungir frumkvöðlar hafa ráðist í framleiðslu á svokölluðu Rappsnakki en umbúðir þess skarta tveimur íslenskum röppurum. Snakkið er aðeins fáanlegt í gegnum Instagram, sem kom þó ekki í veg fyrir að fyrsta sendingin seldist upp. Von er á fleiri bragðtegundum og um leið fleiri röppurum á snakkpokum. Rappsnakkið er með sýrðurjómabragði og er keilulaga, ekki ósvipað hinu gamalkunna Bugles-snakki. Iðnmark hefur veg og vanda af framleiðslunni en innblástur er sóttur að utan, ekki síst til Rap Snacks sem skartar rappstjörnum á borð við Cardi B og Migos. Tveir talsmenn Rappsnakksins segja í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman að hugmyndin hafi kviknað í frumkvöðlaáfanga í FG. Eftir að áfanganum sleppti hafi þeir ákveðið að halda áfram að vinna að vörunni. Afraksturinn leit svo formlega dagsins ljós í vikunni þegar fyrstu pokarnir af Rappsnakki fóru í dreifingu. Aðspurðir um það hvers vegna sýrðarjómabragðið hafi orðið fyrir valinu segja talsmennirnir að fyrirsæturnar á pokunum, rappararnir Yung Nico Drippin og 24/7, hafi einfaldlega þótt það best. Þeir hafi smakkað nokkrar útgáfur og þótt þessi standa upp úr. Fleiri bragðtegundir séu þó á leiðinni og fleiri rappfyrirsætur sömuleiðis. Þeir segja töluvert vesen að framleiða snakk, svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem aðstandendur Rappsnakksins segjast hafa greitt úr eigin vasa. Sem stendur sé rappsnakkið aðeins fáanlegt á Instagram og er hægt að senda pantanir á @rappsnakk. Spjall Tala saman við fulltrúa Rappsnakksins má heyra hér að neðan.
Neytendur Tónlist Nýsköpun Matur Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira