Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 15:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar um aðgerðapakka þrjú vegna Covid-19 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna, sem bera 0,625 prósent fasta vexti. Að sögn hins opinbera bötnuðu kjör ríkissjóðs um 30 punkta vegna mikillar eftirspurnar í útboðsferlinu. Eftirspurnin á að hafa verið 3,4 milljarðar evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Rúmlega 200 eiga að hafa sýnt útboðinu áhuga, eða um helmingi fleiri en í síðustu útgáfu ríkissjóðs. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, að sögn stjórnvalda. Skuldabréfin eru á gjalddaga 3. júní 2026 og ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent. Fjármálaráðherra og hagfræðingur Viðskiptaráðs eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. „Þessi lántaka er staðfesting á greiðum aðgangi ríkissjóðs að fjármagni á alþjóðamörkuðum og sýnir tiltrú fjárfesta á þann viðnámsþrótt sem byggður hefur verið upp á síðustu árum. Hún eykur getu okkar til að mæta afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru og endurspeglar mikinn styrk og getu til að sigrast á efnahagslegum afleiðingum hans,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra á vef Stjórnarráðsins. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tjáir sig á svipuðum nótum. Ríkið hafi getað fjármagnað sig á fínum kjörum þó svo að stærsta atvinnugrein landsmanna, ferðaþjónustan, sé botnfrosin. Ágætis þrekpróf fyrir hagkerfið að ríkið geti fjármagnað sig á fínum kjörum erlendis þó að stærsta atvinnugreinin sé stopp og það stefni í einu-sinni-á-öld samdrátt. Um 1,3% álag á þýsk bréf - aðeins 0,5% hærra en fyrir ári síðan.https://t.co/aPiWZE8xdX— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 27, 2020 Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna, sem bera 0,625 prósent fasta vexti. Að sögn hins opinbera bötnuðu kjör ríkissjóðs um 30 punkta vegna mikillar eftirspurnar í útboðsferlinu. Eftirspurnin á að hafa verið 3,4 milljarðar evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Rúmlega 200 eiga að hafa sýnt útboðinu áhuga, eða um helmingi fleiri en í síðustu útgáfu ríkissjóðs. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, að sögn stjórnvalda. Skuldabréfin eru á gjalddaga 3. júní 2026 og ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent. Fjármálaráðherra og hagfræðingur Viðskiptaráðs eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. „Þessi lántaka er staðfesting á greiðum aðgangi ríkissjóðs að fjármagni á alþjóðamörkuðum og sýnir tiltrú fjárfesta á þann viðnámsþrótt sem byggður hefur verið upp á síðustu árum. Hún eykur getu okkar til að mæta afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru og endurspeglar mikinn styrk og getu til að sigrast á efnahagslegum afleiðingum hans,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra á vef Stjórnarráðsins. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tjáir sig á svipuðum nótum. Ríkið hafi getað fjármagnað sig á fínum kjörum þó svo að stærsta atvinnugrein landsmanna, ferðaþjónustan, sé botnfrosin. Ágætis þrekpróf fyrir hagkerfið að ríkið geti fjármagnað sig á fínum kjörum erlendis þó að stærsta atvinnugreinin sé stopp og það stefni í einu-sinni-á-öld samdrátt. Um 1,3% álag á þýsk bréf - aðeins 0,5% hærra en fyrir ári síðan.https://t.co/aPiWZE8xdX— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 27, 2020
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50