Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 15:29 Flugumferðarstjórarnir starfa fyrir Isavia ANS, dótturfélag Isavia. Þeir stýra flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið yfir norðanverður Atlantshafi. Vísir/Vilhelm Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð, að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS. Formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra segir að tillögu þess um aðra leið hafi ekki verið svarað. Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14:00 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir til þess að hefta útbreiðslu hans hafa leitt til mikils samdráttar í farþegaflugi í heiminum. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir við Vísi að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið. Tekjur félagsins hafi verið um 10-20% af því sem þær hafa vanalega verið undanfarið. Gripið var til uppsagnanna eftir að niðurstaða um aðgerðir náðist ekki í viðræðum Isavia ANS við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Tilkynnt hefur verið um hópuppsögnina til Vinnumálastofnunar. Flugumferðarstjórar Isavia ANS stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir um 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur flugleiðsöguþjónustu og alþjóðaflugþjónustu auk ýmissar tækniþjónustu fyrir flugvelli á Íslandi. Buðust til að taka á sig launaskerðingu Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar. Ásgeir, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir að áður hafi verið gripið til annarra aðgerða til að bregðast við ástandinu en nú sé komin röðin að flugstjórnarmiðstöðinni. „Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn. Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur,“ segir hann. Með uppsögn ráðningarsamnings flugumferðarstjóra segir Ásgeir að vonir standi til að komast hjá því að segja 20-30 manns upp varanlega og haldið verði í ráðningarsamband við þá. Arnar, formaður FÍF, segir að aðferðafræði Isavia ASN komi sér spánskt fyrir sjónir. Með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Hann vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð, að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS. Formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra segir að tillögu þess um aðra leið hafi ekki verið svarað. Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14:00 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir til þess að hefta útbreiðslu hans hafa leitt til mikils samdráttar í farþegaflugi í heiminum. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir við Vísi að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið. Tekjur félagsins hafi verið um 10-20% af því sem þær hafa vanalega verið undanfarið. Gripið var til uppsagnanna eftir að niðurstaða um aðgerðir náðist ekki í viðræðum Isavia ANS við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Tilkynnt hefur verið um hópuppsögnina til Vinnumálastofnunar. Flugumferðarstjórar Isavia ANS stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir um 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur flugleiðsöguþjónustu og alþjóðaflugþjónustu auk ýmissar tækniþjónustu fyrir flugvelli á Íslandi. Buðust til að taka á sig launaskerðingu Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar. Ásgeir, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir að áður hafi verið gripið til annarra aðgerða til að bregðast við ástandinu en nú sé komin röðin að flugstjórnarmiðstöðinni. „Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn. Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur,“ segir hann. Með uppsögn ráðningarsamnings flugumferðarstjóra segir Ásgeir að vonir standi til að komast hjá því að segja 20-30 manns upp varanlega og haldið verði í ráðningarsamband við þá. Arnar, formaður FÍF, segir að aðferðafræði Isavia ASN komi sér spánskt fyrir sjónir. Með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Hann vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira